Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 66

Fréttablaðið - 18.10.2019, Side 66
Moses, Kassim and Daud sjálfboðaliðar í viðbragðsteymi Rauða krossins. Chimwemwe Dibwa, 44 ára sjálfboðaliði í Chikwawa-héraði í Malaví. Það var árið 1999 sem Rauða­krosshreyfingin sá ástæðu til að leggja mat á mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinga á mannúðarstarf. Þá þegar var orðin augljós nauðsyn þess að bregðast hratt og örugglega við þeim nýja veruleika sem við okkur blasir í dag og er nú, nærri tveimur ára­ tugum síðar, orðinn áberandi í fyrirsögnum frétta sem aldrei fyrr,“ segir Maarten van Aalst. Hjá Loftslagsmiðstöðinni starfa tæknilegir ráðgjafar sem frá árinu 2007 hafa aðstoðað Rauða kross­ inn við að uppfylla grundvallar­ skuldbindingar í loftslagsmálum. „Það eru skuldbindingar sem samþykktar voru á alþjóðaráð­ stefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans um samþættingu þess sem nú er kallað loftslags­ áhættustjórnun í stefnu og fram­ kvæmd. Þar erum við í sambandi við vísindasamfélagið til að tryggja aðgang að bestu upp­ lýsingum sem völ er á og hvetjum til rannsókna þar sem þekkingu skortir,“ útskýrir Maarten. Stórar áskoranir fram undan Maarten segir erfitt að tilgreina hverjar séu helstu áskoranir Rauða krossins þegar kemur að hamfara­ hlýnun. „Sannleikurinn er sá að við stöndum frammi fyrir mörgum gríðarstórum loftslagstengdum viðfangsefnum. Hversu margþætt þau eru má sjá þegar horft er á afleiðingar fellibylsins Dorians á Bahama­eyjum, monsúnrigningar í Bangladess, fellibylinn Idai í sunnanverðri Afríku og nú síðast ofurfellibylinn Hagibis í Japan. Reyndar er auðveldara að greina hver næsta stóra áskorun getur orðið, sem eru tengsl átaka og lofts­ lagsbreytinga (e. conflict­climate nexus). Eins og nafnið bendir til er það oft nánast óleysanleg blanda langvarandi átaka, mikillar fátækt­ ar og erfiðra umhverfisþátta,“ segir Maarten og nefnir Sómalíu og Jemen sem dæmi um svæði þar sem þessi f lókni veruleiki er til staðar. Hann segir Loftlagsmið­ stöðina reikna með enn meiri hlýnun í Evrópu á næstu árum. „Það verður heitara, og ef ég á að vera alveg berorður þá verður hættulega heitt. Við munum sjá óvenjulegar hitabylgjur í Evrópu, líkt og þær sem við sáum á þessu ári og sem veita okkur sterkar vís­ bendingar um sýnilegar loftslags­ breytingar.“ Viljum bregðast hratt við Starf Loftslagsmiðstöðvarinnar hefur áhrif á mannúðaraðstoð og þróunarvinnu. „Okkar vinna felst í ráðgjöf sem gerir Rauða krossinum kleift að vera viðbúinn því að veita takmarkað fjármagn sitt, aðföng og mannafla til svæða þar sem auknar líkur eru á að hamfarir muni skella á, hvort sem um er að ræða hitabylgjur í Evrópu, óveður í Karíbahafi eða slagveður eins og þau sem undanfarið hafa skollið á Japan, Bangladess og Indland,“ upplýsir Maarten. Hann útskýrir hvað felst í neyðaraðgerðum sem byggðar eru á spám og býst við að sú aðferða­ fræði verði nýtt í enn meiri mæli hjá Rauða krossinum í fram­ tíðinni. „Hugtakið neyðaraðgerðir byggðar á spám (e. forecast­based action) hefur lengi verið í þróun hjá Loftslagsmiðstöðinni. Í því felst að nýta loftslagsvísindin til að vera enn betur viðbúin. Oft eru fyrir hendi veðurspár og loftslags­ tengdar spár um auknar líkur á óveðri, hitabylgjum, þurrkum og þar fram eftir götunum, en ekkert hjálparstarfsfólk er til­ tækt til að bregðast við áður en hamfarir skella á. Við viljum því nýta spárnar til að bregðast hratt við með skjótum viðvörunum og skjótum aðgerðum.“ Drögum sem mest úr áhættu Framtíðarsýn Loftslagsmiðstöðv­ arinnar í samstarfi við landsfélög Rauða krossins segir Maarten vera að halda áfram verkefnum og veita bestu tæknilegu ráðgjöf sem völ er á. „Við ætlum að bjóða fram nýsköpun og veita innblástur þeim milljónum sjálf boðaliða sem starfa í fremstu víglínu. Elhadj As Sy, framkvæmdastjóri Alþjóða­ sambands Rauða krossins, tók svo til orða: „Yfir 90 prósent náttúru­ hamfara eru talin tengjast loftslagi og þegar áhættuþættir eru skoð­ aðir sést að loftslagsbreytingar eru þar lykilatriði. Okkar hlutverk er að draga úr áhættu og það að koma til móts við þarfir þeirra sem eru hvað berskjaldaðastir verður enn mikilvægara á næstu árum. Þörf fyrir mannúðarstarf Rauða krossins mun því líklega aðeins aukast“.“ Mannúðarstarf Rauða krossins mun áfram aukast Maarten van Aalst er yfirmaður Loftslagsmiðstöðvar Rauða krossins sem hefur aðsetur í Hollandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur í áraraðir sinnt langtíma­þróunarsamstarfi ásamt systurfélagi sínu í Malaví. Einn helsti áhersluþáttur samstarfsins er uppbygging sterkra neyðar­ varna á helstu áhættusvæðum. Náin samvinna Rauða krossins við veðurfræðistofnanir og stjórn­ völd í Malaví er mikilvæg undir­ staða neyðarvarna og gefur Rauða krossinum tækifæri til að virkja viðbragðsteymi sín í tæka tíð. Bætt samskiptatækni og sífellt nákvæmari loftslags­ og veðurspár gera Rauða krossinum kleift að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til viðbótar við þær neyðaraðgerðir sem þarf að framkvæma í kjöl­ far hamfara. Það segir sig sjálft að mun betra er að veita fjármagn og hjálpargögn til hamfarasvæða fyrir fram og vera tilbúin að veita fólki stuðning þegar hamfarirnar skella á, heldur en að koma því á svæðin eftir að neyðin kemur upp. Fellibylurinn Idai gerði boð á undan sér með miklu rigningar­ veðri og sterkum vindhviðum þann 5. mars, tíu dögum áður en hann reið yfir Malaví. Þá var strax ákveðið að veita fjármagn úr neyðarsjóðum til viðbragðs­ teyma Rauða krossins á lík­ legum flóðasvæðum. Vel þjálfaðir sjálfboðaliðar fengu boð um að fara í viðbragðsstöðu og vopnuð mælistikum, farsímum, trommum og flautum fylgdust þau grannt með aðstæðum. Þegar vatnshæð áa náði upp að hættumörkum gáfu þau viðvörunarmerki og sáu til þess að þorpsbúar náðu að taka sínar mikilvægustu eigur og flýja á rýmingarsvæði. Rauði krossinn var búinn að koma upp neyðarskýlum, matvælum, salernum og hreinlæt­ isaðstöðu á rýmingarsvæðum áður en fólkið rýmdi þorpin. Þá voru leitar­ og björgunarsveitir félagsins virkjaðar til að hjálpa fólki, sem eftir varð, að komast í öryggi. Chikwawa­hérað í sunnanverðu Malaví er eitt fátækasta hérað landsins og eitt þeirra héraða sem hvað verst fór út úr flóðunum. Chimwemwe Dibwa, 44 ára Samstarf við Rauða krossinn í Malaví um neyðaraðgerðir byggðar á spám Climate Centre, Loftslagsmið- stöð Rauða kross hreyfingarinnar, var stofnuð árið 2002. Maarten van Aalst er yfir- maður Climate Centre sem hefur aðsetur í Hollandi. sjálfboðaliði í Chikwawa, hlaut þjálfun í neyðarvörnum í fyrra og gekk í í kjölfarið til liðs við viðbragðsteymi Rauða krossins í þorpinu sínu. Þegar rigningar­ veðrið hóf að magnast í upphafi marsmánaðar fékk hún skilaboð um að fylgjast með vatnshæð Shire­árinnar, sem hún býr við. „Við setjum mælistiku í vatnið og notum litakóða – grænt, gult og rautt. Ef vatnið nær gula litnum vitum við að þá er kominn tími til að vara fólk við,‘‘ segir Chim­ wemwe. Eins og á Íslandi, felst styrkleiki Rauða krossins í Malaví í starfi deilda á vettvangi, þar sem fólk úr sjálfum þorpunum á verkefna­ svæðunum er sjálfboðaliðar sem koma beint að framkvæmd verk­ efna í sínu nærumhverfi. 6 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 1 0 4 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 B -A 9 7 4 2 4 0 B -A 8 3 8 2 4 0 B -A 6 F C 2 4 0 B -A 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.