Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 20

Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Góðar fyrirmyndir Skömmu fyrir jól barst auglýsing í Íbúanum undir yfirskriftinni „Við óskum þér góðra jóla“. Þar bauð fjölskylda úr Borgarnesi, ásamt und- irleikara sínum íbúum héraðsins til tónleika í Borgarneskirkju. Þarna voru þau Theodóra og Olgeir ásamt dætrum sínum þeim Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu og Ingibjörgu Þor- steinsdóttur, sem lék undir sönginn. Ég lagði leið mína í kirkjuna um- rætt kvöld. Tónleikarnir glöddu mig og fengu mig til að velta fyrir mér hvað er meira virði en annað í líf- inu. Ég leiddi hugann m.a. að því hve mikilvægt er að foreldrar og börn finni sameiginlegan flöt þar sem glaðst er í leik og starfi. Ég dáist að þeim Theodóru og Olgeiri hvað þeim hefur tekist að skapa þær að- stæður. Það var auðséð að þarna var væntumþykja, gleði og gamansemi sem ríkti á milli flytjenda. Foreldrarnir gátu verið stoltir, því ekkert veitir meiri lífsfyllingu en að sjá ungviðið blómstra. Þær systur Sigríður Ásta og Hanna Ágústa eru skemmtilega ólíkar söngkonur. Samt sem áður og kannski þess vegna er mjög gam- an að heyra þær syngja saman. Auð- heyrt er að þær eru á fullri siglingu í sínu námi. Söngskráin var góð blanda að klassískri tónlist og létt- um jólalögum. Gaman var að heyra fjölskylduna flytja sitthverja Ave Maríuna þar sem ólíkir eiginleikar flytjenda nutu sín. Það er höfðinglegt af þessum fimm manna hópi að bjóða hér- aðsbúum til tónleika endurgjalds- laust enda kunni fólk að meta það. Kirkjan var þéttsetin og flytjendum óspart klappað lof í lófa. Eftir tón- leikana var síðan öllum tónleika- gestum boðið í smákökur og kakó á heimili þeirra. Með þessu framtaki hefur Theo- dora lagt enn eitt lóð á vogarskál- arnar til þess að efla tónlistarlíf í héraðinu. Hún hefur um árabil stýrt Tónlistarskóla Borgarfjarðar og ver- ið óþreytandi að efla starf hans og glæða það lífi. Það er óumdeilt að Tónlistarskólinn hefur aukið fjöl- breytni og möguleika unga fólksins okkar til menntunar, sem síðan hef- ur skilað sér út í samfélagið með öfl- ugu tónlistarlífi. Með þessum fáu orðum langaði mig að vekja athygli á því sem já- kvætt er í samfélagi okkar og þakka fyrir skemmtilega kvöldstund í lok jólaföstu. Ingibjörg á Fróðastöðum Að skella skuld eða sýna samhug Eru Kolhreppingar og Skógstrendingar ekki lengur Snæfellingar? Við Orkuveitufólk urðum því mjög fegin þegar nýi vatnsgeymir hita- veitunnar á Akranesi komst í gagn- ið rétt fyrir jól. Með honum verður þjónusta hitaveitunnar traustari og tímapressan á okkar öfluga viðgerð- arfólk minni. Það er samstarfsfólki okkar afar mikilvægt öryggismál. Halldór Jónsson skrifaði nokkr- ar línur um þetta mál í Skessuhorn á dögunum. Hann gerði að umfjöll- unarefni endurnýjun Deildartungu- æðar og þann vana okkar að skrifa starfsfólk Orkuveitunnar fyrir afsök- unarbeiðnum til íbúa þegar út af ber í þjónustunni. Halldóri eru þökkuð skrifin, sérstaklega þar sem hann fer hlýjum orðum um ósérhlífni sam- starfsfólks okkar á Vesturlandi. Mikið mál og langt má skrifa um tafir á endurnýjun hinnar 60 kíló- metra löngu Deildartunguæðar. Hún komst að fullu í eigu Orkuveit- unnar árið 2010 og er nú að tæpum þriðjungi komin í stálpípu. Mikil- vægara er þó að verkið er hafið og það mun saxast jafnt og þétt á þá 40 kílómetra sem eftir eru. Það er mikil framkvæmd sem kallar á að loka þarf ítrekað fyrir lögnina meðan á teng- ingum nýrra hluta hennar stendur. Þá á nýi geymirinn eftir að koma sér vel fyrir afhendingaröryggi á Akra- nesi og öryggi þeirra sem vinna að endurnýjuninni. Ég er því ekki sam- mála Halldóri um að nýi geymirinn sé „mjög kostnaðarsöm nauðvörn.“ Hann mun einmitt sporna gegn því að nauðsynlegar framkvæmdir valdi verulegum afhendingarbresti á heitu vatni á Akranesi. Á undanförnum árum hefur Orkuveitan verið markvisst færð nær þeim uppruna sínum að veita trausta og góða veituþjónustu. Starfsfólk Orkuveitunnar hefur tek- ið þátt í því og við erum öll samtaka við að setja viðskiptavini fyrirtækis- ins í öndvegi. Allt okkar starf mið- ar að því að tryggja sem traustasta þjónustu á sem hagkvæmustu verði. Sum okkar eru í framlínunni; aðrir hafa það hlutverk að styðja þau sem þar eru. Sum gera við, sum kaupa inn lagnaefni, sum okkar svara í símann, sum innheimta orkureikn- ingana svo við eigum fyrir viðgerð- inni og sum okkar sjá um að veita fólki upplýsingar. Ástæður rafmagns- eða vatns- leysis geta verið ótalmargar. Stund- um má rekja þær til mistaka, okk- ar eða annarra, og stundum finn- um við ekki augljósa ástæðu. Þeg- ar rafmagnslaust verður eða vatns- laust finnst okkur það miður, hver sem ástæðan er. Þegar við starfs- fólkið biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem rekstrartruflanir í veitunum geta valdið fólki, þá snýst það ekki um að skella skuld á ein- hver okkar eða einhverja aðra. Það snýst um að segja að við öll sem hjá Orkuveitunni störfum, áttum okk- ur á hvaða áhrif bilun hefur á dag- legt líf fólks. Með því erum við líka að minna okkur sjálf á tilgang starfa okkar; að þjóna fólki. Viðskiptavinum Orkuveitunnar óska ég gleðilegs nýs árs. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar Ég hef verið að grúska í gömlum frásögnum af héraðsmótum í frjáls- íþróttum á Snæfellsnesi. Þar koma við sögu karlar og konur úr ung- mennafélögum í nær öllum gömlu sveitarfélögunum á Snæfellsnesi. Það er ekki síst athyglisvert hversu keppendur úr Umf. Eldborgu í Kol- beinsstaðahreppi og Umf. Þröst- um á Skógarströnd, létu mikið að sér kveða. Á héraðsmótin mættu oft fleiri hundruð manns og þar mynd- aðist sannkölluð héraðsstemning. Þetta minnti mig á að Kolbeins- staðahreppur og Skógarstrandar- hreppur teljast ekki lengur hluti af sveitarfélögunum á Snæfellsnesi, heldur hluti af Borgarbyggð og Dalabyggð. Nú er verið að vinna að svæðisskipulagi fyrir Snæfells- nes en þar er ekki þessa hreppa að finna. Í kynningarefni um Snæfells- nes eru þeir að mestu horfnir. Eld- borg komin á Mýrarnar og Skyr- tunna, Hestur og Sáta í Dalina og hálfur Álftafjörður. Þar voru þó ein- ar merkustu söguslóðir Eyrbyggju, höfuðfornsögu Snæfellsness. Þessu öllu til staðfestingar er búið að setja skilti þar sem skráð er hvar Snæfells- nes byrjar og endar. Hin fornu mörk um Hítará horfin. Góður og gegn Dalamaður sagði mér eitt sinn að þegar hann ætti leið í Dali og sæi Baulu, þá fyndist hon- um hann vera nánast kominn heim. Líkt hefur verið með Snæfellinga, heimamenn og brottflutta – þeg- ar Eldborg birtist vestan Hítarár og Hnappadalsfjöllin blasa við, þá er viðkomandi kominn heim á Snæ- fellsnes. Væntanlega leiðir skipulags- vinnan fyrir núverandi sveitarfélög á Snæfellsnesi til þess að samein- ing þeirra verði síðar á dagskrá. Fyr- ir um tveimur áratugum voru lagðar fram tillögur um sameiningu á Snæ- fellsnesi og þar var lagt til að hrepp- arnir í Hnappadalssýslu ásamt Skóg- arströnd, sameinuðust. Því miður rættist það ekki og því fór sem fór. Varla er þó hægt að áfellast íbúana í þessum hreppum, því í sameining- armálum á Snæfellsnesi öllu hefur hver höndin verið upp á móti ann- arri lengst af. Beri Snæfellingar loksins gæfu til þess að snúa bökum saman í samein- ingarmálum, þá er það von mín og ósk sem gamals heimamanns, að íbú- unum í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og Skógarstrandarhreppi verði ekki gleymt. Skipulagsvinnu verði þann- ig háttað að svæðisskipulag geti náð til alls gamla héraðsins og ef og þeg- ar komi til atkvæðagreiðslu um sam- einingu sveitarfélaga á Snæfellsnesi, fái Kolhreppingar og Skógstrend- ingar að taka þátt í henni með góðu leyfi ráðamanna í Borgarbyggð og Dalabyggð. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta atvinnugreinin í landinu. Sú þróun kemur Snæfellsnesi mjög til góða með sína stórbrotnu og fjölbreyttu náttúru. Mér hefur fundist sérkenni- legt hversu lítið hefur heyrst frá ferðaþjónustuaðilum á Snæfellsnesi í skipulags- og sameiningarmálum héraðsins. Hélt ég þó að allir vildu Eldborgu hjá sér hafa eða Álftafjörð, þann fagra fjörð. Þá er eins og hér- aðsvitundin gamla sé horfin núver- andi sveitarstjórnarmönnum á Snæ- fellsnesi og metnaðurinn lítill. Ég ætla þó að vona að það finnist lífsneisti á mínum gömlu slóðum og í trausti þess eru þessar línur settar á blað í upphafi nýs árs. Kjörinn vett- vangur er það ágæta blað – Skessu- horn. Reynir Ingibjartsson, Fyrrverndi Kolhreppingur og Snæ- fellingur í hjarta. „...þegar Eldborg birtist vestan Hítarár og Hnappadalsfjöllin blasa við, þá er við- komandi kominn heim á Snæfellsnes.“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.