Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 14

Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Bjarnalaug í 70 ár og sögur af Júlla Fyrir 70 árum var Bjarnalaug tek- in í notkun og var hún afhent bæn- um, skuldlaus, að gjöf frá bæjarbú- um, en athöfnin fór fram á Sjó- mannadaginn 4. júní 1944. Þrír fulltíða sjómenn syntu fyrstir í full- um sjóklæðum, þeir Guðjón Árna- son í Ráðagerði, Guðmundur P. Bjarnason á Sýruparti og Þorvald- ur Ellert Ásmundsson á Kletti, en þessir þrír hófu sjómannsferil sinn hjá hinum kunna skipstjóra Bjarna Ólafssyni, sem laugin var skírð eft- ir. Bjarnalaug hafði frá fyrstu tíð á að skipa mjög hæfum sundþjálf- urum og kennurum. Ég nefni t.d. Magnús Kristjánsson, Helga Júlí- usson, Hall Gunnlaugsson, Helga Hannesson og Ævar Sigurðsson, og varð því árangurinn eftir því, landsfrægir sundmenn í fremstu röð í áratugi. Úr Bjarnalaug á Everest Bjarnalaug er sannkölluð krafta- verkalaug. Fyrir utan að þar var börnum og unglingum kennd fyrstu sundtökin, þá var uppeldis- þátturinn ekki síðri; kennsla í aga og stundvísi, efling á vináttu og góðum siðum. Ég minnist þess að upp úr 1970 var sonur okkar, Ing- ólfur, stundum erfiður viðfangs en í dag er það kallað að vera of- virkur. Að öðru leyti var hann skemmtilegur og átti gott með að læra, ef hann nennti og vildi. En „oft verður góður hestur úr göld- um fola.“ Einn daginn fór ég með hann í Bjarnalaug - og til að gera langa sögu stutta - þarna urðu mik- il umskipti. Öll orkan braust nú út í sundinu og ekki var það verra að síðar tóku Helgi og Ævar við hon- um og gerðu úr honum afreks- mann í sundi, sem varð undan- fari þess að hann varð þátttakandi í mörgum fleiri íþróttagreinum og afrekum, sem m.a. leiddu hann upp á Mt. Everest árið 2013, elstan Ís- lendinga 50 ára. Margir landsfrægir afreksmenn í sundi hafa komið frá Akranesi og getið sér gott orð. Ekki er hægt að nefna þá alla, en fyrstir koma upp í hugann þeir Sigurður Sigurðsson á Völlum, Jón Helgason, nafnarn- ir Helgi Hannesson og Helgi Har- aldsson, Guðjón Guðmundsson, Finnur Garðarsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson. Fleiri fylgdu á eftir sem gerðu garðinn frægan og of langt mál upp að telja. Sundmeistarinn Júlli Fyrir 25 árum (árið 1989), var hald- ið uppá 80 ára afmæli frænda míns Júlíusar heitins Þórðarsonar, fyrst í Bjarnalaug, snemma um morgun- inn, en síðar um daginn í félags- heimili Kiwanismanna, sem þá var á efstu hæðinni í gömlu Þórðar- búðinni á Vesturgötu 48. Margir vinir og sundfélagar Júlla voru þá samankomnir í lauginni og tók ég upp atburðinn á vídeó með aðstoð Þórðar sonar míns. Margar ræð- ur voru fluttar og drápur kveðn- ar, sem of langt mál væri hér upp að telja. Júlli var á þessum árum einn fárra sem stundaði sund dag- lega í Bjarnalaug og var hann jafn- an fyrstur ofan í og synti knálega nokkur hundruð metra, fór síðan í heita pottinn, ræddi málefni dags- ins við félagana og gerði að lok- um sínar hefðbundnu Müllers-æf- ingar. Eftir að fjölgaði í sundinu í Bjarnalaug voru vegna plássleysis í lauginni oft árekstrar milli sund- manna. Það varð til þess að Júlli sá að við svo búið mátti ekki standa (eða synda) og kynnti hann þarna í afmælinu nýja sundaðferð, til þess gerða að allir gætu synt án árekstra. Aðferðin var í því fólgin að sund- félagarnir syntu baksund, hver á eft- ir öðrum, í halarófu, í stóra hringi meðfram sundlaugarbörmunum. Í stað þess að bera handleggi fyr- ir sig á hefðbundinn hátt, þá settu þeir handleggina niður með síðun- um og létu því lítið fara fyrir sér. Snéru síðan hönd og lófum með miklum hraða, eins og hér væri um hliðarskrúfur á skipi að ræða en slíkar skrúfur höfðu þá nýlega ver- ið teknar í notkun með góðum ár- angri. Synti nú öll hersingin sam- an eftir að ræðuhöldum var lokið. Fyrstur fór foringinn Júlli og gaf tóninn og á eftir fylgdum við hver á eftir öðrum: Skúli Þórðar, Helgi Júl, Þórarinn Ólafs, Bragi Þórð- ar og svo koll af kolli. Eftir sundið voru menn sammála um að beina því til Ólympíunefndarinnar að hliðarskrúfusundi Júlla yrði bætt við aðrar sundaðferðir á næstu Ól- ympíuleikum. Margar góðar sögur eru af Júlla í Lauginni. Tarzan á tröppunum Fyrir meira en 40 árum, eða rétt fyrir 1970, sóttu þeir stíft Bjarna- laug; Júlli og Jónas Thoroddsen bæjarfógeti. Höfðu þeir fengið lyk- il að útidyrunum, þar sem vinnu- tími starfsmanna hófst ekki fyrr en kl. 8, en Júlli var lengi í stjórn Bjarnalaugar, eins og kunnugt er. Þeir félagar voru komnir ofan í um sjö leytið og byrjaðir að synda, þegar Júlli skaust uppúr, taldi sig hafa gleymt að læsa reiðhjólinu sínu sem hann kom á í laugina. Þetta var um hávetur, snjókoma og kalt í veðri. En Júlli var hraustur hljóp út á sundskýlunni einni fata. En því miður, hurðin skelltist í lás á eftir honum. Júlli reyndi allt hvað hann gat til að komast inn, bank- aði og æpti hátt, en hann sá Jónas bæjarfógeta í gegnum glugga sund- móttökunnar þar sem hann synti í hægðum sínum hverja ferðina eftir aðra, með augun hálflukt og velt- andi fyrir sér væntanlegum dóms- málum dagsins. Ef Júlli hefði ekki verið eins hraustur og hann var alltaf, þá er ekki að vita hvað hefði skeð. Bára umsjónarkona laugar- innar kom ekki fyrr en eftir u.þ.b. 45 mínútur og rak þá upp stór augu þegar hún sá Tarzan sjálfan á tröpp- um Bjarnalaugar, byrjaðan á æfing- um í snjónum þar á tröppunum til að halda á sér hita. Heiti potturinn Það var oft glatt á hjalla í heita pottinum í Bjarnalaug sem settur hafði verið upp á þessum árum. Var Júlli þar oft með sínar sögur, sem oftar en ekki voru í anda Münch- hausens baróns. Helgi Hannes- son sundlaugarstjóri hafði eftir- lit með pottinum og hafði hann aldrei heyrt eins mikið hlegið og þegar Júlli sagði þeim eftirfar- andi sögu: Pabbi hans Þórður Ás- mundsson hafði fest kaup á jörð- inni Innstavogi árið 1941 og hafði hann í hyggju stórfelldar umbæt- ur í ræktun þar. Meðal annars með skurðgröfu þeirri sem hann flutti til landsins, þeirri fyrstu á Ís- landi. Júlla þótti landið ekki gefa nóg af sér og til að gera hér langa sögu stutta sagðist hann hafa vilj- að bæta úr því og málaði hann foss á klettana sem þarna ganga fram í sjó. Ekki leið langur tími þar til þangað fóru að flykkjast bæði sel- ir og laxar, sem reyndu að stökkva í fossinn og upp „ána“, en duttu að sjálfsögðu í fjöruna, þar sem okkar maður safnaði þeim saman. Helgi sagði að þegar hér var komið hefði næstum „soðið uppúr“ pottinum, svo mikið var hlegið. Júlli endaði síðan söguna á því að segja að Njáll skipstjóri Þórð- arson á Fylki hefði komið seinni- partinn niður á skrifstofu Heima- skaga, arfaillur. Sagðist hann hafa villst í mikilli þoku á leið í land og verið kominn norður fyrir Vestur- flösina og þegar þokunni létti, þá sér hann foss við fjöruna sem hann kannast ekkert við. Síðan sér hann Innstavogsbæinn og fer hann þá að kannast við staðinn. Finnst hon- um allt þetta undrum sæta og vildi láta kanna þetta betur. Af Júlla er það að segja að hann flýtir för sinni upp að Innstavogi með málningu og pensil og málaði hann í flýti yfir fossinn með dökkri málningu. Ekki var farið oftar í lax upp að Innst- avogsklettum. Bláa handklæðið Eitt sinn á þessum árum, á sjöunda áratugnum, var Júlli nýkominn úr sturtunni í Bjarnalaug. Hann náði í handklæðið sitt og fór að þurrka sér. Geirlaugur rakari Árnason var á leið í Laugina og voru þeir að spjalla saman þegar Geirlaugur seg- ir allt í einu: „Er eitthvað að Júlli minn, húðin á þér er svo skrýtin á litinn eins og æðarnar séu að koma út.“ Júlli leit á sig í speglinum og sá að eitthvað var að. Það var eins og æðarnar í húðinni væru að springa, húðin var öll að taka á sig bláan lit og var orðin mjög óeðlileg, svo ekki sé meira sagt. Júlli gerði öndunar- æfingar og fór að klæða sig. Hann fór á hjólið og lagði af stað heim en um hug hans fóru ýmsar hroll- vekjandi hugsanir; hér var eitthvað á seiði, ef til vill endalokin. Júlli var í heimleiðinni vanur að koma við í fiskversluninni „Sjóbúð“ hjá Þórði syni sínum, en búðin var til húsa í Bræðraborginni á Skóla- braut 2. Þórður var undrandi þeg- ar hann sá pabba sinn hjóla hratt framhjá um leið og hann gaf ho- nor með höndinni (kannski síðustu kveðjuna í þessu lífi). Júlli sagðist (síðar) ekki hafa viljað íþyngja syni sínum með áhyggjum eða eiga það á hættu að eitthvað slæmt myndi koma fyrir þarna í búðinni. Júlli brunaði því beint heim á Vesturgötuna og stökk upp á loft. Þar var Ásta, en þegar hún sá bónda sinn sagði hún: „Hvað er að sjá þig Júlli minn? Þú ert allur orðinn blár í andlitinu, er eitthvað að þér?“ Júlli hélt að nú væri end- anlega komið að leiðarlokum, en í síðustu tilraun sinni til að bjarga því sem bjargað varð, þá fór hann úr fötunum. Svo út á svalirnar og fór að gera Müllersæfingar í bak og fyrir. Ásta kom nú út á svalirnar og fór að strjúka á honum húðina. Fann hún fljótlega að blái liturinn hvarf af skrokknum; hún nánast strauk hann af. Sá hún strax hvers kyns var. Handklæðið var nýtt og hafði ekki farið í þvottavél og liturinn því farið í raka húðina þegar Júlli byrj- aði að þurrka sér. Hafði liturinn að sjálfsögðu aukist eftir því sem hann jók hraðann og þurrkaði sig betur. Þess vegna hafði þetta litið út eins og að hjartað eða æðakerfið væri að gefa sig og allt komið á síðasta snúning. Þetta var mikill léttir fyrir okkar mann og var hann fljótur að stinga handklæðinu í næstu þvotta- vél. Þessi frásögn er að miklu leyti eins og mig minnir að Júlli segði hana sjálfur og lýsir hún því hvað góður fréttamaður hann var (við Mbl.). Húmorinn aldrei langt undan og einnig að hann var ekk- ert hræddur við að gera grín að sjálfum sér. Á fyrrnefndu áttræðis- afmæli Júlla í Bjarnalaug flutti ég honum Laugar-limrur: Sá áttræði Akurnesingur, eitils svo harður og slingur. Fram úr rúmi hann fer, fjaðramjúkur og ber! fer að leika við tærnar og fingur. Á fákinn nú hendist og hjólar. Hökunni lyftir til sólar. Og með handklæðið blátt, og hárið sitt grátt. Er haninn í fyrsta sinn gólar. Bjarnalaug árið 1946. Ljósmynd: Bjarni Árnason. Tilbúnir í fyrsta sundið í Bjarnalaug á sjóklæðum. Guðjón í Ráðagerði, Guð- mundur á Sýruparti og Þorvaldur Ellert á Kletti. Lengst til vinstri sést fimm ára strákur, Helgi Hannesson með móður sinni, Herdísi á Dvergasteini, en Helgi var lengi forstöðumaður Bjarnalaugar og sundkennari. Ljósmynd: Árni Böðvarsson. Þorsteinn Þorsteinsson á Kjaransstöðum, einn af gestum Bjarnalaugar. Ljósm. Ólafur Árnason.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.