Fréttablaðið - 18.10.2019, Qupperneq 38
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Rauði krossinn er alheimshreyfing og fylgist náið með þróun og ástandi mála um allan heim. Þá er sama hvort um er að ræða vopnuð átök, uppskerubrest, náttúruhamfarir eða breytingar á
búsetuskilyrðum hvers konar. Allt það sem getur sett líf almennings í
hættu eða valdið búsifjum kemur með einum eða öðrum hætti inn á borð
hreyfingarinnar. Þar er lagt á ráðin, brugðist við og leiðbeint. Alls staðar
þar sem erfitt ástand ríkir reynir Rauði krossinn að lina þjáningar, leysa
úr neyð og aðstoða þá sem höllum fæti standa.
Eins og lesendur blaðsins eru meðvitaðir um steðja margar hættur að
mannkyninu. Styrjaldir, hungursneyðir og náttúruhamfarir hvers konar
hafa þjakað okkur frá upphafi vega. Rauðakrosshreyfingin hefur mikla
og langa reynslu í að bregðast við slíkum ógnum. Í öllum heimshornum
má sjá merkið rauða sem er tákn þess að sjálf boðaliðar hreyfingarinnar
eru tiltækir til að bregðast við ef kallið kemur. Aldrei verður fullþakkað
framlag sjálf boðaliðanna sem gefa dýrmætan tíma sinn til að létta öðru
fólki lífið. Þeirra er heiðurinn.
Nú er hins vegar uppi ný ógn, breytingar á loftslagi og veðurfari sem
enginn sér fyrir endann á. Veðurguðirnir hafa í gegnum tíðina verið
torskildir, en þessi nýja vá er ekki tilviljun, heldur tilkomin af manna-
völdum, komin til af athafnasemi mannsins nú síðustu öldina. Vissulega
eru uppi deilur um hversu sú athafnasemi sé mikill örlagavaldur, en hið
alþjóðlega vísindasamfélag er þó ekki í vafa um að mannkynið sjálft
beri ábyrgð á þessum breytingum, en eigi líka möguleika á að bregðast
við í tæka tíð. Sá tími sé þó naumur, verði of lítið eða ekkert að gert muni
heimsbyggðin standa frammi fyrir svo ógnvænlegum vandamálum
að vart verði við ráðið og þau ógni heimsfriði og lífsskilyrðum fólks á
stórum svæðum á jörðinni.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur tekið
ábendingar vísindasamfélagsins alvarlega og reynslan sýnir að þessar
breytingar færast í vöxt. Búsetuskilyrði fólks
eru þegar að breytast til hins verra á sumum
svæðum, þurrkar, úrhelli, f lóð og ofsaveður
gera lífsafkomuna erfiða og sums staðar
ómögulega. Það þýðir að fólk flosnar upp
frá heimahögum sínum og leitar nýrra
heimkynna til að bjarga lífi sínu. Það
er því mikil nauðsyn að ríkisstjórnir,
fyrirtæki og almenningur allur á jörðinni
taki höndum saman með markvissum
aðgerðum og bægi þessari nýju
hamfaraógn frá.
Sveinn Kristinsson,
formaður Rauða krossins
á Íslandi
Kæru lesendur
Enn á ný kemur Hjálpin, blað Rauða
krossins á Íslandi, út og er full af efni
er varðar verkefni félagsins, áherslur
og markmið.
Vilt þú
gerast sjálf-
boðaliði?
Skráðu þig
á raudikrossinn.is
tappann inni í lófanum þegar við
förum á salernið í vinnunni og
setjum fleira í verslunarkerruna
þegar við fórum kannski í búðina
eingöngu til að kaupa dömubindi.“
Blæðingaskömm sé merkilega
víðtækt vandamál. Ástæðurnar og
viðhorfin að baki eru oftar en ekki
keimlík, á milli ólíkra staða. „Það
er merkilegt, en við höfum fundið
fyrir því, þar sem við höfum verið
með fræðslu um blæðingaheil-
brigði fyrir fólk víða að úr heim-
inum, hversu útbreidd blæðinga-
skömm er, og svipaðar hugmyndir
um óhreinindi og skömm leynast í
ólíkum menningarheimum.“
Á sumum menningarsvæðum
ríki mikil bannhelgi gagn-
vart blæðingum. „Víða eru
blæðingar gríðarlegt tabú og
blæðingaskömmin þeim mun
ýktari. Hætturnar sem stúlkurnar
kljást við koma úr öllum áttum.
„Stúlkur á blæðingum verða oft
fyrir aðkasti skólabræðra sinna og
kennara. Við þekkjum átakanleg
dæmi þess að karlkyns kennarar,
sem krefja skólastúlkur um kynlíf,
noti blæðingaskömm sem verkfæri
til að niðurlægja stúlkur sem neita
þeim.“
Þetta hefur víðtæk og alvarleg
áhrif á líf stúlkna og getur jafnvel
aftrað þeim frá skólagöngu. „Skilj-
anlega kjósa margar stúlkur frekar
að vera heima hjá sér en í skóla þá
daga sem þær eru á blæðingum og
það er óásættanlegt! Rauði kross-
inn á Íslandi leggur mikla áherslu
á jafnrétti kynjanna og valdeflingu
stúlkna og kvenna,“ segir Sólrún.
Blæðingar í hringiðu
hamfara eða átaka
Gefa þarf stúlkum og konum á
átaka- og á hamfarasvæðum sér-
stakan gaum en líkt og önnur nátt-
úruleg fyrirbæri, er ógerningur
að stjórna því hvenær og hvar
blæðingar eiga sér stað. „Blæðingar
kvenna og stúlkna hætta ekki
í hamförum og átökum, en í
gegnum tíðina hefur oft gleymst
að huga að þörfum þar að lútandi
þegar neyðaraðstoð er veitt, sér-
staklega þar sem það er víða tabú
að ræða blæðingar og því kemur
þessi þörf ekki fram þegar neyðar-
aðstoð er skipulögð,“ útskýrir
Sólrún.
„Skortur á dömubindum og
öðrum lausnum, jafnvel nærbux-
um, er einn augljósasti vandinn
þegar fólk neyðist til að yfirgefa
heimili sín í skyndi.“
Stúlkur og konur á f lótta og
í f lóttamannabúðum upplifa
gjarnan mikið skilnings- og varn-
arleysi í óviðunandi aðstæðum.
„Skortur á aðstöðu til að skipta á
bindum/ túrtöppum og henda,
eða skortur á aðstæðum til að þrífa
fjölnota blæðingalausnir er annað
algengt vandamál í búðum þar
sem fólk hefst við í neyð. Þar er oft
skortur á næði sem getur valdið
miklu álagi og streitu, sérstaklega
þar sem blæðingaskömm er mikil.
Allt þetta ofan á þau óþægindi
sem stúlkur og konur takast á
við á blæðingum þar sem ekki er
neyðarástand.“
Afleiðingarnar geta verið ógur-
legar. „Ef ekki er hugað að blæð-
ingaheilbrigði við skipulagningu
neyðarstarfs er því hætta á að
konur og stúlkur neyðist til að nota
óhrein gömul klæði eða annað
til að taka við blæðingum sínum
með aukinni hættu á sýkingum og
óþægindum.“
„Ef konur neyðast til að að bíða
myrkurs til að fara á salernið til
að forðast að blóðblettir sjáist eru
þær í meiri áhættu með að verða
fyrir kyndbundnu og kynferðis-
legu of beldi. Auk þess sem ótti
um að sjáist í tíðablóð veldur því
að konur og stúlkur einangrast og
geta síður tekið þátt í mikilvægum
athöfnum, ganga í skóla, sækja sér
vistir og svo framvegis, allt getur
þetta valdið kvíða og álagi á konur
og stúlkur.“
Blæðingaheilbrigði
í brennidepli
Rauði krossinn hefur hrint af stað
ýmsum úrræðum sem stuðla að
því að opna umræðuna. Hefur það
verið gert meðal annars með því
að fræða karlmenn og drengi og
virkja þá til liðs í þessari þýðingar-
miklu baráttu. „Við höfum opnað
þetta mikilvæga samtal við íbúa
á verkefnasvæðum okkar; konur,
menn, drengi og stúlkur,“ segir
Guðný.
Verkefnið sé ærið. Það geti
reynst tímafrekt að sporna gegn
djúpstæðum þekkingarskorti á
málefninu á sama tíma og reynt
er að gæta umburðarlyndis í garð
þeirra sem þurfa á fræðslu að
halda. „Vanþekkingar á málefninu
gætir víða og skaðlegar hefðir geta
verið svo rótgrónar að það tekur
oft langan tíma að koma á breyt-
ingum. Við nálgumst málefnið af
virðingu og í náinni samvinnu við
íbúa.“
Þá er líka mikilvægt að fræða
þá sem koma að verkefnunum.
„Nákvæmar leiðbeiningar og
ýmislegt fræðsluefni hefur verið
þróað og þýtt á nokkur tungu-
mál, og er nú í notkun á hamfara-
svæðum og víðar. Það er mikilvægt
að starfsfólk og sjálf boðaliðar,
bæði karlar og konur, sem taka
þátt í neyðar aðstoð séu upplýst og
geti rætt þetta oft á tíðum við-
kvæma málefni svo fundnar séu
viðeigandi lausnir fyrir hvern
stað. Konur og stúlkur eiga ekki að
vera heftar af blæðingum, hvorki
á hamfarasvæðum þar sem nóg er
samt að huga að, né annars staðar.“
Sólrún María
Ólafsdóttir og
Guðný Nielsen,
verkefnastjórar
hjá Rauða
krossi Íslands,
segja baráttuna
gegn blæðinga-
skömm afar
mikilvæga.
Við þekkjum
átakanleg dæmi
þess að karlkyns kenn-
arar, sem krefja skóla-
stúlkur um kynlíf, noti
blæðingaskömm sem
verkfæri til að niðurlægja
stúlkur sem neita þeim.
Framhald af forsíðu ➛
2 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
B
-A
9
7
4
2
4
0
B
-A
8
3
8
2
4
0
B
-A
6
F
C
2
4
0
B
-A
5
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K