Skessuhorn - 07.01.2015, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Minjaskráning í
Einkunnum
BORGARBYGGÐ: Umsjónar-
nefnd fólkvangsins Einkunna hélt
sinn fimmtugasta fund 22. des-
ember sl. Þar var lagt fram verð-
tilboð frá Fornleifastofnun Ís-
lands í fornleifaskráningu innan
fólkvangsins. Fornleifastofnun
vann skráningu fyrir valin svæði í
Borgarbyggð árið 2009 og í þeirri
skýrslu má finna nokkrar minjar í
nágrenni fólkvangsins en á þeim
tíma var ekki unnin sérstök skrán-
ing fyrir svæðið í heild. Verkið er
talið mun umfangsmeira en áætl-
að var í fyrstu og er nauðsynlegt
til að hægt sé að ljúka deiliskipu-
lagi fyrir fólkvanginn. Á fundin-
um samþykkti umsjónarnefndin
að taka tilboðinu og fer verkið af
stað með vorinu. –grþ
Náttúrupassinn
kynntur
BORGARNES: Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, mun fara
víða um landið næstu daga til að
kynna frumvarp um náttúrupassa
á opnum fundum. Ragnheiður
Elín mun heimsækja Borgarnes
þriðjudaginn 13. janúar og verð-
ur fundurinn á Landnámssetr-
inu kl. 16:30. Fundarstjóri verð-
ur Vilhjálmur Egilsson, rektor
Háskólans á Bifröst. Yfirskriftin
á fundunum er „Af hverju nátt-
úrupassi?“ Á þeim fundi mun
Ragnheiður Elín fara yfir helstu
atriði varðandi náttúrupassann,
kynna hugmyndafræðina og
praktísk útfærsluatriði, svo sem
verð, gildistíma og þess háttar.
Svo taka við líflegar umræður og
skoðanaskipti. Fundirnir eru öll-
um opnir og er fólk hvatt til að
mæta. –grþ
Þjónustusamn-
ingi sagt upp
DALABYGGÐ: Í nóvember
síðastliðnum tilkynnti Vinnu-
málastofnun um uppsögn þjón-
ustusamnings við Dalabyggð,
varðandi móttöku umsókna um
atvinnuleysistryggingar. Upp-
sögnin tók gildi 1. janúar síðast-
liðinn. Umsækjendur geta nú
einungis staðfest umsóknir sínar
með rafrænum hætti. Þá óskaði
stofnunin eftir að Dalabyggð
útvegaði aðgengi að fundarsal
þar sem ráðgjafar stofnunar-
innar geti hitt atvinnuleitend-
ur endrum og sinnum. Þetta
kemur fram í fundargerð sveit-
arstjórnar frá 16. desember sl.
Sveitarstjórn Dalabyggðar ótt-
ast að þjónusta við umsækjend-
ur versni við breytinguna og
geldur varhug við því að gert sé
ráð fyrir að allir hafi aðgang að
tölvu. Dalabyggð mun eftir sem
áður ljá ráðgjöfum Vinnumála-
stofnunar aðgengi að fundarsal
endrum og sinnum. –grþ
Afturelding fékk
styrk frá
Orkubúinu
REYKHÓLAR: Við úthlut-
un samfélagsstyrkja Orkubús
Vestfjarða 2014, sem tilkynnt
var um skömmu fyrir áramót-
in, fékk Ungmennafélagið Aft-
urelding í Reykhólahreppi kr.
100.000 til stuðnings við barna-
og unglingastarf félagsins. Alls
bárust 58 umsóknir og voru
veittir 19 styrkir að þessu sinni,
samtals að fjárhæð 3,5 milljónir
króna. Frá þessu er greint á vef
Reykhólahrepps. –þá
Tvær í úrvalslið
STYKK: Í hádeginu í gær voru
veitt verðlaun fyrir bestu frammi-
stöðu í Domino’s deildum karla og
kvenna á fyrri hluta keppnistíma-
bilsins. Í úrvalslið kvennadeildar-
innar voru valdar tvær úr topp-
liði Snæfells, þær Hildur Sigurð-
ardóttir og Gunnhildur Gunnars-
dóttir. Aðrar sem valdar voru í liðið
eru Sara Rún Hinriksdóttir Kefla-
vík, Ragna Margrét Brynjarsdótt-
ir Val og Lele Hardy Haukum,
sem jafnframt var valin besti leik-
maður deildarinnar. Besti þjálfar-
inn í kvennadeildinni var valinn
Ingi Þór Steinþórsson Snæfelli.
Dugnaðarforkurinn í kvennadeild-
inni var Ragnheiður Benónýsdóttir
Val. Sigmundur Már Herbertsson
var valinn besti dómarinn í báð-
um deildum. KR átti þrjá leikmenn
í úrvalsliði karla og að auki besta
þjálfarann, Finn Frey Stefánsson.
Besti leikmaðurinn var: Michael
Craion KR og dugnaðarforkurinn
Sveinbjörn Claessen ÍR. þá
Vilja flýta gerð
Guðlaugar
AKRANES: Áhugafólk á Akranesi
um sjóböð, sjósund og almenna
eflingu Langasands sem útivistar-
svæði hafa skorað á bæjaryfirvöld
á Akranesi að flýta fyrirhuguðum
framkvæmdum við heitan pott á
Jaðarsbökkum við Aggapall. Í vik-
unni fyrir jól var Regínu Ásvalds-
dóttur bæjarstjóra á Akranesi af-
hentur undirskriftalisti vegna Guð-
laugar, sem er nafnið á heita pott-
inum sem áformað er að staðsett-
ur verði við Langasand. Hátt í 200
manns höfðu skrifað undir áskorun
til bæjaryfirvalda þar sem þau voru
hvött til að sjá til þess að pottur-
inn verði kominn á sinn stað vorið
2015. Á vef Akraneskaupstaðar er
sagt frá því að vel hafi verið tekið á
móti áskoruninni og skipaður hafi
verið starfshópur um framkvæmd-
ina á Langasandi sem skilar skýrslu
til bæjarráðs um málið síðar í þess-
um mánuði. Að sögn Regínu vilja
bæjaryfirvöld vanda sig við hönn-
un og gerð laugarinnar þar sem
heit laug á þessum stað geti haft
mikið aðdráttarafl fyrir bæjarbúa
og ferðamenn. –grþ
Afli skipa HB Granda var 152.500
tonn á nýliðnu ári og aflaverðmæt-
ið var tæpir 15,2 milljarðar króna.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur
fram að þetta sé nokkur samdráttur
frá árinu á undan en þá var aflinn
rúmlega 188.200 tonn að verðmæti
rúmlega 16,8 milljarða króna. Skýr-
inganna á minni afla og lægra afla-
verðmæti er fyrst og fremst að leita
í samdrætti í kvóta á helstu upp-
sjávarfisktegundum. Loðnuvertíðin
var vart svipur hjá sjón miðað við
árið á undan og þá voru aflaheim-
ildir í norsk-íslensku síldinni skert-
ar töluvert á milli ára. Þá var frysti-
togurum fækkað um tvo; Venus HF
var seldur úr landi og Helgu Maríu
AK var breytt í ísfisktogara. Afli og
aflaverðmæti frystitogaranna dróst
því saman á meðan aukning varð
hjá ísfisktogurunum.
mm
Upp úr hádegi mánudaginn 29.
desember rofnaði allt ljósleiðara-
samband við Snæfellsnes þegar
ljósleiðarinn fór í sundur í Kaldá
í Kolbeinsstaðarhreppi. Af þess-
um sökum urðu verulegar trufl-
anir á símasambandi, útsending-
um útvarps, sjónvarps og ekki síst
var ómögulegt að ná nokkru net-
sambandi í tölvum. Netsamband
komst ekki aftur á fyrr en langt var
liðið á morgun daginn eftir. Bæjar-
ráð Grundarfjarðar ályktaði vegna
þessa rofs á þjónustunni að rof af
þessum toga valdi gríðarlegum
óþægindum fyrir einstaklinga og
ekki síður fyrirtæki, sem eru meira
og minna háð góðu netsambandi
í starfsemi sinni. „Ekki verður hjá
því komist við atvik eins og þetta
að minna á mikilvægi þess að leit-
að verði leiða til þess að lágmarka
möguleika á því að óhöpp af þess-
um toga geti átt sér stað. Í því sam-
bandi er mikilvægt að unnið verði
að því að tenging Snæfellsness
með ljósleiðara verði gerð örugg-
ari, m.a. með tengingu frá norðan-
verðu nesinu yfir í Dali og þannig
komið á hringtengingu ljósleiðara-
tengingar.“
mm
Ingunn AK við bryggju á Akranesi. Skipið aflaði mest í tonnum talið á liðnu ári,
eða tæplega 37 þúsund tonn. Þerney RE 101 kom hins vegar með mest verðmæti
að landi, eða fyrir vel yfir 2,4 milljarða króna. Ljósm. mþh.
Aflaverðmæti skipa HB Granda
var 15,2 milljarðar króna
Bæjarráð vill hringtengingu
ljósleiðara við Snæfellsnes
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð-
arsveitar var klukkan 15 í gær kallað
út vegna elds í húsnæði Jökulstáls
við Hafnargötu 16 á Akranesi. Þar
reka tveir ungir menn vélsmiðju.
Nokkurn reyk lagði út um dyr verk-
stæðishússins og fóru slökkviliðs-
menn fljótlega inn og réðu niður-
lögðum eldsins. Verið var að kanna
eldsupptök og reykræsta húsið þeg-
ar Skessuhorn var sent í prentun.
Enginn slasaðist. Ljóst er að ein-
hverjar skemmdir voru vegna sóts
og reyks innandyra. mþh
Eldur í húsnæði Jötunstáls á Akranesi