Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 12

Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 12
Þetta er hræðilegt vopn og var notað ítrekað í sýrlensku borgara- styrjöldinni. Hamish de Bretton-Gordon - EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! Ást á tímum mótmæla Ástin blómstrar í Barcelona þrátt fyrir hörð mótmæli og mikla þjóðfélagsólgu. Mikil reiði blossaði upp í Barcelona, Terragona, Girona og f leiri stórum borgum Katalóníu eftir að níu stjórnmálamenn sem stóðu að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði fengu þunga fangelsisdóma. Aðskiln- aðarsinnar hafa lokað vegum til og frá Katalóníu og hvatt til allsherjarverkfalls. Komið hefur til átaka við lögreglu. NORDICPHOTOS/GETTY SÝRLAND Sameinuðu þjóðirnar rannsaka hvort Tyrkir eða málalið- ar þeirra hafi notað eiturefnavopn í innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. Rauði hálfmáninn á svæðinu segir að borgarar, þar á meðal börn, hafi komið inn á spítala með dularfull brunasár. Helst leikur grunur á að hvítur fosfór hafi verið notaður í sprengjur, en það er algerlega bannað sam- kvæmt alþjóðlega efnavopnasátt- málanum. Hann bræðir húð og étur sig í gegnum kjöt og bein. „Þetta er hræðilegt vopn og var notað ítrekað í sýrlensku borgara- styrjöldinni. Því miður hefur notkun hans verið normalíseruð,“ sagði Hamish de Bretton-Gordon, fyrrverandi foringi í bresku efna- vopnaleitarsveitinni. – khg Grunur um eiturefnavopn Hvítur fosfór brennur mjög hratt og mjög heitt. NORDICPHOTOS/GETTY BRETLAND Boris Johnson sagðist sannfærður um að koma útgöngu- samningnum í gegnum þingið í dag. Út á við hélt hann sig við sömu tugguna um að Bretar væru orðnir þreyttir á Brexit og tími væri kom- inn til að ljúka málinu. „Það er ekki til betri útkoma en sú sem ég mun leggja fram á morgun,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Á bak við tjöldin geisar gríðarleg barátta um að ná atkvæðafjöld- anum upp í það sem þarf. 320 er töfratalan. Þeir hópar sem barist er um eru harðlínumenn í Íhaldsflokknum, 28 talsins, útgöngusinnaðir þingmenn Verkamannaf lokksins, 19 talsins, og óháðir þingmenn, 36 talsins, en þar eru meðal annars þingmenn sem Johnson sjálfur rak nýlega úr Íhaldsflokknum. „Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna útgöngu án samnings. En ég hef ekki enn þá ákveðið hvað ég ætla að kjósa,“ sagði Phillip Hammond, einn af þeim sem Johnson rak úr Íhalds- flokknum. Fleiri þingmenn sögðust liggja yfir samningnum í gær og áttu eftir að gera upp hug sinn. Harð- línumenn Íhaldsflokksins ætla að funda fyrir atkvæðagreiðsluna og sjá hvernig landið liggur. Á meðan hefur stjórnarand- staðan komið í gegn löggjöf sem tryggir enn fremur að Johnson Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. þurfi að sækja um enn frekari frest, verði samningurinn ekki að veru- leika. Evrópuleiðtogarnir hafa verið mjög ósamstíga um frestinn en stjórnmálaskýrendur eru á því að ef samningur Johnson yrði felldur og Bretar myndu sækja um frekari frest yrði hann veittur. „Ég tel að við (Evrópusambandið) munum veita frekari frest. Mér finnst kominn tími á að ljúka þess- um samningaumleitunum,“ sagði Emmanule Macron Frakklandsfor- seti í gær. Hins vegar heyrðist frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara í samtölum við Evrópuleiðtoga að ESB gæti ekki ýtt Bretlandi út úr sambandinu ef það kæmi ósk um frestun. Jafnframt væri æskilegt fyrir Evrópusambandið að reyna að hafa sem minnst áhrif á stjórn- málin í Bretlandi. kristinnhaukur@frettabladid.is Ég ætla ekki að láta plata mig til að samþykkja dulbúna út- göngu án samnings. Phillip Hammond, fyrrverandi þingmaður Íhaldsflokksins 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -5 5 8 4 2 4 0 B -5 4 4 8 2 4 0 B -5 3 0 C 2 4 0 B -5 1 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.