Fréttablaðið - 18.10.2019, Síða 100
Lífið í
vikunni
13.09.19-
19.09.19
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
VERÖLD HVÍLDAR
BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI
BETRA BAK HEFUR LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í
Aukahlutur á
mynd: Höfuðgafl.
213.540 kr. AFM Æ LIS TILBOÐ
Fullt verð: 284.720 kr.
V E R Ð DÆ M I
2 5% A F S L ÁT T U R
Serta Royality heilsurúm,
160 x 200 cm dýna,
comforbotn og fætur
A F M Æ L I S A F S L ÁT T U R
25%
GILDIR TIL 19. OKTÓBER
S E R TA ROYA LIT Y
HE IL SU RÚM
LO
KA
DA
GU
R
AF
M
Æ
LI
S
TI
LB
OÐ
A
ER
Í
DA
G
LA
UG
AR
DA
G
SLÖKUN OG VELLÍÐAN
UNDRI HEILSUINNISKÓR
RAUÐIR | BLÁIR | BLEIKIR | LJÓSIR | GRÁIR
5.925 kr.
FULLT VERÐ: 7.900 kr.
A F M Æ L I S A F S L ÁT T U R
25%
GILDIR TIL 19. OKTÓBER
Gríma sem er aðeins 15 ára gömul er að leika í sínu fimmta verki í atvinnuleik-húsi auk þess að hafa farið með aðal-
hlutverk í kvikmyndinni Svanur-
inn árið 2017. Hún á ekki langt að
sækja leiklistaráhugann enda segist
hún alla ævi hafa verið með annan
fótinn innan leikhússins þar sem
foreldrar hennar, Ilmur Stefáns-
dóttir leikmyndahönnuður og
Valur Freyr Einarsson leikari, starfa
bæði. Gríma fór með hlutverk í
verkinu Óvitar í leikstjórn Gunnars
Helgasonar þegar hún var átta ára
gömul og þegar pásur voru í leik-
húsinu átti hún til að segja Gunn-
ari gamansögur af mömmu sinni.
Þær sögur urðu honum svo inn-
blástur að bókinni Mamma klikk!
sem nú lifnar við á leiksviðinu.
„Mamman í þessari sögu er svo-
lítið byggð á því hvernig ég leit á
mömmu mína þegar ég var yngri,“
útskýrir Gríma. „Mér fannst hún
svo áhugaverður karakter. Allt sem
hún gerði var svo svakalega fyndið
og skemmtilegt. Ég var alltaf að
segja fólki sögur af henni og Gunni
fór að safna þeim saman,“ útskýrir
Gríma en segist líta móður sína
öðrum augum í dag. „Ég sé núna
meira hversu yndisleg hún er og
góð mamma. Áður sá ég meira
fyndnu og skrítnu hliðar hennar.“
Fékk að vera ein í strætó
á meðan mamma keyrði
Aðspurð um sög ur nar seg ist
Gríma muna eftir að hafa sagt frá
því þegar mamma hennar keypti
sér strætó. „Hún er auðvitað lista-
kona og keypti f lygil til að setja
inn í strætóinn, tók svo meirapróf
til að geta keyrt hann á meðan
vinur hennar, Davíð Þór, spilaði
á f lygilinn sem hluti af gjörningi.
Mér fannst þetta geggjað, aðal-
lega þar sem ég fékk að vera alein í
strætó á meðan mamma mín keyrði
hann. Hún setti líka sófa upp í tré
í bústaðnum okkar,“ rifjar Gríma
upp og hlær en það atriði er einmitt
útfært í bókinni.“
En ætli mamma hennar hafi vitað
af því að dóttirin væri sífellt að
segja sögur af henni?
„Ég veit það ekki,“ svarar Gríma
hugsi og bætir svo við f lissandi:
„Hún veit það alla vega núna!“
Sá Macbeth aðeins sjö ára
Í bókinni notast Gunnar Helgason
við ýmiss konar sögur, af eiginkonu
sinni, Björk Jakobsdóttur, sögur af
mömmu Grímu og margar f leiri
og útkoman er stórskemmtilegur
karakter sem Valgerður Guðna-
dóttir túlkar í verkinu Mamma
klikk! Gríma fór í prufu án þess að
vita af tengingu sinni við söguna
og var svo boðið hlutverkið. Áður
hafði Gríma farið með hlutverk í
verkunum Fjalla Eyvindi og Höllu,
Bláa hnettinum, Óvitum og Línu
Langsokk.
„Ég hef alltaf haft áhuga á leik-
húsi og farið með mömmu og pabba
á sýningar. Ég var ekki nema sjö ára
þegar ég fór að sjá Macbeth í Þjóð-
leikhúsinu og held ég hafi sofið
yfir Vesalingunum,“ segir Gríma
og hlær.
Aðspurð hvort stefnan sé þá að
verða leikkona svarar Gríma að
hún sveif list svolítið fram og til
baka með það en í raun hafi henni
þó aldrei dottið annar starfsframi í
hug. „Ég hef verið ákveðin í að vera
leikkona frá því ég var sjö ára en ég
kannski kíki aðeins í kringum mig
á aðra möguleika áður en ég tek
lokaákvörðun.“
Uppselt á allar sýningar
Mamma klikk! verður frumsýnd í
dag, laugardag, og er nú þegar upp-
selt á allar auglýstar sýningar en að
sögn aðstandenda er það einsdæmi
að staðan sé slík fyrir frumsýningu.
Forsýning fór fram á fimmtudag
að viðstöddum 150 manns frá Ein-
stökum börnum en Gunnar fékk
mikla aðstoð frá þeim þegar hann
skrifaði bókina. Áætlað er að setja
sýningar aftur af stað í byrjun
næsta árs til að mæta þessari miklu
eftirspurn. bjork@frettabladid.is
Mamma veit þetta
alla vega núna
Þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul fer Gríma nú með sitt fimmta hlut-
verk í atvinnuleikhúsi, í sýningunni Mamma klikk! FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gríma Valsdóttir
fer með annað
aðalhlutverkanna í
sýningunni Mamma
klikk! en Gríma ljær
verkinu þó ekki
aðeins leikhæfileika
sína heldur er sagan
að hluta byggð á
hennar eigin sögum
af móður sinni.
SYKURBAÐ
Í gær kom út
fyrsta plata tón-
listarkonunnar
Ástu Kristínar,
en hana er nú
hægt að nálgast
á öllum helstu
streymisveitum.
Platan ber heitir Sykurbað, en
hún var að mestu samin í vetrar-
myrkri á Flateyri. Ásta er klassískt
menntaður víóluleikari en langaði
að prófa að gera öðruvísi tónlist,
en hún hefur mikla unun af því að
semja íslenska texta.
TÓNGERIR TUNGFERÐIR
Í gær kom út
fyrsta sólóplata
tónlistarmanns-
ins Halldórs
Eldjárn. Hann
hélt útgáfu-
tónleika í Iðnó
á miðvikudaginn.
Á plötunni tvinnar hann saman
helstu áhugamál sín; tónlist, for-
ritun og tunglferðir. Plötuna Poco
Apollo er hægt að nálgast á öllum
helstu streymisveitum.
KOSTIR KISUJÓGA
Í byrjun október
var boðið upp á
kisujóga í fyrsta
sinn hérlendis.
Tíminn fór fram
í Kattholti og féll
svo vel í kramið
að leikurinn verður
endurtekinn í dag. Jóhanna Ása
Evensen, rekstrarstjóri Kattholts,
segir hugmyndina hafa komið frá
reynslumiklum starfskrafti, Önnu
Katrínu, sem hefur starfað fyrir
kattaathvörf í Amsterdam. Þar
kynntist hún kisubíói og kisujóga.
MIÐAR FYRIR
BRAUÐTERTUR
Í dag fara fram tónleikar hljóm-
sveitarinnar Góss í Vinabæ.
Hljómsveitin ákvað að hafa
heimilislegra yfirbragð á tón-
leikunum en gengur og gerist því
boðið verður upp á brauðtertur.
Meðlimum Brauðtertuhóps Erlu
og Erlu eru boðnir miðar á tón-
leikana í skiptum fyrir tertur.
1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R56 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
B
-5
5
8
4
2
4
0
B
-5
4
4
8
2
4
0
B
-5
3
0
C
2
4
0
B
-5
1
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K