Skessuhorn - 23.06.2015, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 18. árg. 23. júní 2015 - kr. 750 í lausasölu
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
2. – 5. júlí
2015
8 dagar í Írska daga
og við teljum niður
Fjölskylduhátíðin
Írskir dagar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Hjúkrunarfræðingar á Akranesi fjöl-
menntu á kvenréttindadaginn síð-
astliðinn föstudag og gengu fylktu
liðu í þögulli samstöðu frá Sjúkra-
húsinu á Akranesi og á Akratorg.
„Við hjúkrunarfræðingar á Akra-
nesi vildum sýna samstöðu og fjöl-
menntum í þögulli baráttu. Viljum
vekja athygli á kjarabaráttu hjúkrun-
arfræðinga og kynbundnum launa-
mun sem enn er við lýði árið 2015.
Kröfur hjúkrunarfræðinga eru ein-
faldar; að menntun okkar og ábyrgð
verði metin til launa og að jafnrétt-
is gæti í launamálum,“ sagði Hulda
Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur í
samtali við Skessuhorn. Auk hjúkr-
unarfræðinga á HVE voru með í för
iðjuþjálfar og hjúkrunarfræðingar af
Höfða. Samstöðufundurinn fór vel
fram eins og við mátti búast í hæg-
látu og hlýju sumarveðri. mm
Sýndu þögla
samstöðu
Í gær mánudaginn 22. júní lá í loftinu
að ýmsar fagstéttir iðnaðarmanna
færu í verkfall á miðnætti, þar á með-
al prentarar. Ef til þess kæmi yrði
ekki nein prentun í landinu þessa
vikuna. Um hádegisbil í gær, mánu-
dag, varð niðurstaða á fundi ritstjón-
ar sú að eiga á hættu að ef til verk-
falls kæmi myndi ekkert Skessuhorn
koma út þessa viku. Vinnslunni því
flýtt um rúman sólarhring. Um nón-
bil í gær var ekki enn komin niður-
staða um hvort samningar tækjust.
Ritstjórn Skessuhorns er ekki reiðu-
búin að taka neina áhættu hvað þetta
snertir, enda eru launþegar og fé-
lög atvinnurekenda ólíkindatól sem
trauðla er hægt að stóla á við aðstæð-
ur eins og ríkja á vinnumarkaði þessi
misserin. mm
Skessuhorn degi
fyrr í verkfallsógn
Guðmundur Friðjónsson bóndi á Hóli
II í Svínadal byrjaði heyskap um liðna
helgi. Þó komið sé vel fram yfir miðj-
an júnímánuð hafa sprettuskilyrði það
sem af er ekki verið góð, enda kalt vor
og þurrt framan af sumri. Guðmund-
ur er örugglega fyrstur eða í hópi
þeirra sem fyrstir hefja slátt á Vestur-
landi í ár. En nú hefur hlýnað og gras-
ið er loks farið að spretta. „Ég byrjaði
aðeins að slá í gær. Það sem rak mig
af stað var það að ég vil alltaf byrja að
slá um helgar og mér fannst einfald-
lega of seint að bíða eftir næstu helgi,
þess vegna rauk ég af stað í gær,“ seg-
ir Guðmundur þegar blaðamaður
heyrði í honum á mánudagsmorgun.
Hann sló um þrjá hektara heim við
bæinn en er ekkert sérstaklega ánægð-
ur með sprettuna. „Hún er náttúru-
lega ekkert sérstök, það er ekki hægt
að segja það. Þetta tún liggur samt vel
við, er á móti suðri og það er borið á
það á þokkalegum tíma í maí. Þannig
að þetta voru svona eins góð skilyrði
og geta verið fyrir grassprettu.“
Undanfarin ár hefur grasspretta ver-
ið góð á vorin og hafa bændur þá haf-
ið heyskap fyrr en í ár, jafnvel í byrjun
júní. Guðmundur segir að í fyrra hafi
margir bændur á Vesturlandi slegið
um hvítasunnuna, sem var 8. júní. „Við
gefum kúnum það hey sem slegið var
um hvítasunnuhelgina í fyrra. Það er
besta heyið frá síðasta sumri. Það var
svakalega góður þurrkur þá helgi. En
þetta er óðum að spretta núna, það er
vel hlýtt yfir daginn og það var nátt-
fall í nótt. Svo er spáin hagstæð næstu
daga.“ Guðmundur stefnir á að rúlla
heyið á miðvikudaginn og halda áfram
með sláttinn um helgina. „Það verður
eitthvað slegið þá. En annars erum við
með sauðfjárbú og beitum flestöll tún-
in þannig að eitthvað verður að bíða.“
grþ
Sláttur hafinn á Vesturlandi
Sláttur er hafinn á Hóli. Ljósm. Guðjón Friðjónsson.