Skessuhorn - 23.06.2015, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 20152
Um 17 metra langa langreyði rak
að landi í vík í Stakksey á Breiða-
firði síðastliðinn laugardagsmorg-
un. Eyjan er rétt norðan við Stykk-
ishólm og því í góðu „lyktarsam-
bandi“ við íbúa í Hólminum. Lík-
legt er talið að hvalurinn hafi
strandað og drepist inni í víkinni
um morguninn. Félagar úr björg-
unarsveitinni Berserkjum í Stykk-
ishólmi fóru á laugardagskvöld-
ið ásamt starfsfólki Náttúrustofu
Vesturlands til að skoða hvalinn.
Þá voru undirbúnar aðgerðir til
að ná hræinu út á næsta flóði til að
koma í veg fyrir lyktar- og grútar-
mengun í Stykkishólmi og mögu-
leg neikvæð áhrif á fuglalíf. Björg-
unarsveitin Berserkir í Stykkis-
hólmi undirbjó verkið sem ráð-
ist var í á flóði á sunnudagskvöld-
ið. Til aðstoðar var fenginn drátt-
arbáturinn Björg frá Lífsbjörgu í
Snæfellsbæ. Aðgerðin tókst prýði-
lega og var hræið dregið á haf út
og sökkt þar.
Róbert A Stefánsson líffræðing-
ur segir óvíst hver orsök þess sé að
hvalurinn synti í land í Stakksey.
„Líklegasta skýringin er einhvers
konar veikindi eða meiðsl. Sjald-
gæft er að skíðishvalir strandi lif-
andi og einnig er mjög óvenju-
legt að sjá langreyði við Stykkis-
hólm að sumarlagi, ekki síst þar
sem langreyður heldur sig einkum
á svæðum með meira en 400 metra
dýpi,“ skrifar Róbert á Facebook
síðu sína. Starfsfólk Náttúrustofu
Vesturlands tók sýni úr dýrinu,
sem send verða til Hafrannsókna-
stofnunar.
Meðfylgjandi myndir tók Sum-
arliði Ásgeirsson, ljósmyndari í
Stykkishólmi, sem ásamt vöskum
hópi kom að því að ná hræi hvals-
ins úr víkinni.
mm
Bæjarhátíðin Brákarhátíð verður haldin í sjö-
unda sinn í Borgarnesi næstkomandi laug-
ardag. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla
aldurshópa. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Íslands, verður einn af gest-
um hátíðarinnar. Hún verður viðstödd gróð-
ursetningu við íþróttavöllinn, en 35 ár eru
síðan hún var kjörin forseti og af því tilefni
verður gróðursett um allt land á laugardag.
Það spáir vel um allt land næstu daga. Á
miðvikudag og fimmtudag verða austlægar
áttir, 3 - 8 m/s, en allvíða hafgola. Skýjað að
mestu sunnan- og austanlands en annars
yfirleitt léttskýjað. Hiti verður á bilinu 7 til 17
stig, svalast austanlands. Á föstudag verður
áfram austlæg átt, 5 - 13 m/s, hvassast syðst.
Bjartviðri verður í flestum landshlutum, síst
suðaustanlands og hiti verður 10 til 20 stig,
hlýjast norðan- og vestanlands. Á laugar-
dag og sunnudag spáir austlægri átt, skýjað
verður með köflum sunnan- og austantil en
annars bjart að mestu. Áfram hlýtt í veðri.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hver er mesti sparifatadagurinn í þínum
huga?“ Langflestir, eða 75,61% sögðu að
aðfangadagur jóla væri mesti sparifata-
dagurinn. 13,41% svöruðu „jóladagur“ og
3,41% „17. júní“. „Einver annar dagur“ svör-
uðu 2,44% en aðrir hátíðisdagar fengu und-
ir 1% svara.
Í þessari viku er spurt:
Ert þú með ofnæmi fyrir gróðri?
Björgunarsveitarmenn og aðrir sem komu
að því að fjarlægja hræ langreyðar úr vík-
inni við Stakksey rétt norðan Stykkishólms
á sunnudaginn eru Vestlendingar vikunnar.
Þeir komu örugglega í veg fyrir spillt and-
rúmsloft þegar líður á sumarið.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Nýr skólastjóri
ráðinn
GRUNDARFJÖRÐUR:
Sigurður Gísli Guðjónsson
hefur verið ráðinn skóla-
stjóri Grunnskóla Grund-
arfjarðar og tekur við af
Gerði Ólínu Steinþórsdótt-
ur í lok júlí. Sigurður Gísli
hefur kennaramenntun og
kennsluréttindi frá Háskóla
Íslands og jafnframt við-
bótardiplómu í opinberri
stjórnsýslu fyrir stjórnendur
í opinberum rekstri. Hann
hefur sinnt umsjónarkennslu
og var aðstoðarskólastjóri
Höfðaskóla á Skagaströnd.
Ennfremur var hann deild-
arstjóri og staðgengill skóla-
stjóra í Víkurskóla síðastlið-
in tvö ár. Sambýliskona Sig-
urðar Gísla er Halla Karen
Gunnarsdóttir og eiga þau
tvo syni. Þetta kemur fram
í tilkynningu á vef Grundar-
fjarðarbæjar.
-grþ
Sauðfjárbænd-
ur segja ástand-
ið alvarlegt
LANDIÐ: Nýverið sendu
Landssamtök sauðfjárbænda
og Matvælastofnun út ítar-
lega spurningakönnun til
allra sauðfjárbænda vegna
óvenjumikils óútskýrðs ær-
dauða í vetur og vor. „Nið-
urstöðurnar eru sláandi og
sýna glöggt hversu alvarlegt
ástandið er,“ segir í tilkynn-
ingu frá LS. Sauðfjárdauð-
inn hefur orðið á fjölmörg-
um bæjum víða um land, að
því er virðist óháð gæðum
heyja. „Inngrip bænda og
aukin fóðurbætisgjöf hefur
ekki skipt sköpum. Strax upp
úr áramótum fóru bænd-
ur að taka eftir einkennum
hjá fénu, það hélt illa hold-
um en hafði þó góða matar-
lyst. Þrátt fyrir að bændur
hafi strax gripið til ráðstaf-
ana með aukinni fóðurbætis-
gjöf o.þ.h., virtist það koma
fyrir lítið og margt fé drapst,
mest í kringum sauðburð.
Um hádegið í gær höfðu 223
bændur svarað könnuninni á
Bændatorginu. Margir þeirra
hafa misst fleira fé en eðlilegt
getur talist. Oft miklu fleira.
„Ástandið á einstaka bæjum
er mjög alvarlegt. Af þessum
223 svörum sem komin eru
má ráða að ærdauðinn í vet-
ur og vor er án nokkurs vafa
óeðlilega mikill. Hjá þessum
bændum hafa 2.741 ær drep-
ist í vetur og vor, en það jafn-
gildir 13 ám á bæ að meðal-
tali. Þetta er meira en tvöfalt
hærri tala en vorið á undan.
–mm
Langreyði rak á land við Stakksey á Breiðafirði
Hvalurinn í víkinni við Stakksey.
Liðsmenn hjá embætti Lögreglunn-
ar á Vesturlandi komu saman á vor-
dögum og var m.a. stillt upp í hóp-
myndatöku. Eins og oftast þá vantar
nokkra í fullskipað lið en þarna eru
engu að síður allflestir starfsmenn
embættisins saman komnir. Óhætt
er að segja að við Vestlendingar
séum í góðum höndum að hafa þessa
vösku sveit til að gæta laga og réttar.
Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu
embættisins. mm
Lögreglan á Vesturlandi
í hópmyndatöku
Búið að koma böndum á skepnuna.
Þegar á sunnudaginn var ljóst hvert stefndi með lyktarmengun.
Hér sést staðurinn merktur á kort þar
sem hvalinn bar að landi. Aðstæður á strandstað gerðu það vandaverk að koma hræinu út. Það gekk þó vel.
Hér er Björgin með hvalinn í togi áleiðis á haf út.