Fréttablaðið - 18.10.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 18.10.2019, Síða 8
Þú færð nákvæm- lega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala. Sigurður Friðleifsson, framkvæmda- stjóri Orkuseturs Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrki Styrkirnir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Jafnframt eru veittir styrkir til þýðinga vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2019. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á islit.is. Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2020 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2020 verður dagana 1.-30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla. Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is. Starfsfólk Menntamálastofnunar Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2020 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2020 verður dagana 1.-30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is. Starfsfólk Menntamálastofnunar ORKUMÁL Ef þúsundir heimila skipta yfir í ódýrasta kostinn í raf- orkusölu er möguleiki að koma af stað verðstríði milli raforkusala, óvíst er hins vegar um hversu mikið svigrúm er til að lækka rafmagns- verð heimilanna. „Það er vissulega ekki mikið upp úr því að hafa að skipta um raf- orkusala, eins og staðan er í dag þá erum við að tala um nokkur þúsund krónur á ári fyrir meðalheimili,“ segir Sigurður Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs. Aðspurður hvort það geti breyst ef þúsundir heimila ákveði að skipta yfir í ódýrasta kostinn segir hann svo vera. „Klárlega. En í dag eru þetta rosalega lítil útgjöld hjá heimilum, hvatinn því lítill til að skipta.“ Átta raforkusalar starfa hér á landi. Á vef Aurbjargar, sem notar gögn Orkuseturs, má finna verð- samanburð á kílóvattstund. Verðið er lægst hjá Íslenskri orkumiðlun. Aðeins nokkrum aurum munar þó á þeim og Orku heimilanna og Orkubúi Vestfjarða. Orka náttúr- unnar og HS Orka eru dýrust með kílóvattstundina yfir 8 krónum með virðisaukaskatti. Meðalnotk- un heimila er á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir á ári. Sem dæmi þá getur heimili sem kaupir 4.500 kíló- vattstundir á ári af HS Orku sparað um 4 þúsund krónur með því að skipta yfir í Íslenska orkumiðlun. Úr 80 þúsund krónum niður í 76 þúsund krónur. Í reglugerðardrögum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem birt eru í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að tryggja rétt neyt- enda á hverjum tíma til að velja sér raforkusala og auðvelda fólki að skipta um raforkusala. Fram kom í skýrslu sem verkfræðistofan Efla gerði fyrir ráðuneytið í vor að lítil samkeppni sé í raforkusölu til ein- staklinga og lítilla fyrirtækja. Til dæmis hafi aðeins 370 heimili af 140 þúsund skipt um raforkusala árið 2017. Í dag eru flest heimili með þann raforkusala sem þau voru með áður en það var frjálst að skipta. Rafmagnskostnaður heimilis skiptist í tvennt, annars vegar dreifingu sem ekkert er hægt að breyta og sölu sem hægt er að skipta um kostnaðarlaust. Í dag er mjög auðvelt að skipta um raforkusala, hjá bæði Íslenskri orkumiðlun og Orkubúi Vestfjarða er hægt að gera það í gegnum einfalda umsókn á netinu. Sigurður segir þó óvíst hversu mikið verðið geti lækkað ef neyt- endur fara að elta ódýrasta kost- inn. „Við vitum ekki hvort hægt er að lækka lægsta verðið, það er eðli vörunnar að verðin séu mjög þétt,“ segir Sigurður og nefnir sem dæmi bensínverð. Raforkusalar þurfa litla yfirbyggingu, í raun þarf ekki að gera neitt nema semja við raf- orkuframleiðendur, þar sem Lands- virkjun er langstærst, og fara svo að selja rafmagn í smásölu. Sigurður segir engan mun á þjón- ustu eftir því við hvern er skipt. „Þú ert ekki háður eða bundinn neinum sala. Þú færð nákvæmlega sömu vöruna ef þú skiptir yfir í annan raforkusala.“ arib@frettabladid.is Möguleiki á verðstríði um rafmagn til heimila Lítill verðmunur er á raforkuverði hjá söluaðilum. Með því að skipta getur heimili sparað nokkur þúsund krónur á ári. Framkvæmdastjóri Orkuseturs útilokar ekki verðstríð ef mörg heimili ákveða að skipta í ódýrasta kostinn. Meðalheimili á Íslandi notar á bilinu 4 til 5 þúsund kílóvattstundir af rafmagni á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Raforkusali Íslensk orkumiðlun 7,25 Orka heimilanna 7,30 Orkubú Vestfjarða 7,32 Rafveita Reyðarfjarðar 7,61 Fallorka 7,91 Orkusalan 7,99 Orka náttúrunnar 8,05 HS Orka 8,11 ✿ Raforkuverð verð á kílóvattstund í krónum m/vsk. Íslenskukennsla fyrir útlendinga Umsóknarfrestur 4. desember 2019 Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2020*. Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki eða stofnanir, sem ekki eru viðurkenndir fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning við viðurkenndan fræðsluaðila, sem annast kennsluna, fylgja umsókninni. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 4. desember 2019. *Með fyrirvara um samþykki Alþingis á fjárlögum næsta árs. Upplýsingar um sjóðinn veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is Heimild: Aurbjörg EFNAHAGSMÁL Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir að fram undan sé skamm- vinnt samdráttarskeið í efnahags- kerfinu í nýrri hagspá til næstu tveggja ára sem birt var í gær. Spáin gerir ráð fyrir 0,3 prósenta sam- drætti á yfirstandandi ári en að viðsnúningur verði strax á næsta ári. Þannig verði hagvöxtur 0,6 prósent á næsta ári og 2,3 prósent árið 2021. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar byggir á Þjóðhagsspá Hag- stofunnar frá því í maí. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta samdrætti á yfirstandandi ári en 2,6 prósenta hagvexti á því næsta. Í greinargerð frumvarpsins kemur þó fram að sú spá sé bjartsýn samanborið við aðra greiningaraðila. „Geta heimila og fyrirtækja til að takast á við stöðuna nú er hins vegar almennt allt önnur og betri en í síðustu niðursveif lu,“ segir í inngangi hagspár ASÍ. Það sama gildi einnig um getu stjórnvalda og Seðlabankans til að bregðast við. Þá segir að góðu heilli hafi áhrifin af falli WOW verið minni en við var búist. Hagdeild ASÍ telur einnig að fjárfesting hins opinbera aukist og verði 4,4 prósent af vergri lands- framleiðslu í lok spátímans. – sar Hagdeild ASÍ spáir skammvinnu samdráttarskeiði ASÍ spári skammvinnu samdráttar- skeiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0,3% samdrætti í hagkerfinu er spáð á yfirstandandi ári. 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -6 E 3 4 2 4 0 B -6 C F 8 2 4 0 B -6 B B C 2 4 0 B -6 A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.