Fréttablaðið - 18.10.2019, Síða 22
EFTIRMINNILEGASTA
GRASKERIÐ VAR ÞEGAR
VIÐ NOTUÐUM GSM-SÍMA
SEM AUGA Á GRASKERIÐ
Guðmundur Thor Kárason og
Tinna Guðmundsdóttir leita að
innblæstri á alnetinu áður en
þau hefjast handa við að skera út
grasker fyrir hrekkjavökuna. Því
næst teikna þau með tússpenna
hvað á að skera út og hefjast svo
handa.
Svona skerum við út grasker:
1. Leita að hugmyndum á alnetinu
um hvernig megi útfæra gras-
kerskurðinn.
2. Teikna með tússpenna á gras-
kerið það sem á að skera út.
Ákveða hvað er skorið alveg í
burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/
gegnsætt) og hvað er túlkað
með línum/skurðum.
3. Byrja að skera út opið á grasker-
inu og síðan nota stóra málm-
skeið/málmsleif til að hreinsa og
skafa innan úr því.
4. Nota dúkahníf eða annan mjög
beittan hníf til að skera út gras-
kerið. Ég er venjulega með einn
dúkahníf og einn langan, mjóan
hníf.
5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í
graskerið og njóta róandi áhrifa
þess.
Ítarlegri leiðbeiningar og kennslu-
myndband frá Guðmundi og
Tinnu er að finna á frettabladid.is.
Hrekkjavakan hefur á síðustu ár um eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í
ógnvænlega búninga, haldin eru
partí um land allt og sjá má útskorin
grasker við útidyr margra lands-
manna þegar líða tekur á október.
Hrekkjavakan er haldin hátíðleg
víða um heim þann 31. október og
má búast við ýmsum kynjaverum á
ferli hér á landi þann dag.
Guðmundur Thor Kárason og
fjölskylda hans leggja mikið upp úr
graskersútskurði og öðrum þáttum
tengdum hrekkjavökunni á þessum
tíma árs.
„Við fjölskyldan höfum alltaf
verið dugleg að skera út grasker
fyrir hrekkjavökuna og setja þau
síðan út með logandi kertum,“ segir
Guðmundur.
„Krakkarnir hafa síðan klætt sig
í búninga og farið um hverfið að
Njóta hrekkjavökunnar saman
Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans njóta þess að skera út grasker og klæða sig upp í búninga á hrekkjavöku. Í upphafi
voru þau ekki spennt fyrir hátíðinni en með tímanum hafa þau séð skemmtilegar hliðar hennar og halda hana hátíðlega á hverju ári.
Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. MYND/GUÐMUNDUR THOR
auga á graskerið. Þá fundum við
myndband af auga sem fyllti út í
skjáinn á símanum og þannig fékk
graskerið lifandi auga sem hreyfð-
ist. Síminn lyktaði reyndar af gras-
keri talsverðan tíma eftir þetta,“
segir Guðmundur glaður í bragði.
Fleiri myndir ásamt myndbandi má
sjá á frettabladid.is.
Réttu handtökin Að skera út grasker
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
betla sælgæti. Þar sem öskudagur-
inn er heilagur í okkar fjölskyldu og
fyrir hann eru útbúnir mjög viða-
miklir búningar þá hafa hrekkja-
vökubúningarnir meira byggst á
andlitsmálningu og öðru slíku,“
bætir hann við.
Margir landsmenn hafa haft orð
á því síðastliðin ár að hrekkjavakan
sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem
tekin hefur verið upp frá Ameríku.
Guðmundur segir að í upphafi hafi
fjölskyldan ekki verið spennt fyrir
hrekkjavökunni en segir að með
tímanum hafi skoðun þeirra breyst.
„Hrekkjavakan naut ákveðinna
fordóma hjá okkur í upphafi þar
sem þetta er innf luttur amer-
ískur siður. Það reyndist bara svo
skemmtilegt að setjast öll saman
og skera út graskerin að við höfum
alveg tekið siðbót og njótum þess
nú í botn að halda Hrekkjavökuna
hátíðlega,“ segir hann.
Þau hafa skorið grasker af mikl-
um metnaði í áraraðir líkt og sjá má
á myndunum og eitt árið fóru þau
afar óhefðbundna leið í útskurð-
inum.
„Eftirminnilegasta graskerið var
þegar við notuðum GSM-síma sem
Guðmundur
Þór Kárason
og dóttir hans,
Tinna Guð-
mundsdóttir,
hafa gaman af
því að skera
út grasker
á Hrekkja-
vökunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
B
-6
4
5
4
2
4
0
B
-6
3
1
8
2
4
0
B
-6
1
D
C
2
4
0
B
-6
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K