Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 79

Skessuhorn - 23.11.2011, Blaðsíða 79
Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari í London með spennandi skáldsögu Ari Trausti Guðmundsson færir okkur nýja Sálumessu Það tekur alla ævina að byggja upp mannorð Bjarni Bjarnason hefur sent frá sér athyglisverða skáldsögu Sigrún Davíðsdóttir er landskunn fyrir pistla sína sem hún flytur hlustendum Speg ­ ils ins í Ríkisútvarpinu. Sýn hennar á íslenskt efna hagslíf er skörp, efnistökin vönd uð og beinskeytt. Ný skáldsaga hennar, Sam hengi hlutanna, hefst á því að sagt er frá blaða­ konunni Huldu sem býr í London. Hún er komin vel á veg með bók um bankahrunið á Íslandi þegar hún lætur lífið í umferðarslysi. Eftir lifandi unnusti hennar, listamaðurinn og lögfræðingurinn Arnar, heldur áfram með bókina ásamt blaða manninum Ragga, æskuvini Huldu. Saman skyggnast þeir á bakvið tjöldin í leikhúsi íslensku útrásar­ víking anna og þar er svo sannarlega ekki allt sem sýnist. Við spurðum Sigrúnu hver væri helsti mun­ urinn á því að fjalla um íslensk þjóðfélagsmál sem blaðamaður eða sem rithöfundur. „Það er í raun allur munur. Það gilda ein­ fald lega allt önnur lögmál í frétta mennsku og skriftum. Í skáldsögu skapar höf und ur­ inn sög unni innri veruleika sem á ekkert skylt við þjóðfélagsveruleika þó veru leiki skáld sögunnar geti líkt eftir hinum áþreifan­ lega veru leika. Skáldsaga verður með ein­ hverju móti að ganga upp og hlutirnir að standast innan sögunnar. Þó ,,hráefni“ í skál dsögu sé sótt í veruleikann þá er hægt að með höndla það með margvíslegum hætti. Í blaða mennsk unni er reynt að varpa ljósi á raun veru leikann, ekki endurskapa hann.“ Nú hefur Samhengi hlutanna verið kynnt á þá leið að hún fjalli að einhverju leyti um íslenskt viðskiptalíf og hrun bankakerfisins. Að hve miklu leyti byggirðu söguna á raun­ verulegum atburðum og lifandi fólki? „Sagan er skrifuð inn í ákveðinn tíma, des­ ember 2009 fram á vor 2010. Það eru fyrst og fremst aðstæður og andrúmssloft sem ég spáði í og vildi gjarnan ná að endurspegla. Eins og segir fremst í bókinni þá eru öll lík­ indi sögunnar við raunverulegar persónur og atburði algjör tilviljun.“ En hvað með höfundinn sjálfan? Á hann eitt hvað sameiginlegt með Arnari, aðal­ persónu bókarinnar? „Ég hef ekki velt því fyrir mér,“ segir Sig rún. „Er ekki viss um að við eigum margt sam­ eigin legt nema að okkur langaði á ákveðn­ um tímapunkti á lífsleiðinni að flytja til London og erum held ég bæði jafn heilluð af borg inni. Við fluttum þangað sama árið. Ég er ekk ert að þreytast á London og ég held að hann sé það ekki heldur.“ Í Samhengi hlutanna fær þekking og reynsla Sigrúnar Davíðdóttur notið sín til fulls í spenn andi skáldsögu sem skrifuð er beint inn í íslenskan samtíma. Höfundur horfir á hlutina utan frá – frá London – og setur þá í sam hengi sem er í senn óvænt, áleitið og sárt. Ari Trausti Guðmundsson hefur á liðnum árum verið að festa sig í sessi sem listrænn rit höfundur eftir langan og farsælan feril sem vís inda maður og höfundur fræðibóka um ís lenska náttúru og jarðvísindi. Blaða­ manni lék forvitni á að vita hver væri helsti munurinn á því að skrifa fræðirit og skáld­ skap? „Í báðum tilvikum vil ég skrifa texta sem er ljós, beinskeyttur og þannig að sem flestir nái að fylgja mér eftir. Þegar um fræðirit er að ræða er meginatriðið að textinn skýri vel út það sem skýra á og sé faglega sem rétt­ astur, þótt auðvitað megi bregða fyrir flott­ um mynd um eða spennandi atriðum. Í skáld skap er aðallega spunnið, andrúmsloft og persónu sköpun ganga fyrir. En hvorki líf speki orðskviðir né beinar lýsingar á hugar­ ástandi persóna eru mér mikilvægar.“ Nýja bókin hans Ara Trausta ber titilinn Sálu messa og er samansett úr fimm þáttum sem mynda eina heild. Fyrstu fjórir þættirnir ger ast í fortíðinni, hver og einn nálægt ein­ hverj um mikilvægum tímamótum í Íslands­ sög unni, sá síðasti í nútímanum. En hvernig lýsir höfundurinn sjálfur efni bók arinnar? „Sálumessa fjallar um mikilvæga en afar lítið þekkta atburði í lífi þjóðarinnar með persón um sem eru kunnugleg nöfn, eða kallast á við þekktar persónur, en við vit um lítið eða ekkert um þegar kemur að lífi eða raunverulegum örlögum þeirra. Um leið reyni ég að bregða ljósi á hvernig fólk, allt fram á daginn í dag, gerir sér ekki grein fyrir hve stórvægilegir at burð irnir eru með an á þeim stendur, til dæm is nýafstaðið efna­ hags hrun.“ Telurðu að þeir tímar sem við lifum núna verði í framtíðinni taldir vera einhvers konar þátta skil í sögulegu tilliti? „Um það er ég nánast sannfærður og það á við stjórnarhætti, fjármagnsbóluna og að­ ild að Evrópu sambandinu hér heima. Á al þjóða vísu á þetta við umhverfismál og efa semdir æ fleiri um hagkerfi sem snýst á und an öllu öðru um sem mestan hagvöxt, hvað sem hann kostar, og misskiptingu efna legra gæða og þekkingar.“ Ef til vill mætti lýsa Sálumessu sem athug un Ara Trausta á nokkrum jarðlögum íslenskr­ ar menningar og sögu. Eitt er víst að afrakst­ urinn er áhugaverð og skemmtileg bók þar sem lesandanum gefst færi á að horfa inn í hug ar heim fólks sem er að upplifa miklar sam félags breytingar. Persónurnar eru ekkert endi lega meðvitaðar um það, þær eru fyrst og fremst að lifa lífinu og sinna sínum daglegu verk efnum. Rétt eins og fólk gerir einnig nú á dögum, óháð því hvað kann að verða ritað um upphaf 21. aldarinnar í sögubækur fram tíð ar innar. Mannorð, ný skáldsaga eftir Bjarna Bjarna­ son rithöfund, hefst á því að lesandinn er kynntur fyrir Starkaði Leví, ærulausum út­ rás ar víkingi sem dvelst einn á fínu hóteli í Asíu. Hann er búinn að fá nóg, finnst það ekkert líf að eiga hvergi heima, skrifar blaða­ grein þar sem hann biður þjóðina afsökunar og lofar bót og betrun. Hún birtist sama daginn og hann flýgur heim. Heimkoman verður heldur snautlegri en hann hafði ætlað, hann er óvelkominn, úthrópaður sem glæpa maður og sér fram á að verða stungið í fang elsi. Þá fær hann þá örvæntingarfullu hug mynd að ef til vill megi festa kaup á nýju og óflekk uðu mannorði fyrir rétta fjárhæð. Oft heyrir maður því haldið fram að hlutverk rithöfundarins sé að fjalla um samfélagið og þann veruleika sem við búum í. Það er því nærtækt að ætla að í bókinni Mannorð sé Bjarni Bjarnason að kryfja efnahagshrunið og kreppuna í kjölfar þess. Er það svo? „Sagan fjallar um tvo menn sem eru að fást við ýmiss konar vandamál,“ segir Bjarni. „Eitt sem þeir eiga sameiginlegt er glíman við ábyrgðina þegar samfélag fer út af spor­ inu.“ Þetta gera þessir tveir menn með ólíkum hætti og sagan vekur upp ýmsar siðferðilegar spurningar. En er mannorð eitthvað sem hægt er að versla með, kaupa eða selja? „Eflaust segir sagan hið augljósa, mannorð kostar mannslíf. Það tekur alla ævina að byggja það upp. Og ef einhver hefur gert það, getur hann þá gefið það frá sér?“ Skáldsagan Mannorð hefur hlotið prýðilegar viðtökur það sem af er hausti. Í ritdómi í Víð sjá Ríkisútvarpsins segir Gauti Krist­ manns son meðal annars: „Það er ekki alltaf sem það tekst að svara retórískum spurn­ ingum eilífðarinnar með jafn margræðum og listilegum hætti.“ Ari Trausti Guðmundsson. Bjarni Bjarnason. Sigrún Davíðsdóttir. Ljósmynd © Alastair Strong. BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2011 Saga Akraness sannkallað stórvirki Uppheimar | Vesturgötu 45 | 300 Akranes | 511 2450 | uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is MEÐ MERKUSTU VERKUM Á SVIÐI BYGGÐASÖGU hafsjór af fróðleik fjöldi korta mikið myndefni ítarleg örnefnaskrá glæsilegur prentgripur „Saga Akraness er mjög metnaðarfullt verk (...) Það er óhætt að skipa Sögu Akraness í flokk með al fróð­ legustu og merkustu verkum á sviði byggða sögu.“ Jón Torfason, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands „ . . . einhver ítarlegasta byggðasaga sem út hefur kom ið.“ Sigurður Bogi Sævarsson / Morgunblaðið BÓKAFRÉTTIR UP HEIMA 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.