Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 20158
Samgönguvika
sett í dag
LANDIÐ: „Veljum.
Blöndum. Njótum.“ er yf-
irskrift Samgönguviku í ár,
en hún verður sett í dag 16.
september, á Degi íslenskr-
ar náttúru. Um er að ræða
samevrópska viku sem ár-
lega stendur yfir dagana
16. – 22. september. Í ár er
vikan jafnframt hápunktur
samevrópskrar herferðar
sem ætlað er að ýta undir
fjölbreyttan ferðamáta og
hefur fengið heitið „Bland-
aðu flandrið“ á íslensku.
Fjöldi viðburða verður á
vegum sveitarfélaga og
félagasamtaka í vikunni en
nálgast má dagskrá vikunn-
ar hér á vef umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins, á
heimasíðum sveitarfélag-
anna, auk Facebook-síðu
vikunnar. Þannig verður
boðið í göngu- og hjólatúr-
ar, efnt til ljósmyndasam-
keppni, haldin sýning þar
sem kynnt verða ólík farar-
tæki og búnaður sem teng-
ist fjölbreyttum ferðahátt-
um, kynnt verða hjóla- og
göngukort, efnt til hjóla-
móts og haldið svokallað
BMX partý þar sem hjóla-
þrautir verða í hávegum
hafðar.
–fréttatilk.
Gríðarlegt
tekjutap af
banni Rússa
LANDIÐ: Um miðjan
ágúst óskaði sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra
eftir að Byggðastofnun
tæki saman upplýsingar um
mat á byggðalegum áhrif-
um viðskiptabanns Rússa.
Helstu niðurstöður liggja
nú fyrir. „Gert er ráð fyr-
ir að tekjutap sjómanna og
landverkafólks vegna inn-
flutningsbannsins geti ver-
ið á bilinu 990 milljónir
til 2.550 milljónir á heilu
ári. Tekjutap sjómanna er
áætlað 440 til 1.000 millj-
ónir en talið er að 400 sjó-
menn verði fyrir tekju-
tapi. Tekjutap landverka-
fólks við frystingu er talið
geta verið á bilinu frá 860
til 1.870 milljóna en talið
er að 780 manns verði fyr-
ir tekjutapi. Samtals verða
1.180 sjómenn og land-
verkamenn fyrir tekju-
tapi á bilinu 1.300 til 2.900
milljónir. Á móti kemur að
vegna aukinnar bræðslu
þarf 220 fleiri starfsmenn
til starfa í bræðslunum og
eru laun til þeirra áætluð á
bilinu frá 310 til 350 millj-
ónir. Tekjutap sveitarsjóða
vegna lægri útsvarstekna
er áætlað á bilinu 143 til
364 milljónir og tekjutap
vegna lægri aflagjalda er
áætlað allt að 43 milljón-
um. Almennt gera fyrirtæki
ekki ráð fyrir að segja upp
starfsfólki en hins vegar, að
óbreyttu, mun ekki koma
til ráðninga vegna vakta-
vinnu við fyrstingu makríls
og loðnu,“ segir í tilkynn-
ingu frá Byggðastofnun.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
5. - 11. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 1 bátur.
Heildarlöndun: 8.257 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
8.257 kg í tveimur lönd-
unum.
Grundarfjörður 5 bátar.
Heildarlöndun: 138.530
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
68.716 kg í einni löndun.
Ólafsvík 10 bátar.
Heildarlöndun: 56.932
kg.
Mestur afli: Guðmund-
ur Jensson SH: 16.156 kg í
einni löndun.
Rif 11 bátar.
Heildarlöndun: 156.875
kg.
Mestur afli: Hamar SH:
49.091 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 4.636 kg.
Mestur afli: Fjóla SH:
2.340 kg í þremur löndun-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
68.716 kg. 9. september.
2. Örvar SH - RIF:
47.022 kg. 10. september.
3. Helgi SH - GRU:
44.680 kg. 7. september.
4. Saxhamar SH - RIF:
43.432 kg. 11. september.
5. Hamar SH - RIF:
30.397 kg. 5. september.
grþ
Borgfirðingurinn Ævar Þór Bene-
diktsson er einn tíu einstaklinga
sem tilnefndur hefur verið sem
„Framúrskarandi ungur Íslending-
ur ársins 2015.“ Verðlaunin verða
veitt við hátíðlega athöfn fimmtu-
daginn 17. september í Háskól-
anum í Reykjavík. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands og
verndari verkefnisins, mun afhenda
verðlaunin. Í tilkynningu frá JCI á
Íslandi kemur fram að verðlaunin
séu veitt árlega af JCI Íslandi og
séu fyrst og fremst hvatningarverð-
laun til ungs fólks sem er að takast á
við krefjandi og athyglisverð verk-
efni. Á hverju ári er auglýst eftir
tilnefningum og getur hver sem er
tilnefnt framúrskarandi ungan Ís-
lending. Dómnefnd fer að lokum
yfir þær tilnefningar sem hafa bor-
ist og velur úr þrjá verðlaunahafa.
Dómnefndin í ár er skipuð þeim
Kjartani Hanssyni landsforseta
JCI, Dr. Ara Kristni Jónssyni rekt-
ors Háskólans í Reykjavík, Katr-
ínu Jakobsdóttur formanni Vinstri
grænna og Vilborgu Örnu Gissur-
ardóttur ævintýrakonu og pólfara.
Auðveldar lesblindum
textann
Ævar Þór er tilnefndur fyrir fram-
lag til barna, heimsfriðar og/eða
mannréttinda. „Ævar Þór er leik-
ari, sjónvarpsmaður, útvarpsmað-
ur og rithöfundur. Hann hefur
brennandi áhuga á að skemmta
og mennta ungt fólk. Hann hefur
skrifað bækur sem eru bæði skáld-
sögur og bækur sem kveikja áhuga
á vísindum hjá börnum. Hann hef-
ur einnig staðið fyrir lestrarátaki
og hvatt börn til lestrar og for-
vitni. Þar að auki hefur Ævar Þór
tekið meðvitaðar ákvarðanir um að
nota leturgerð í bókum sínum sem
er sérgerð til þess að auðvelda les-
blindum lestur. Með því er hann að
hvetja þá sem verða oftast útundan
í lestrarhópum á grunnskólaaldri
til að lesa,“ segir í tilkynningunni.
Aðrir sem tilnefndir eru: Eva
Brá Önnudóttir baráttukona í mál-
efnum námsmanna, Georg Lúð-
víksson stofnandi Meniga, Gísli
Matthías Auðunsson matreiðslu-
maður, Helgi Sveinsson heims-
meistari í spjótkasti, Katrín Tanja
Davíðsdóttir heimsmeistari í cross-
fit, Kristín Sveinsdóttir óperu-
söngkona, Kristjana Ásbjörnsdótt-
ir doktor í faraldsfræðum, Rak-
el Garðarsdóttir hugsjónakona
um umhverfismál og Snædís Rán
Hjartardóttir baráttukona um
mannréttindi.
grþ
Ævar Þór í hópi framúrskarandi Íslendinga
Hér má sjá hópinn sem tilnefndur er. Ævar Þór er í efri röð, sá fjórði frá vinstri.
Haustslátrun er að hefjast af fullum
krafti í sláturhúsum landsins enda
fyrstu réttir afstaðnar og fleiri fram-
undan. Að sögn Magnúsar Freys
Jónssonar framkvæmdastjóra Slát-
urhúss KVH á Hvammstanga hófst
haustslátrun í liðinni viku. Sumar-
slátrun hófst hinsvegar á Hvamms-
tanga 17. ágúst. Meðalfallþungi til
og með þriðjudagsins 8. september
var 16,3 kíló. Magnús Freyr seg-
ir að einatt sé hærri meðalvigt fyrst
á haustin þegar bændur geta valið
stærstu lömbin í tiltölulega litla slát-
urhópa.
Almennt búast menn við að fall-
þungi verði misjafn eftir landshlut-
um sökum tíðarsfarsins í sumar. Þá
óttast margir að rýr lömb verði inn á
milli að þessu sinni þar sem ær voru í
misjafnlega góðum holdum í vor og
því margar vanbúnar til að mjólka
vel í lömb sín. Á móti kemur að
gróður hefur verið með besta móti
fram á haustið og því gæti vel ræst úr
vexti dilkanna. Þetta mun hins vegar
skýrast betur þegar fé kemur af fjalli
á næstu vikum. mm
Haustslátrun að hefjast
Á dögunum festi byggingafyrirtækið
SÓ húsbyggingar kaup á sögufrægu
húsi við Borgarbraut 7 í Borgar-
nesi. Húsið hefur í daglegu tali ým-
ist gengið undir nafninu 1919 með
skírskotun í byggingarár þess, eða
Skverhöllin. Síðara nafnið er til
komið vegna þess að Magnús Jónas-
son, sem byggði húsið eftir að hann
lauk húsgagnasmíðanámi í Reykja-
vík, hafi oft ætlað að „skvera“ hlut-
unum af. Hann seldi meðal annars
bílaeldsneyti af tanki sem lengi stóð
við húsið. Íbúum í Borgarnesi hef-
ur um nokkurt skeið fundist nauð-
synlegt að þetta hús verði fært í
betra horf enda á áberandi stað og
var lengst af prýði í bæjarmyndinni.
Húsið hefur í seinni tíð verið í nið-
urníðslu. Arionbanki eignaðist það
loks en bankinn hefur nú selt SÓ
húsbyggingum.
„Við ætlum að gera húsið upp og
innrétta þar tvær íbúðir sem verða
seldar. Upphaflega var þetta byggt
sem einbýlishús og var lengst af
þannig en í seinni tíð voru í því tvær
íbúðir. Á næstu mánuðum verður
unnið að því að gera við ytra byrði
hússins og koma því í upprunalegt
horf. Þegar því verki verður lok-
ið verður hafist handa við að end-
urinnrétta húsið,“ sagði Jóhann-
es Freyr Stefánsson framkvæmda-
stjóri SÓ húsbygginga í samtali við
Skessuhorn.
mm
SÓ húsbyggingar kaupa sögufrægt hús í Borgarnesi
1919 við Borgarbraut 7 í Borgarnesi verður nú lagfært og
útlit þess fært í upprunalegt horf.
Þessa mynd tók Einar Ingimundarson af húsinu þegar það
var upp á sitt besta. Hún er birt með góðfúslegu leyfi Héraðs-
skjalasafnsins.