Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 11

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1937, Blaðsíða 11
um, mótmælendur og kaþólskir. Vér heyrðum til þess fyrsta, er kom fyrir utan kofa okkar klukkan tvö um nóttina. Kona nokkur var borin liing- að sextíu og fimm kílómetra að. Barn eitt, sem var alþakið bólgnum bruna- sárum, bar móðirin á bakinu fimmtíu kílómetra. Önnur góð kona horfði á mig með trúnaðartrausti, meðan hún með skjálfandi höndum tók nokkrar dulur, sem óþef lagði af, utan af ein- hverju, sem einu sinni hafði verið mannsfótur. „Allir segja að meðulin þín séu svo góð“, sagði hún, og sýndi mér uppblásna ólögulega hrúgu af rotnuðu holdi og grefti. Lítill dreng- ur með andlitið þakið sárum hafði hjálpað henni til að komast hingað. Aldrei hefi ég séð augu lítils drengs í jafn hræðilegri umgerð. Já, sérhver af þessum vesalingum er í sjálfum sér raunverulegur harmleikur. Uganda hrópar framvegis hátt á læknakristniboðið. Einn mikilvægasti þátturinn í kristniboðsstarfsemi er skólahaldið. Vér höfum nokkra lægri skóla, og hér í Nchwanga höfuxn vér byrjað lítilsháttar á stærri skóla, fyrir unga inenn. En það er með hann eins og nýfætt barn, hann þarf nær- ingu til að geta vaxið. Vér vonum að hann íai hana. Góð skólamiðstöð er eitt af því, sem vér þörfnumst allra mest. Hvaða kristniboðsstarfsemi sem vér hugsum um, þá er alstaðar milcið verk að vinna, og fórnargjafír, sem verður að færa áður en vér getum sagt að starfið fyrir hið líðandi mann- kyn sé til lykta leitt. E. Padersen, Uganda. í fótspor Livingstones. Frh. ai bis. 7. því að vér sem höfum verið sjónar- vottar að því, sem framkvæmt er á meginlandinu myrka, vitum að erfiði vort hefir ekki verið árangurslaust. Þeir biðja um brauð. Eigum vér að gefa þeim steina? Þeir biðja um lækningu við því, sem synd og fá- vizka hefir bakað þeim. Eigum vér að ofurselja þá kvölum og dauða, og ganga frarn hjá þeim eins og presturinn og Levítinn gerðu á dög- um Jesú, við særða manninn, eða eigum vér að breyta eins og hinn miskunnsaxni samverji, sem aumkað- ist yfir náunga sinn, gekk til hans og batt um sár hans, setti hann á sinn eiginn eyk, og flutti hann til gestgj afahússins? Guð segir um þessháttar starf; „Vel gert, góði og trúi þjónn“. Eg hefi haft þá ánægju að heim- sækja nokkur af þessum fjarlægu trúboðssvæðum í Vestur-Afríku („gröf hvíta mannsins“), og sjá það starf, sem hinir trúu menn og konur úr vorum hóp hafa unnið þar. Eg get af öllu hjarta vitnað um það, að starf þeirra hefir verið óumi’æði- lega blessunarríkt þúsundum sálna, sem nú eru þakklátar fyrir hið and- lega ljós, er þær hafa fengið. Samt eru þetta aðeins fáein dæmi meðal margra af svipuðu tagi á öðrum stöðv- um, sem eru í álíka neyð. Allt þetta talar kröftuglega til vor um að vinna að því rneira en nokkru sinni fyr, að hægt verði að byggja enn fleiri lækningastofur, sjúkrahús og skóla, og senda út fleiri kristniboða. G. E. Nord. 9

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.