Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Síða 11

Skessuhorn - 23.06.2015, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 11 Brákarhátíð verður haldin í Borg- arnesi í sjöunda sinn laugardag- inn 27. júní næstkomandi. „Dag- skráin hefst meðal annars á morg- unverði og boltafjöri fyrir krakk- ana við íþróttahúsið. Það verður svona æskulýðs- og ungmenna- félagsbragur á þessum fyrsta dag- skrárlið,“ sagði Eiríkur Jónsson, einn skipuleggjenda hátíðarinn- ar, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í Skallagrímsgarði í lið- inni viku. Að sögn Eiríks verða all- ir hefðbundnir dagskrárliðir á sín- um stað. Til dæmis víkingahátíð í Skallagrímsgarði þar sem víking- ar berjast og markaði verður sleg- ið upp eins og verið hefur undan- farin ár. Með Eiríki í för var Sigríð- ur Júlía Brynleifsdóttir, formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar, en félagið leikur stóran þátt í hátíð- inni í ár. Þannig er nefnilega mál með vexti að 27. júní munu skóg- ræktarfélög, ásamt sveitarfélögum um allt land, minnast þess að 35 ár eru liðin frá því Vigdís Finnboga- dóttir var kjörin forseti Íslands. „Hún hafði það fyrir sið í forseta- tíð sinni að gróðursetja alltaf þrjú birkitré þar sem hún kom. Eitt fyr- ir stelpurnar, eitt fyrir strákana og eitt fyrir ófæddu börnin. Því verða gróðursett þrjú tré hjá hverju skóg- ræktarfélagi um allt land á laugar- daginn,“ segir Sigríður. Frú Vig- dís mun sjálf mæta upp í Borgar- nes og verða viðstödd gróðursetn- inguna í hádeginu á laugardag- inn. „Auðvitað kom upp sú hug- mynd að það væri gaman ef Vig- dís gæti komið og verið viðstödd. Kjartan Ragnarsson frétti af því, hringdi í Vigdísi og hún samþykkti að koma og taka þátt í þessu,“ seg- ir Sigríður. „Þessi tré verða gróð- ursett við íþróttavöllinn. Við gáf- um UMSB hundrað tré og gróður- settum á 100 ára afmæli sambands- ins og okkur þykir því við hæfi að halda áfram að planta trjám á þeim stað,“ bætir hún við. „Mér þykir dálítið skemmtilegt að gróðursetningin sé hluti af há- tíðinni í ár, það gefur henni enn meiri ungmennafélagsblæ. Í gamla daga voru alltaf gróðursett tré á landsmótum og mörgum öðrum viðburðum á vegum ungmenna- félaganna. Það verður gaman að rifja upp þessi tengsl. Þetta verður svona eins og pínulítið landsmót með gróðursetningu,“ segir Eirík- ur og brosir. Jákvæður rígur milli hverfa Á mörgum bæjarhátíðum vítt og breitt um landið er til siðs að skipta bænum upp í lið eftir hverfum sem hvert fær sinn einkennislit. Fólk skreytir svo garða sína og jafnvel sjálft sig í litum liðs síns. Brákarhá- tíð er þar engin undantekning og að sögn Eiríks og Sigríðar er oft og tíð- um mikið í skreytingarnar lagt. „Það er mikill metnaður í öllum hverfum fyrir skreytingunum. Ég veit til þess að það hafa verið haldnir vinnu- fundir í vikunni þar sem lagt var á ráðin um skreytingar,“ segir Eirík- ur og hlær við. En er þá mikill ríg- ur milli hverfa á meðan hátíðinni stendur? „Já, það er mikill rígur en mjög jákvæður rígur. Við tilheyrum nú bæði bláa hverfinu. Það er mik- ill metnaður fyrir þessu hjá okkur og ég veit að það gildir um önnur hverfi líka,“ bætir hann við og Sig- ríður tekur í sama streng. Að lokinni Víkingahátíð og mörkuðum í Skallagrímsgarði verður gert stutt hlé á dagskrá þar til öll hverfin munu hittast við dvalarheimilið Brákarhlíð. „Þar verður leikið á harmónikkur fyr- ir heldri borgarana okkar, dans- að og sungið áður en allir ganga saman á kvöldvökuna í Englend- ingavík,“ segir Eiríkur. Kvöldvak- an stendur til 22 um kvöldið og á miðnætti verður ball með Skímó í Hjálmakletti. „Þar geta foreldrar reimað á sig dansskóna og fengið sér mömmudjús og pabbadjús og dansað fram á nótt,“ segir Eiríkur að lokum, glaður í bragði. kgk Frú Vigdís Finnbogadóttir verður gestur Brákarhátíðar Landnámsmennirnir hafa látið sjá sig á hátíðinni í gegnum tíðina sem og Brák sjálf. Ljósm. úr safni. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, formaður Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Eiríkur Jónsson, einn skipuleggjenda Brákarhátíðar. Víkingabardagi í Skallagrímsgarði á Brákarhátíð. Ljósm. úr safni. BRÁKARBALL 23:00-03:00 Hjálmaklettur SKÍTAMÓRALL LEIKUR FYRIR DANSI 18 ÁRA ALDURSTAKMARK Miðaverð: 2500 kr. í forsölu 3000 kr. við hurð Forsala í Olís

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.