Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Nú þegar árið 2014 er á enda runn-
ið er vel við hæfi að líta aðeins um öxl.
Skessuhorn leitaði til nokkurra valin-
kunnra Vestlendinga og spurði þá hvað
þeim þótti standa upp úr á árinu sem
leið. Einnig var fólkið spurt að því hvaða
væntingar það hefði til nýja ársins. Svör-
in létu ekki á sér standa og af eftirminni-
legum atburðum má nefna nýja vináttu,
barnsfæðingar, eldgosið í Holuhrauni
og sitthvað fleira. Veðurfar ársins situr
greinilega í Vestlendingum, enda rigndi
meira og minna allt sumarið frá og með
þjóðhátíðardeginum.
Myndlistasýningar, ný
vinátta og garðyrkja
„Ég tók þátt í tveimur samsýningum í Boston
á árinu og var viðstödd opnunina á þeim. Þar
gisti ég hjá nýrri franskri vinkonu sem ég
kynntist í sumar. Hún er listakona og það var
mikið ævintýri. Ég hef aldrei áður komið til
borgarinnar og þetta var mjög fín ferð. Það
var gaman að komast inn í listalífið þar og
kynnast fólki úr listageiranum,“ segir Anna
Guðrún Torfadóttir myndlistarkona í Hval-
fjarðarsveit. „Ég missti föður minn á árinu
og það var erfitt. Hann var orðinn fullorð-
inn en var við góða heilsu og því var þetta
áfall og ég er enn að vinna úr því. Ég er að
fara í gegnum dótið hans núna og var ein-
mitt að gera jólakortin um daginn þar sem ég
notaði útskurðarverk sem hann gerði. Það er
lok á gömlum saumakassa sem sómir sér vel
sem jólakort.“ Anna varð sextug á árinu og
hélt heilmikla veislu í Fannahlíð af því tilefni.
„Þar var heilmikill glaumur og gleði. Veislan
var eins og barnaafmæli en það voru aldrei
haldin barnaafmæli fyrir mig þegar ég var lít-
il. Ég á afmæli um mitt sumar og ég var allt-
af í sveit á afmælisdaginn,“ útskýrir Anna. Þá
nefnir hún að garðvinnan hafi verið ofarlega
á baugi í sumar. „Það var mikið unnið í garð-
inum en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem
ég hef stóran garð. Ég plantaði niður ávaxta-
trjám og berjarunnum í fyrsta sinn. Þá hitti
ég Jón Guðmundsson garðyrkjugúru á Akra-
nesi á árinu, fékk góð ráð og keypti bókina
hans. Það er eitt af því sem stendur uppúr,“
rifjar hún upp. Anna segist hafa vorkennt
hjólreiðamönnum í sumar enda rigndi mik-
ið. „Eitt sinn var ég á leiðinni á Korpúlfs-
staði með nýfenginn kettling sem var í búri
í framsætinu. Rétt áður en ég kem í göngin,
sé ég hjólreiðamann. Ég vorkenndi aumingj-
ans manninum og stoppaði. Hann var ósköp
sætur að sjá svo ég bauð honum með en það
fylgdi með í kaupunum að hann yrði að sitja
undir kettlingnum, sem mjálmaði alla leið-
ina. Eftir kynningar og spjall kemur upp úr
dúrnum að hann er myndlistarmaður búsett-
ur í New York og ég var eina manneskjan sem
hafði stoppað til að bjóða honum far. Hann
var hundblautur, tjaldið og allt, eftir hremm-
ingar á tjaldstæðinu í Borgarnesi þar sem
hann vaknaði á floti um morguninn. Ég bauð
honum á Korpu og hann hjólaði þaðan í bæ-
inn eftir að hafa skoðað hjá mér vinnustof-
una. Ég fékk svo vinabeiðni og póst á Facebo-
ok frá foreldrum hans, sem voru grátklökk af
þakklæti að hafa bjargað syninum sem hafði
loks komið heill heim eftir svaðilfarir á Ís-
landi og boð til Florida í heimsókn þegar ég
vildi. Og ég er enn í sambandi við hann eftir
þessa stuttu ferð.“
Nýja árið leggst vel í Önnu. „Væntingarn-
ar sem ég hef til ársins er að koma mér í betra
form. Nú verður tekið á því að vinna í þeim
málum, það er öruggt,“ segir Anna að end-
ingu.
Barnsfæðing og flutningar
Sr. Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur á Stað-
arstað segir árið 2014 hafa verið eftirminni-
legt. „Við hjónin eignuðumst lítinn strák
í maí, Ólaf Pál. Það stendur algerlega upp-
úr ásamt flutningunum á Staðarstað. Ásamt
þeim fjölmörgu áskorunum sem því tengjast,
bæði í lífi og starfi,“ segir sr. Páll Ágúst.
Árið 2015 leggst ágætlega í sóknarprest-
inn. „Það er mikið að gerast í sveitinni, fólkið
hér er svo jákvætt og viljugt. Ef maður sýnir
fólki áhuga þá fær maður áhuga á móti. Svo
eiga tvær kirkjur hérna í prestakallinu stóraf-
mæli á árinu. Hellnakirkja og Staðarstaðar-
kirkja verða báðar 70 ára og það verður eitt-
hvað skemmtilegt í kringum það. Þar að auki
er verið að vinna í allskonar framkvæmdum í
ýmsum kirkjum.“
Flutti heim í sveitina
Kristján Guðmundsson verkefnastjóri hjá
Markaðsstofu Vesturlands var einn af þeim
Vestlendingum sem Skessuhorn hafði sam-
band við. Hann eignaðist sitt fyrsta barn á
árinu sem er að líða og þarf það ekki að koma
á óvart að það hafi verið hápunktur ársins hjá
honum. „Ég eignaðist lítinn strák á árinu,
Guðmund Móberg. Það stendur uppúr á
árinu. Einnig fluttum við fjölskyldan heim í
sveitina á þessu ári. Ég er nú kominn á mín-
ar æskuslóðir, Hvanneyri. Annars unnu strák-
arnir mínir í Arsenal loksins til verðlauna og
mér finnst það einnig standa uppúr.“
Kristján hlakkar til ársins 2015 en þá munu
ný verkefni taka við í starfi og leik. „Árið
2015 verður vonandi jafn skemmtilegt og
árið sem var að líða. Ég tek við sem forstöðu-
maður Markaðsstofu Vesturlands á nýju ári
og hlakka mikið til þess. Svo er að ala barnið
vel upp, þannig að þar er eins gott að standa
sig,“ segir Kristján.
Útgáfa plötu og rigningin
„Góðar viðtökur við plötunni minni „Kalt“
standa upp úr á árinu sem er að líða,“ seg-
ir Borgfirðingurinn Heimir Klemenzson um
árið 2014. Hann bætir því við að honum líki
veðrið sem var framan af í desembermánuði.
„Snjórinn í desember, maður er orðinn svo
góðu vanur en nú kom allt í einu vetur. Það
kom eiginlega aldrei sumar á þessu ári. Það
rigndi mikið og það var erfitt að heyja. Heyin
voru ekki jafn góð og maður hefði viljað.“
Nýtt ár leggst vel í Heimi. „Það þýðir ekk-
ert annað. Ég er í FÍH og ætla að halda áfram
að nema á djasspíanó þar. Svo verða vonandi
fleiri skemmtileg tónlistarverkefni sem mað-
ur tekur þátt í. Ég ætla að reyna að spila svo-
lítið meira og fylgja plötunni eftir. Svo fer
maður örugglega í stúdíó og tekur upp meira
efni, þó það verði ekki heil plata. Það er mitt
áhugamál, að fara í stúdíó,“ segir Heimir. Að
endingu kemur hann með heilræði. „Hrós-
um því sem okkur finnst vel gert. Hrós bæt-
ir og kætir.“
Rigningin kom sér vel
Ásdís Melsted í Búðardal segir árið hafa verið
gott. „Það sem stendur mest upp úr er að ég
tók við rekstri Leifsbúðar í apríl ásamt vin-
konu minni,“ segir hún aðspurð um hápunkta
ársins. „Það gekk mjög vel, rigningin í sumar
kom sér vel fyrir okkur. Hún hafði þau áhrif
að fólkið kom inn,“ segir hún og hlær. Ásdís
nefnir einnig að hún hafi byrjað í nýju starfi
í haust. „Ég er farin að keyra sjúkrabílinn í
Búðardal. Svo kom dóttir mín heim frá Arg-
entínu í júlí, eftir að hafa verið þar úti í eitt ár
sem skiptinemi.“
Ásdís horfir björtum augum til nýja ársins.
„Nýja árið leggst mjög vel í mig. Ég held að
þetta verði fínt ár.“ Hún er líklega ein af fáum
sem vill fá enn eitt rigningarsumarið á Vest-
urlandi. „Það væri fínt. Þá er nóg að gera hjá
okkur!“
Svaf af sér áramótin
„Árið 2014 hófst með heiftarlegri flensu og
ég svaf af mér áramótin og skaupið að mestu í
hitamóki og fór illa undirbúin og með ólund
inn í nýtt ár,“ segir Guðrún Bjarnadóttir eig-
andi Hespu í Borgarfirði. „Á landsvísu man
ég fyrst eftir hræðilegu slysi í Norðurárdaln-
um í janúar. Tvö ungmenni létust en um-
ræðan sem fylgdi á eftir um líffæragjöf var
ómetanleg og ótrúlegt að eitthvað gott getið
leitt af svona hræðilegu slysi,“ bætir hún við.
Guðrún segir að fleira af landsvettvangi sem
standi uppúr sé gosið í Holuhrauni. „Og ban-
setta rigningin sem var að gera út af við mig
í mínu starfi í sumar!“ Úr hennar persónu-
lega lífi segir hún að það standi uppúr að hún
losnaði loksins við margendurnýtt áramóta-
heit, sem var að klára meistararitgerð sína
við Landbúnaðarháskólann. „Sama dag og ég
varði ritgerðina fékk ég styrk frá Menningar-
ráði Vesturlands til að byggja upp fyrirtæk-
ið mitt Hespuhúsið slf. á sviði jurtalitunar.
Sumarið og það sem eftir var ársins var ævin-
týralegt með miklum gestagangi í Hespuhús-
ið, ferðalögum innanlands sem utan vegna
sölu á bandi og fræðslu. Til dæmis fór ég á
prjónahátíð í Kaupmannahöfn, Handverk og
hönnun í Ráðhúsinu og á Handverkshátíð-
ina á Hrafnagili þar sem ég fékk viðurkenn-
ingu fyrir fallegasta básinn sem var að sjálf-
sögðu einn af hápunktum ársins hjá mér,“
segir hún.
Aðspurð um komandi ár segir hún að um
áramótin muni hún hefja nám til kennslurétt-
inda við Háskólann á Akureyri í fjarnámi en
samhliða því muni hún halda áfram að byggja
upp Hespuhúsið, kenna við Landbúnaðarhá-
skólann og halda námskeið í jurtalitun í Dan-
mörku. „Mér sýnist stefna í að næsta ár hefjist
ekki með ólund heldur mikilli gleði og þakk-
læti fyrir góða vini, góða heilsu og tilhlökk-
un yfir komandi verkefnum,“ segir Guðrún
að lokum.
Eldgosið í Holuhrauni
„Þegar ég lít yfir liðið ár hér heima í fljótu
bragði stendur upp úr hið gríðarstóra eld-
gos í Holuhrauni sem allir virðast vera bún-
ir að gleyma. Eldgosið sýnir eiginlega best
hvað landið okkar er rosalega stórt, stór hluti
landsmanna verður varla var við það,“ segir
Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur. Hann
nefnir einnig að honum hafi fundist ein-
kennandi fyrir árið hversu mikið var að gera í
ferðaþjónustunni. „Vegna þessa er óskandi að
ráðamenn finni viðunandi lausn á næstu miss-
erum til að byggja upp gott aðgengi og verja
náttúruperlur okkar, sem helst draga ferða-
mennina hingað til lands,“ segir hann. Heið-
ar segir að þegar liðið ár úti í heimi sé skoð-
Hvað stóð uppúr á árinu 2014?
Anna G. Torfadóttir.
sr. Páll Ágúst Ólafsson.
Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vestur-
lands.
Heimir Klemenzson með diskinn sinn sem kom út
á árinu.
Ásdís Melsted staðarhaldari í Leifsbúð.
Guðrún Bjarnadóttir í Hespu.
Heiðar Lind Hansson.