Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er
1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu
er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Gengur bara betur næst
Gleðilegt ár kæru lesendur nær og fjær, til sjávar og sveita. Það færir mér
sanna gleði að öll höfum við komist í gegnum áramótin, allavega þau sem
þetta lesa. Áramót eru jú stund þegar ástæða er til að gleðjast. Einkum yfir
að hafa nú náð að bæta enn einu árinu í safnið og fengið tækifæri til að taka
fagnandi á móti því sem að höndum ber. Reyndar held ég að klukkutíminn
fyrir áramót hafi verið blendinn fyrir suma. Meðan aðrir glöddust óum-
ræðanlega mikið. Er ég að sjálfsögðu að tala um áramótaskaupið og afleið-
ingar þess fyrir hina sundurtættu þjóð sem aldrei mun verða á eitt sátt þeg-
ar stjórnmál eru annars vegar.
Að mínu viti eru gæði áramótaskaupa svona almennt í nokkurn veginn
réttu hlutfalli við stöðu þjóðarsálarinnar hverju sinni. Ef andrúmið er lask-
að, er ekki við því að búast að menn veltist um af hlátri þótt einhverjir leik-
arar og handritshöfundar í Reykjavík keppist við að flytja gamanmál um
gjörðir stjórnmálamanna. Enda er slíkt verkefni vandmeðfarið því ef stjórn-
mál þykja 364 daga ársins almennt vera leiðinleg, af hverju í ósköpunum
erum við þá að borga fyrir að verja síðustu mínútum ársins í okkar fínasta
pússi við að reyna að þykja þau skemmtileg? Ég fæ það alls ekki til að koma
heim og saman að allt í einu sé hægt að búa til skemmtilefni úr því sem alla
hina daga ársins hefur þótt í besta falli drepleiðinlegt. En svona getum við
verið, ár eftir ár. Svolítið eins og við séum haldin ólæknandi sjálfspíning-
arhvöt. Hvernig er til dæmis hægt að búast við því að listamenn og þátt-
argerðarfólk í Reykjavík geti verið skemmtilegt eða málefnalegt þegar öll
árin frá hruni er búið að naga burtu meira og minna alla listamannastyrkina
og opinberu sposlurnar sem þetta fólk fékk í gróðærinu? Lét einhver detta
sér til hugar að þetta fólk þakkaði stjórnmálamönnum fyrir með því að láta
þá líta út fyrir að vera skemmtilega? Nú eða gáfulega? Nei, ég held að það
væri það síðasta sem þessu ágæta fólki dytti í hug. Þvert á móti er gert eins
lítið úr sitjandi stjórnmálamönnum og hægt er í áramóta skaupum nú sem
fyrr. Stjórnmálamenn verða því áfram, svo lengi sem RUV fær að lifa í nú-
verandi mynd, smáðir og gerðir að fíflum frammi fyrir alþjóð á sjálfu gaml-
árskvöldi. Reyndar getum við aumur pöpullinn sjálfum okkur um kennt.
Við kjósum jú þessa stjórnmálamenn yfir okkur kosningar eftir kosning-
ar, þeir kjósa síðan að láta RUV lifa áfram sínu erfiða lífi og því er þetta
kannski bara mátuleg refsing þegar upp er staðið.
En aftur að hinni sönnu gleðistund; Skaupinu. Vís maður tók það saman
að það hafi samanstaðið af 43 atriðum. Af þeim taldi hann 20 óviðeigandi,
ófyndin eða rætin. Sum voru allt þetta. Það jákvæða við það var að þá voru
eftir 23 atriði sem hann taldi sýningarhæf og gætu með góðum vilja flokk-
ast sem fjölskylduvænt skemmtiefni. Auðvitað er enginn lifandi maður svo
húmorslaus að ekki hafi mátt finna nokkur fyndin atriði af þessum 23. Pers-
ónulega fannst mér t.d. hægt að brosa að atriðinu um jólamáltíðina þar sem
amman fékk smáskilaboð í símann innan úr eldhúsi um að nú mætti hún
setjast til borðs. Þetta var einhvern veginn svo raunsönn lýsing á hlutverki
þessara smágerðu tölva, sem flestir kalla síma, í nútímasamfélagi. Þá var
meinfyndið atriðið þar sem Halli Melló missti af hinni frægu morgunbæn
í Ríkisútvarpinu þar sem hann var í ræktinni eldsnemma að morgni. Þetta
voru svona dæmi þar sem þáttargerðarfólkið gleymdi í augnablik ætlunar-
verki sínu að segja misskemmtilegar staðreyndir um stjórnmálamenn.
En það kemur aftur gamlárskvöld og örugglega verður aftur áramóta-
skaup. Nú er bara spurningin hvort stjórnmálamenn verði áfram góðir við
RUV og leyfi stofnuninni að kaupa svona þrjátíu milljóna króna þátt einu
sinni enn í þeirri von að betur takist til næst. Það er allt í lagi að halda í von-
ina, jú og svo er það hvort sem er almenningur sem borgar!
Magnús Magnússon.
Meðal verka Kolfinnu Jóhannes-
dóttur sveitarstjóra í Borgarbyggð
síðustu dagana hefur verið að
kveðja og heilsa embættismönnum.
Um það leyti sem Stefán Skarp-
héðinsson sýslumaður og lögreglu-
stjóri var að láta af störfum um há-
degisbil á gamlársdag var Kolfinna
mætt á sýsluskrifstofuna í Borgar-
nesi til að þakka Stefáni störf í þágu
sveitarfélagsins og Borgfirðinga í
hartnær tuttugu ár. Stefán Skarp-
héðinsson tók við starfi sýslumanns
í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1.
mars 1994. Hann kom í Borgar-
fjörð frá Patreksfirði og þjónaði því
svæðinu í liðlega tuttugu ár. Stef-
án lét af stöfum nú um áramótin
bæði sökum aldurs og einnig sam-
hliða breytingum á sýslumanns- og
lögreglustjóraumdæmum í land-
inu sem tóku gildi um áramótin. Á
föstudag var Kolfinna sveitarstjóri
síðan mætt aftur á sömu skrifstofu
sem nú er skrifstofa Lögreglustjór-
ans á Vesturlandi. Í það starf var
ráðinn Úlfar Lúðvíksson sem kem-
ur til starfa frá Vestfjörðum þar sem
hann var sýslumaður og lögreglu-
stjóri. Úlfar er ekki alveg óþekkt-
ur Borgfirðingum né að hann
þekki ekki til svæðisins. Hann var
fulltrúi hjá sýslumanninum í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu í rúmt ár
frá 1990 fram á 1991 og jafnframt
fulltrúi setts sýslumanns í Dalasýslu
um tíma. þá
Eins og kunnugt er mun aðset-
ur lögreglustjórans á Vesturlandi
verða í Borgarnesi. Þetta komst á
hreint í desember, eftir að reglu-
gerð og lög um skipan lögreglu-
stjóra- og sýslumannsembætta í
landinu tóku gildi. Úlfar Lúðvíks-
son fyrrum sýslumaður á Patreks-
firði hefur tekið við embætti lög-
reglustjórans á Vesturlandi. Jón
Haukur Hauksson lögmaður verð-
ur fulltrúi lögreglustjórans og mun
ennfremur hafa aðstöðu á aðallög-
reglustöðinni í Borgarnesi auk þess
sem hann verður með aðstöðu á
lögreglustöðinni á Akranesi þar
sem rannsóknadeild lögreglunnar á
Vesturlandi er til húsa.
Lögreglan á Vesturlandi varð til
um áramótin þegar lögreglulið-
in á Akranesi, Borgarfirði og Döl-
um og á Snæfellsnesi sameinuðust
í eitt öflugt 35 manna lögreglulið.
Tekin var upp sameiginleg sólar-
hringsvakt á Akranesi og í Borgar-
nesi og munu fjórir lögreglumenn
að lágmarki ganga sólarhringsvakt-
ir í senn. Vaktir á Snæfellsnesi og
í Búðardal munu lítið breytast til
að byrja með. Yfirlögregluþjónar
Lögreglunnar á Vesturlandi verða
þrír. Almenna löggæslan mun heyra
undir Jón Sigurð Ólason. Ólafur
Guðmundsson verður með rann-
sóknadeildina og úrvinnslu lög-
gæslumyndavéla og Theodór Kr.
Þórðarson verður með stoðdeild,
skrifstofu og fjölmiðlamál á sinni
könnu. mm
Bæjarráð og bæjarstjórn Akranes-
kaupstaðar samþykktu á fundum
sínum skömmu fyrir hátíðarnar að
hefja viðræður við Faxaflóahafn-
ir um fyrirhugaða framkvæmd við
landfyllingar sunnan Akraneshafn-
ar. Á fundunum var starfshópi um
framtíð Breiðarsvæðis og skipu-
lags- og umhverfisráði þakkaðar
umsagnir vegna framkvæmdarinn-
ar og Regínu Ásvaldsdóttur bæjar-
stjóra falið að hefja viðræðurnar af
hálfu Akraneskaupstaðar. Eins og
komið hefur fram í Skessuhorni er
umrædd landfylling vegna mikilla
uppbyggingaráforma HB Granda á
Akranesi. Regína Ásvaldsdóttir bæj-
arstjóri sagði í samtali við Skessu-
horn að forsvarsmenn fyrirtækisins
hefðu mikinn hug á að auka starf-
semi og bæta aðstöðu á Akranesi.
Gísli Gíslason hafnarstjóri telur
mikilvægt að stækkun hafnarsvæð-
isins á Akranesi verði samstarfs-
verkefni Akraneskaupstaðar, Faxa-
flóahafna og HB Granda.
Regína bæjarstjóri segir að með-
al annars séu markmið í áformum
HB Grandamanna að reisa frysti-
geymslu á stækkuðu athafnasvæði
á Akranesi. Einnig að eiga mögu-
leika á stækkun húsnæðis fyrirtæk-
isins, einkum vinnsluhúsanna. Gísli
Gíslason hafnarstjóri Faxaflóa-
hafna telur líklegt að áformað verk-
efni og breytt skipulag muni kalla
á umhverfismat. Bæjaryfirvöld hafa
lagt á það áherslu að skoðað verði
sérstaklega áhrif breytinganna á
Langasand. Umrædd landfylling
er heldur minni en gert er ráð fyr-
ir í gildandi deiliskipulagi. Áætlað
er að hún verði 60-70 þúsund fer-
metrar og muni kosta um eða yfir
tvo milljarða króna.
Auk áhuga HB Granda á stækk-
un á athafnasvæði með landfyll-
ingum hefur fyrirtækið sótt um
leyfi til að stækka verksmiðjuhús-
næði vegna fiskþurrkunar í Lauga-
fiski. HB Grandi hefur aukið mikið
starfsemi á Akranesi síðustu miss-
erin sem og fjárfest í sjávarútvegs-
fyrirtækum, svo sem með kaupum á
hrognavinnslu Vignis G Jónssonar
og Norðanfiski. Einkum er það bol-
fisksvinnsla fyrirtækisins sem hef-
ur aukist og starfsfólki verið fjölg-
að um tugi. Bolfiskur til vinnslu á
Akranesi hefur aukist á nokkrum
árum frá því að vera 2000 tonn á ári
upp í að verða um 6.500 á nýliðnu
ári. Regína Ásvaldsdóttir segir bæj-
aryfirvöld mjög jákvæð gagnvart
áformum HB Granda. „Við höf-
um kallað eftir því að fjölga störf-
um í sjávarútvegi á Akranesi. Einn-
ig hafa ýmis smærri fyrirtæki í bæn-
um sérhæft sig í þjónustu við at-
vinnugreinina,“ segir Regína. þá
Nýr lögreglustjóri boðinn velkominn til starfa. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar-
stjóri Borgarbyggðar mætti á lögreglustöðina í Borgarnesi síðastliðinn föstudag
og færði Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra blómvönd, bauð hann velkominn á
svæðið og óskaði honum velfarnaðar í starfi. Ljósm. tkþ.
Skipan lögreglumála á
Vesturlandi er að skýrast
Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar-
stjóri í Borgarbyggð kveður Stefán
Skarphéðinsson sýslumann um hádegi
á gamlársdag. Ljósm. je.
Hættir eftir tuttugu ár sem
sýslumaður í Borgarfirði
Viðræður að hefjast við Faxaflóahafnir um
stækkun athafnasvæðis við Akraneshöfn
Þannig líta grunnhugmyndirnar út á stækkun hafnarsvæðisins.