Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 32

Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 32
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Atli Þór Albertsson, markaðs-stjóri Þjóðleikhússins, segir að þetta verði skemmtilegur vetur í leikhúsinu. Þjóðleikhúsið heldur upp á sjötíu ára afmæli á þessum vetri og sýningarnar verða fjölbreyttar og við allra hæfi. Leik- rit eftir íslenska höfunda eru þar á meðal, auk þess sem Þjóðleik- húsið er með marga af vinsælustu leikurum landsins í leiksýningum vetrarins. Vinsæl jólagjöf „Gjafakortin okkar eru mjög vinsæl sem jólagjöf. Einnig hafa þau verið vinsæl hjá vinnuveit- endum sem jólagjöf til starfs- manna. Gjafakortin renna aldrei út og halda alltaf raunvirði sínu. Fólk hefur komið til okkar með til dæmis átta ára gamalt gjafakort og við finnum þá út á hvað það var keypt,“ útskýrir Atli. „Áður fyrr stóð á kortunum að þau rynnu út eftir eitt ár. Því hefur verið breytt þannig að núna stendur að gjafakortið gildi fyrir sýningu að eigin vali í eitt ár en eftir það heldur það verðgildi sínu miðað við upphaflegt verð. Ef miðaverð hækkar er alltaf hægt að greiða mismun þannig að kortið er í fullu gildi á því verði sem það var keypt upphaflega,“ greinir hann frá og bendir á að miðaverð hækki ekkert endilega ár frá ári. „Gjafakort eru frábær kostur þegar starfsmenn fyrirtækja eru á mismunandi aldri því leikhúsið er fjölbreytt,“ segir hann. „Hægt er að hafa samband við okkur og fá tilboð þegar um fjölda gjafabréfa er að ræða.“ „Á hverju starfsári, sem stendur yfir frá því í ágúst til júní ári seinna, frumsýnum við fjöldann allan af sýningum. Þjóðleikhúsið leggur metnað í að vera með leik- sýningar við allra hæfi. Það eru framsæknar sýningar, klassík, ný íslensk sem erlend verk auk barna- og fjölskylduleikrita. Við teljum því að það sé ósköp auðvelt fyrir fólk að finna eitthvað spennandi og við sitt hæfi.“ Kardemommubærinn sýndur á afmælisári Uppáhaldsleikrit allra Íslendinga, Kardemommubærinn, verður frumsýnt í apríl á næsta ári en Atli segir að sú leiksýning fylgi hverri kynslóð. „Allir eiga sínar minn- ingar frá Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu,“ segir hann. Þetta fræga verk norska listamannsins Thorbjörns Egner var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Þá fór Róbert Arnfinnsson með hlut- verk Bastíans bæjarfógeta, Emilía Jónsdóttir var Soffía frænka en ræningjana þrjá léku þeir Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Í nýju sýningunni verður Örn Árnason Bastían, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur Soffíu frænku en ræningj- ana leika Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson og Oddur Júlíusson. Sérstök gjafakort verða í boði fyrir Kardemommubæinn þannig að börnin geta glaðst um jólin og farið að hlakka til. Margt spennandi í boði Önnur stórsýning sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins er Shake- speare verður ástfanginn. Hér er á ferðinni eldfjörugur, róman- tískur gamanleikur sem byggður er á Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love. Þessu verki hefur verið einstaklega vel tekið af áhorfendum. Helstu leikarar eru Aron Már Ólafsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Örn Árnason, Edda Björgvinsdóttir, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson. Atli segir að Einræðisherrann fari aftur á svið í vetur þar sem Siggi Sigurjóns fer á kostum sem Chaplin. „Þá get ég nefnt frábæra sýningu sem nefnist Útsending en þar fer Ingvar E. Sigurðsson með aðalhlutverkið. Hún fjallar um fréttamanninn Howard Beale sem er sagt upp störfum hjá banda- rískri sjónvarpsstöð eftir 25 ára starf. Hann tilkynnir áhorfendum að eftir viku muni hann svipta sig lífi í beinni útsendingu en við það rýkur þáttur hans upp í áhorfi. Þessi sýning var sett upp í Þjóð- leikhúsinu í Lundúnum og fékk frábærar viðtökur. Við göngum alla leið með þessa sýningu sem er sett upp eins og sjónvarpsútsend- ing. Reynsluboltinn Egill Eðvars- son stýrir sviðsmyndinni sem lítur út eins og venjulegt stúdíó. Þarna verða risaskjáir og kvikmynda- tökuvélar. Þetta er sýning sem á eftir að vekja athygli,“ segir Atli. Gagnvirk sýning Hann nefnir f leiri sýningar eins og Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Þitt eigið leikrit – tímaferðalag, fjölskyldusýningu eftir Ævar Þór vísindamann, þar sem áhorfendur kjósa reglulega á milli valkosta og stýra þannig framvindu sýningar- innar þannig að hún er gagnvirk. Í hverju sæti er fjarstýring þar sem áhorfendur geta sagt álit sitt og lært um leið á lýðræðið. Ástarsorg í Kópavogi „Síðan má nefna Kópavogskró- niku sem fjallar um unga, einstæða móður sem í kjölfar ástarsorgar dvelst langdvölum í Kópavogi. Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksdóttir hafa skapað söguna upp úr bók Kamillu Einarsdóttur,“ upplýsir Atli og er fjarri því allt upptalið sem í boði verður á þessu leikári. „Ætli þetta séu ekki hátt í tuttugu sýningar sem hægt er að velja um þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ljóst er að margt skemmtilegt og spennandi verður að gerast í Þjóðleikhúsinu í vetur. Fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar betur er hægt að fara inn á www.leik- husid.is en þar má finna ítarefni og kaupa miða og gjafakort. Vongóðir upprennandi leikarar þreyta prufur fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á hinu sívinsæla leikriti byggðu á sögu Thorbjörns Egners um Kardemommubæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -3 7 E 4 2 4 0 B -3 6 A 8 2 4 0 B -3 5 6 C 2 4 0 B -3 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.