Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.01.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Sóknargjaldið síðast er - sama fyrir alla Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir. Eitt af því sem ein- kennir nýliðið ár, ásamt reyndar mörgum öðrum liðnum árum, er sannfær- ing þjóðarinnar um að ráðamennirnir hafi á röngu að standa. Ekki hef ég orðið var við að þessi grunnhugsun breytist mikið þó skipt sé um stjórn. Í hæsta lagi að það verði einhverj- ir aðrir sem hafa hærra fyrstu dagana á eft- ir. „Enginn viðbættur sykur“ segir stundum í innihaldslýsingum matvæla en Hjálmar Frey- steinsson lagði út af þessari setningu í limru: Þótt menntunar margur nyti, metorð og vegtyllur hlyti, finnast hér enn Framsóknarmenn með engu viðbættu viti. Um líkt leyti mun það hafa verið sem Hall- mundur Kristinsson kvað: Ráðin eru lögð með leynd. Lengi er hægt að neita. Svokallaðri sýndargreind sumir þurfa að beita. Hreinn Guðvarðarson orti í tíð síðustu rík- isstjórnar um einhverja heiðurspersónu: Hún sögð er mikil kjarna kona og kann að skipa í öndvegin þó hún kannski svona og svona sé,- og jafnvel hinsegin. Ármann Þorgrímsson fann hinsvegar fyr- ir jólastemningunni nú á dögunum og fylltist hlýju og mannkærleika: Heilög færist hátíð nær hætta skal að yrkja níð. Jafnvel gamla Framsókn fær frá mér ósk um betri tíð. Jólaundirbúningurinn tekur gjarnan tölu- vert á orkuna og jafnvel budduna líka. Spurn- ing samt hvort áherslurnar lenda alltaf á rétt- um stöðum enda kvað Jón Arnljótsson: Hjá flestum er alltaf svo feikilegt puð, framundir jólanna gleði, því fólk er að reyna að gleðja sinn Guð, með gjöfum og ljósum og streði. Mörgum þótti veðrið heldur rysjótt fyrir jólin og kannske ekki að ástæðulausu. Ýmsum varð þetta tíðarfar að yrkisefni og þar á með- al var hefðarlæðan lafði Jósefína Dietrich sem leit út um glugga sinn og malaði fyrir munni sér: Í lofti vaka veður grimm, – vindar haf’að dyrum barið. Gnauða himindjúpin dimm, drungalegt er skýjafarið. Það er ógaman að vera veðurfræðingur í svona tíðarfari og ýmsar áhyggjur sem því fylgja. Um þá sómamenn og þeirra sérfag kvað Hjálmar Freysteinsson: Veðurfræðin er fag um furðulegt háttalag sem enginn skilur: Kemur iðulaus bylur einn góðan veðurdag? Á sólstöðum orti þó Magnús Halldórsson þetta bjartsýnisljóð: Laus er ég við leið´og angur, lítið þarf að óttast slig. Svo er það aukinn sólargangur sem að kætir fleiri en mig. Svo þegar líður lengra frammá byrjar aft- ur ný hringferð þegar kemur enn á ný að boð- unardegi Maríu en í tilefni hans orti Kristján Runólfsson: „Hey!“ sagði Mæja við heilagan anda. „Haltu vel áfram, ég tel upp að þremur. Finn ég vel kraft þinna frelsandi handa, en... Fýttu þér áður en Jósep minn kemur.“ Á líkum nótum og trúlega svipuðum árs- tíma kvað Jónas Friðrik Guðnason: Hann Jósep var fýldur í framan, engin furða: Það telst varla gaman að dómi ungs manns, að María hans og Guð, séu að gera það saman. Svo koma nú blessaðir páskarnir með pínslum frelsarans og krossfestingu, upprisu og öllu því og þar tilheyrandi. Ragna Guð- varðardóttir frétti af því að kross hefði verið festur á mann nokkurn og velti fyrir sér sam- henginu milli þess atburðar og krossfestingar krists fyrir mörgum árum: Frétt ein hefur glatt mitt geð. Það gefst ei öllum mönnum að bera krossinn Kristi með í kærleiksanda sönnum. Að einhver sé ,,krysstur“ merkir að kross hafi verið festur á viðkomandi frekar en að viðkomandi sé líkt við frelsarann beinlínis. Ber að hafa þetta í huga og gæta vel að staf- setningunni til að forðast misskilning. Atburð sem gerðist skömmu fyrir jól batt Hjálmar Freysteinsson í stuðla með eftirfarandi hætti: Ársins merkustu atburðir ske oft þegar dagur er stystur. Mér finnst ósköp sanngjarnt að sé Sigmundur Davíð krysstur. Öllu fer aftur hér á jörð og hefur svo verið að minnsta kosti svo lengi sem ritaðar heim- ildir ná og trúlega lengur. Allavega virtist Jóni Gissurarsyni augljós afturför á ferðum þegar hann kvað: Íslendinga dáðir digna drekki þeir vín úr staupinu einnig virðist alltaf hnigna áramótaskaupinu. Það er ljóst og víst að ekkert er ókeypis í heimi hér. Ekki einu sinni þjónusta sóknar- prestsins því sóknargjöldin eru þó rukkuð af okkur með öðrum okkar sköttum og skyld- um og eru reyndar aðeins í umræðunni núna. Meðan Jakob á Varmalæk var oddviti sinn- ar sveitar þurfti hann að ganga frá uppgjöri á sóknargjöldum og sleppti aurunum í útreikn- ingi. Sóknarprestur gerði athugasemd við þessa útreikninga enda tapaði kirkjan örfá- um krónum á þessu samanlagt. Eitthvað þótti Jakobi þetta óþarfa smámunasemi af klerki og skrifaði á frumrit reikningsfærslunnar: Mér hefur löngum orðið á eins og víða má dæmin sjá í meðferð á kirkjunnar maurum. En uppi í háum himnasal sem hvelfist yfir vorn táradal er aldrei reiknað í aurum. Annar sómamaður, Þorsteinn Guðmunds- son á Skálpastöðum, orti á seinni árum sín- um og ætli við látum það ekki verða lokavís- una að sinni: Lauf af björkum falla fer, feigðarspárnar kalla, sóknargjaldið síðast er sama fyrir alla. Með kærri þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Laugardaginn 10. janúar klukk- an 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahús- inu í Borgarnesi. Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Ís- lands og býr í Borgarnesi. Í verk- um hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplif- ir mannlíf og umhverfi nýs fram- andi staðar. Ennfremur hefur Mic- helle stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri, liti og fleira. Sýningin er í Hallsteinssal í Safna- húsi, en sýningarrýmið er nefnt eftir Hallsteini Sveinssyni sem var mikill listunnandi sem gaf ævisöfn- un sína á listaverkum til íbúa Borg- arness árið 1971. Vonast er til að skólar geti nýtt sér sýninguna til fræðslu fyrir nemendur um mynd- list og vinnuaðferðir við hana. Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ætt- uð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kaliforníu. Hingað kem- ur hún frá Sviss þar sem hún hef- ur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjun- um og í Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún við Rietveld listaháskólann. Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur hald- ið fyrirlestra um myndlist og haldið vinnustofur („workshops“) og auk málaralistarinnar hefur hún lagt stund á listrænt handverk. Nánar er hægt að fræðast um listakonuna í heilsíðuviðtali sem birtist í síðasta tölublaði Skessuhorns. Sýningin Litir Borgarness stend- ur til 25. febrúar. Hún verður opin til kl. 16.00 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum þann tíma. Eftir það verður sýningin opin á virkum dögum 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomu- lagi. Aðgangur er ókeypis. mm/gj Krossgáta Skessuhorns Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. Athugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánudögum. 33 lausnir bárust við krossgátu síðustu viku. Lausnarorðið var: „Hátíðablys.“ Vinningshafi er Auður Sveinsdóttir, Hólabergi 84, 111 Reykjavík. Menn For- tjald Hugað- ur Upphr. Laust Bæra Droll Góðgæti Örn Fórn Rusl Gjöful Spurn Lof Alltaf Lausn Kona Troðn- ingar 14 Gleið- gosi Lag 9 2 Ílát Óttast Góð Kven- fugl Fróm Öku- menn Skáld- skapur Njörva Sk.st. Höfð- ingi Dreif Áflog Laun Átt 1001 Blekk- ing 11 Felur Hrönn Stillir Sáð- lönd Skafinn 5 Mjór Fiskar Kuldi Hagur Gruna Kvaka Haka Lin- kind Hvol Skessu Ójafna Heppni Tvíhlj. 10 Korn Garma Tónn Egndi Ekki 12 Tæmt Hár Keyrir Innan 15 Suddi Vernd Sund Leik- svið Hlynnir 3 Voði Svall Pípa Fugl Hólmi Kássu Skræða 7 1 Atlaga Býli Iðka Goð Kvæði Svar Þreyta Botn- fall Svik Svif Leit Suð Kropp Á fæti 4 13 Samhlj. 500 Blaður Flan Gelt 8 Súr- efni 6 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Litir Borgarness nefnist sýning Michelle Bird

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.