Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 77

Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 77
BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2011 „Vandi fylgir vegsemd hverri“ Gyrðir Elíasson og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 Gyrðir Elíasson. Ljósmynd © Einar Falur Ingólfsson. Einar Kárason / Morgunblaðið Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn Árni Matthíasson / Morgunblaðið Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn Berlingske Tidende Fyens Stiftstidende Politiken Gyrðir Elíasson tók við Bókmenntaverðlaun­ um Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2. nóvember síðastliðinn en í apríl í vor var til kynnt að hann hlyti verðlaunin fyrir sagna safnið Milli trjánna. Bókin kom út hjá Uppheimum haustið 2009 og fékk strax af­ bragðs viðtökur. Verðlaunin þóttu koma á óvart en Gyrðir hefur sagt að hann hafi hálft í hvoru vonast til þess að síminn hringdi ekki hjá sér þennan morgun þegar tíðindin voru gerð opinber í Osló því hann vonaðist til að fá að eyða deginum við skriftir. Honum varð ekki að ósk sinni – og eins og hann bauð í grun tóku við einstaklega annasamir mán­ uðir: „Það er alveg ljóst að gömlu málshættirnir standa fyrir sínu. Vandi fylgir vegsemd hverri. En það jákvæða er að bókin hefur komið út á hinum Norðurlöndunum, og búið að semja um útgáfu víðar. Nú vona ég að hlutirnir séu aðeins að róast, svo ég geti snúið mér ótrufl­ aður að skriftum.“ Í sumar og haust hefur Gyrðir sótt bók­ mennta hátíðir í Danmörku, Svíþjóð og Þýska landi í tengslum við útgáfu verka hans í þess um löndum. Milli trjánna hefur þegar verið gefin út á norsku, sænsku og dönsku og bók in er væntanleg á þýsku, frönsku og kín versku, svo eitthvað sé nefnt. Var eftir því tekið hversu hrifnir danskir gagnrýnendur eru af verkinu, og hafa fáar bækur hlotið jafn einróma lof í dönsku pressunni það sem af er þessu ári. Gyrðir segir þessar viðtökur hafa komið sér á óvart enda óvanalegt að smá­ sagna söfn rati inn á metsölulista: „Mér datt engan veginn í hug að íslenskar smá sögur myndu vekja neinn sérstakan áhuga, sama hvað öllum verðlaunum liði. Mér vitanlega hefur hinsvegar ekki komið eitt orð um bókina í Noregi og Svíþjóð, svo það kemur manni alveg niður á jörðina aftur...“ Þýðingastarfið mikilvægt Í þakkarávarpinu sem Gyrðir flutti við mót­ töku bókmenntaverðlaunanna nefndi hann sérstaklega þá norrænu höfunda sem hann las í þýðingum og höfðu áhrif á hann í upp­ vextinum: „Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var ung­ lingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun.“ Hann segir ennfremur að kynnin af verkum Knut Hamsun hafi trúlega haft úrslitaáhrif á þá stefnu sem hann tók. Meðfram eigin skrifum hefur Gyrðir sent frá sér tæplega tvo tugi þýddra verka og á þessu ári sendi hann frá sér tvær bækur með þýðingum, ljóða­ þýðingasafnið Tunglið braust inn í húsið og Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel sem gagnrýnendur hafa ausið lofi. Gyrðir segir þýðingarstarfið mjög mikilvægt fyrir sig sem höfund: „Ég hef aldrei litið á það sem glataðan tíma gagn vart frumsömdum verkum að fást við þýð ingar. Ég hef víst sagt það oft áður, en maður lærir alltaf eitthvað af glímunni við að koma bókum annarra á sitt eigið tungumál, bæði hvað varðar meðferð sjálfs málsins og svo er líka lærdómsríkt að sökkva sér í hugar­ heim annars höfundar.“ Teikn á lofti Í viðtali við danska blaðið Politiken á dög­ unum var haft eftir Gyrði að efnahagshrunið árið 2008 hafi verið það besta sem gat gerst á Íslandi því að þá hafi landsmenn farið að huga að raunverulegum verðmætum á ný. Þetta gæti virst nokkuð ögrandi staðhæfing en Gyrðir segir að þegar frá líður muni fólk átta sig á hversu nauðsynlegt var að stöðva þá hringavitleysu sem samfélagið var komið í. „Fyrir mína parta var ástandið hér árið 2007 orðið fullkomlega óþolandi, og var raunar búið að vera það lengi þá. Maður opnaði ekki svo blað að þar væri ekki lofsöngur um einhvern auðmanninn, og stór hluti þjóð ar­ innar var í neyslukapphlaupi sem ekki sá fyrir endann á. En því miður get ég ekki varist þeirri tilfinningu núna, aðeins þremur árum eftir hrunið, að ýmis teikn séu á lofti um að svipað andrúmsloft sé að byggjast upp á ný, svo fáránlegt sem það nú er.“ KK BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.