Fréttablaðið - 18.10.2019, Page 40

Fréttablaðið - 18.10.2019, Page 40
Ísabella, eins og hún er venjulega nefnd, segir að sig hafi langað til að gera eitthvað meðfram náminu. „Ég var búin að heyra af sjálf boðaliðastarfinu hjá Rauða krossinum og mig hefur alltaf langað að vinna í verslun sem selur notuð föt þannig að þetta var kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða. Þess utan finnst mér frá­ bært að endurnýta fatnað,“ segir hún. Ísabella hefur aldrei áður starfað í verslun af þessu tagi og segir að þetta sé ný og ánægjuleg reynsla. „Ég starfa um helgar í Rauða­ krossbúðinni að Laugavegi 12 og þangað kemur alls kyns fólk, yngra og eldra, jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn. Það er mjög gaman að kynnast þessari fjölbreyttu mannflóru sem kemur í búðina. Í rauninni hefur komið mér á óvart hversu mikið er að gera og fólk er að gera frábær kaup. Í Rauðakrossbúðunum eru mjög flottir hlutir í boði á einstaklega góðu verði,“ segir Ísabella og bætir við að fólk ætti að gefa sér góðan tíma í búðinni til að skoða vöru­ úrvalið almennilega því margt fallegt og vandað leynist þar. „Sumir eru mjög sniðugir að finna gersemar,“ segir hún. Sjálf segist Ísabella kaupa mikið í Rauðakrossbúðunum. „Þetta eru þær verslanir sem ég kaupi mest í. Ég hef keypt fallegar peysur og góðar Levi’s 501 buxur. Svo eru margir dásamlegir fylgihlutir eins og töskur og silkiklútar sem ég hef fallið fyrir auk yfirhafna sem eru margar mjög flottar. Ég sjálf (@gudrunisabella) fylgist oft með Rauða krossbúðunum á Insta­ gram­síðunni þeirra @raudakross­ budirnar en þar birta þau oft hvað þau eru að fá í búðirnar og það er svo gaman að fylgjast með.“ Ísabella segist stundum vera hissa á því hvað fólk er að gefa frá sér en bætir við að það geti verið margvíslegar ástæður að baki. „Kannski er f líkin orðin of lítil eða of stór, jafnvel hefur eigandinn bara orðið leiður á henni og langað að gefa henni nýtt heimili. Þá kemur það öðrum til góða. Margt af þessu eru gersemar fyrir þann sem kaupir og styður um leið gott málefni.“ Ísabella segir að Rauði krossinn flokki fatnaðinn eftir verslunum. Til dæmis fari merkjavörur mest í verslunina á Skólavörðustíg, vand­ aðar ullarpeysur komi á Laugaveg­ inn ásamt alls kyns öðrum fatnaði og á Hlemmi er mesta úrvalið af barnafötum. „Það er ótrúlega skemmtilegt að vinna sem sjálf­ boðaliði og ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er gefandi og ánægjuleg sjálf boðaliðavinna og ég er búin að kynnast fullt af fólki. Síðan má ekki gleyma hversu gaman það er að skoða þessi gömlu föt. Sjálf er ég ekki búin að versla hraða tísku í meira en ár. Við þurfum ekki alltaf að kaupa nýtt. Kaupum frekar notað, verum góð við jörðina og látum gott af okkur leiða.“ Margar gersemar leynast í Rauðakrossbúðunum Guðrún Ísabella Kjartansdóttir, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands, gerðist sjálfboðaliði Rauða krossins í sumar. Hún starfar í Rauðakrossbúð á Laugaveginum. Jóhanna Guðmundsdóttir, verk efna stjóri fjáröflunar hjá Rauða krossinum, segir Mannvini mjög mikilvæga til að hægt sé að halda úti því öfluga starfi sem Rauði krossinn vinnur bæði hér heima og erlendis. „Rauði krossinn hefur alltaf verið með styrktaraðila en Mannvinir, í því formi sem þeir eru í dag, byrjuðu árið 2010. Mannvinir eru sérstakir að því leyti að helmingur styrksins fer til verkefna erlendis og helm­ ingurinn nýtist innanlands en oft eru félög bara að styrkja verkefni annaðhvort hér heima eða úti,“ segir Jóhanna. Verkefnin sem Mannvinir styrkja innanlands eru meðal annars Hjálparsími Rauða kross­ ins 1717, sem er opinn alla daga allan ársins hring, og neyðarvarn­ ir. „Neyðarvarnir eru til dæmis ef upp kemur náttúruvá eða annað slíkt. Við erum með sérþjálfaða sjálf boðaliða til að bregðast við í slíkum aðstæðum en þá þarf oft að opna fjöldahjálparstöðvar og veita stuðning á staðnum. Útköll í sálrænum stuðningi hafa líka aukist, en það er til dæmis ef það verða slys og fólk er líkamlega í lagi en þarf andlegan stuðning,“ segir Jóhanna. „Verkefnin sem Rauði krossinn styður erlendis eru í anda þess sem Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á. Við leggjum áherslu á jafnrétti kynjanna og sérstaklega á átaka­ og hamfarasvæðum. Það þarf til dæmis að huga að því að komið sé til móts við hreinlætis­ þarfir kvenna út af blæðingum og annað,“ segir Jóhanna. „Í augna­ blikinu er áherslan á konur og börn í Sómalíu og Malaví. Við styðjum konur og börn í neyð, styðjum við flóttafólk í Úganda og svo sendifulltrúa í hjálparstarfi erlendis. Jóhanna segir að í Malaví sé stuðningurinn fyrst og fremst við ungbarnaeftirlit og mæðravernd. „Við höfum líka stutt stúlkur með því að byggja vatnsbrunna. Það eru oftast stúlkur sem sækja vatnið og með því að byggja fleiri brunna og koma upp salernisað­ stöðu aukum við líkurnar á því að þær fari í skóla.“ Rauðinn krossinn á Íslandi hefur lengi stutt við flóttafólk í Úganda, meðal annars með því að aðstoða Rauða krossinn í Úganda við að byggja upp möguleikann á því að veita sálrænan stuðning. „Mannvinir eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Þetta er styrkur sem skiptir gífurlega miklu máli til að geta haldið úti hjálparstarfi. Þetta er óeyrnamerktur stuðningur svo við getum sett peninginn þangað sem þörfin er mest. Segjum sem svo að það fari að gjósa þá er hægt að nýta fjármagnið sem fer í verkefni innanlands og leggja meiri pening í neyðarvarnir. Eins ef það yrði aðkallandi neyð erlendis, þá höfum við svigrúm til að nýta þann helming sem nýttur er erlendis til að aðstoða þar sem neyðin er stærst. Í dag er til dæmis mjög slæmt ástand í Sýrlandi og við getum nýtt framlög Mannvina til að bæta aðstæður kvenna og barna þar,“ segir Jóhanna. Hægt er að gerast Mannvinur með því að skrá sig á mannvinir. is eða hringja í síma 570 4000. „Fólki er í sjálfsvald sett hvað það vill greiða, en flestir eru að greiða svona um 2.500 á mánuði,“ segir Jóhanna. „Því fylgir engin skuld­ binding að vera Mannvinur þetta er bara frjálst framlag meðan fólk hefur vilja og getu til.“ Mikilvægur styrkur fyrir hjálparstarfið Mannvinir Rauða krossins styrkja starf Rauða krossins með mánaðarlegum framlögum. Um 14.000 Íslendingar hafa gerst Mannvinir og leggja sitt af mörkum til að aðstoða fólk í neyð. Ísabella segir að sér finnist ótrúlega gaman að versla í Rauða- krossbúðun- um og þar sé margt fallegt að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Rauðakrossbúðirnar eru 13 talsins um allt land þar sem seld eru notuð föt og skór á afar góðu verði. Með því að versla í Rauðakrossbúðunum eru tvær flugur slegnar í einu höggi; gott málefni styrkt og hugað að umhverfinu þar sem föt ganga í endurnýjun lífdaga. Sjálfboða- liðar standa vaktina í búðunum. Þú getur gerst sjálfboðaliði á raudikrossinn.is Jóhanna segir að Mannvinir séu mikilvægir fyrir Rauða krossinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mannvinir eru mjög mikilvægir fyrir okkur. Þetta er styrkur sem skiptir miklu máli til að geta haldið úti hjálparstarfi. 4 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -A 4 8 4 2 4 0 B -A 3 4 8 2 4 0 B -A 2 0 C 2 4 0 B -A 0 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.