Skessuhorn


Skessuhorn - 23.06.2015, Page 17

Skessuhorn - 23.06.2015, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 17 Kvenfélag Ólafsvíkur hélt upp á 65 ára afmæli sitt síðatliðinn föstudag, 19. júní. Af því tilefni hefur félagið gefið út glæsilegan minjagrip sem einnig er falleg gjöf með notagildi. Þetta er askja með tíu gjafakortum ásamt umslögum með myndum frá Ólafsvík. Askjan verður seld og ágóðinn notaður til styrktar mann- úðar- og menningarmálum. „Við höfum unnið að þessu í tæp tvö ár. Fyrst vorum við að spá í að gefa út dagatal en þetta endaði síðan á þeirri hugmynd að gefa út þessi kort. Síðan tók við alls kyns út- færsla og hönnun. Til að mynda var ekki eins auðvelt að finna myndir og halda mætti. Það var að ýmsu að huga við framkvæmd þessa verk- efnis,“ segir Svanfríður Þórðar- dóttir sem er í framkvæmdanefnd kvenfélagsins. Konurnar í Kvenfé- lagi Ólafsvíkur kynntu kortaöskj- una í Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík á föstudaginn. Allir ljósmyndararnir gefa mynd- irnar sem eru notaðar á kortin. Það eru Atli Már Hafsteinsson, Þröst- ur Albertsson, Sigurjón Bjarnason, Alfons Finnsson, Eyjólfur Eyjólfs- son og Árni Guðjón Aðalsteins- son. Ester Gunnarsdóttir er formað- ur nefndarinnar. „Kortin verða örugglega seld í Blómabúðinni Blómaverki og versluninni Hrund hér í Ólafsvík. Við erum svo að skoða fleiri möguleika. Við vildum gefa kortin fyrst út áður en við fær- um í að bjóða þau til verslana og útsölustaða svo viðkomandi aðilar gætu séð vöruna,“ segir hún. „Það var Jónas Gunnarsson sonur Ester- ar sem hjálpaði okkur með hönn- unina á þessu öllu. Hann er mennt- aður sem grafískur hönnuður og veitti mikla aðstoð,“ bætir Svan- fríður við. mþh Konur í Ólafsvík gefa út gjafakort Ester Gunnarsdóttir og Svanfríður Þórðardóttir með kortin og öskjuna undir þau fyrir framan sig. Við fjárhagsáætlunargerð á síðasta ári ákvað bæjarstjórn Akraness að leggja 3,5 milljónir í nýjan Þróunar- sjóð skóla- og frístundasviðs á árinu 2015. Tilgangurinn með sjóðnum er að styðja við þróunar- og nýsköp- unarstarf á sviði skóla og frístunda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að starfsemin verði í sífelldri þróun í takt við breyting- ar í umhverfi og samfélagi. Skóla- og frístundasviði tilheyra leikskólar, grunnskólar, sérfræðiþjónusta skóla, tónlistarskólinn, frístundamiðstöð- in Þorpið og íþróttamannvirki Akra- neskaupstaðar. Þá geta skólar, frjáls félagasamtök og aðrir aðilar verið samstarfsaðilar í þróunarverkefnum. Alls bárust þrjár umsóknir um styrki úr sjóðnum; frá Garðaseli, Vallarseli og Grundaskóla. Úthlutað var úr Þróunarsjóðnum í fyrsta skipti síðastliðinn miðvikudag á fundi skóla- og frístundaráðs. Þar stað- festi ráðið tillögu úthlutunarnefnd- ar um að Vallarsel fengi úthlutað 3.100.000 krónum til þróunarverk- efnisins „Fjölmenningarlegt skóla- starf í Vallarseli“ og Garðasel 400 þúsund krónum til þróunarverkefn- isins „Lífið er leikur - að leika og læra.“ grþ Úthlutað úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs á Akranesi Fulltrúar leikskólans Vallarsels taka við styrknum. Ljósm. Akraneskaupstaður. „Ég hef teiknað síðan ég var lítill og hef áhuga á allri list. Teikning- um, málaralist, höggmyndalist og fleiru,“ sagði Piotr Gostynski, lista- maður í Borgarnesi, þegar blaða- maður heimsótti hann á dögun- um. „Þetta er ástríða mín,“ seg- ir hann og bætir því við að hann setji sér markmið í listsköpun sinni og þegar þeim er náð hellist yfir hann ánægjutilfinning. Piotr kem- ur frá Zielona Góra, um 150 þús- und manna borg í Lubuz-héraði í vesturhluta Póllands en fluttist til Íslands fyrir tæpu ári síðan og hóf störf hjá Loftorku. Undanfarið hafa teikningar hans af Borgarnesi vakið athygli heimamanna og nærsveit- unga. „Ég hef líka teiknað heima- borgina mína en teikningar af Borg- arnesi eru einu „landslagsmyndirn- ar“ sem ég hef teiknað hér,“ segir Piotr en bætir því við að hann hafi gert nokkuð af því að teikna port- rettmyndir fyrir fólk eftir pöntun. „Það er alltaf einhver sem vill port- rettmyndir,“ segir hann. Aðspurður um eftirlætis við- fangsefni sín svarar hann því til að það breytist reglulega frá einum tíma til annars. Eitt sinn hafi hann til dæmis teiknað mikið af helgi- myndum í 12. og 13. aldar stíl, en viðfangsefni helgimynda eru eink- um Jesú Kristur, María mey, dýr- lingar og englar. „Þetta gengur yfir í tímabilum. Ég hef teiknað mik- ið af helgimyndum í gegnum tíð- ina oft valið þær sem viðfangsefni. En ég hef líka fengist við airbrush- myndir, skreytt veggi í íbúðum og skólum. Til dæmis skreytti ég einu sinni 25 metra langan gang í skóla úti í Póllandi. En það er breytilegt frá einum tíma til annars hvað ég fæst við. Þessa dagana teikna ég mest Borgarnes og portrettmynd- ir,“ segir Piotr. Starfaði sem listamaður í heimalandinu Piotr er giftur og á þrjú börn en fjölskylda hans býr úti í Póllandi. Á árum áður starfaði hann að hluta sem listamaður í heimalandinu, setti upp nokkrar sýningar í galleríum en hætti öllu slíku upp úr 1990. „Það borgaði sig ekki að halda listasýn- ingar eftir að ríkisstjórn Lech Wa- lesa komst til valda, það svaraði ein- faldlega ekki kostnaði,“ segir Piotr. Aðspurður hvort hann hafi í hyggju að setja upp sýningar á nýjan leik úti í Póllandi eða jafnvel hér á landi kveðst hann ekki geta svarað því með neinni vissu. „Aðeins tíminn getur leitt það í ljós,“ segir hann. Tíminn er Piotr hugleikinn, sem þykir framboð á honum heldur af skornum skammti. Vinnulag hans markast af því, en hann fer gjarn- an á staðinn, tekur mynd af við- fangsefninu og teiknar svo eftir ljós- mynd. „Áður fyrr prófaði ég stund- um að setjast niður einhvers staðar og teikna. En það er svo miklu tíma- frekara en að taka mynd og teikna eftir henni, sérstaklega ef einhver sit- ur fyrir á myndinni,“ segir Piotr og lætur vel af þessu vinnulagi. „Þúsund ár væru ekki nógu langur tími til að gera allt sem mig langar til að gera, ég hef svo margar hugmyndir í koll- inum. Ég hef allt nema tíma,“ seg- ir Piotr að lokum og bætir því við að þeir sem hafi áhuga á að kaupa myndir af honum geti haft samband við hann í gegnum facebook. kgk „Þetta er ástríða mín“ - spjallað við Piotr Gostynski listamann í Borgarnesi Ein af teikningum Piotr þar sem meginviðfangsefnið er Borgarnes og nágrenni. Piotr Gostyński hefur vakið athygli Borgnesinga og nærsveitunga fyrir teikningar sínar af Borgarnesi. Helgimynd eftir Piotr af landa hans Jóhannesi Páli II páfa.Borgarteikning frá 2005. Piotr hefur síðan í haust teiknað myndir í sama stíl af Borgarnesi og nágrenni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.