Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201514
Svipmyndir úr göngum og réttum síðustu daga
Hér ríður Bjarni Árnason verkfræðingur frá Brennistöðum fyrir safninu af Arnar-
vatnsheiði síðdegis á laugardaginn, en fénu er réttað í Fljótstungurétt.
Ljósm. mm.
Þrátt fyrir að tekið væri að húma að kvöldi var byrjað að rétta í Fljótstungurétt strax og féð var komið af fjalli. Hér er
svipmynd úr safngirðingunni. Ljósm. mm.
Góður smalahundur er gulls ígildi. Hér sannar einn þeirra getu sína þegar safnið
af Arnarvatnsheiði var rekið niður á laugardaginn. Ljósm. mm.
Svipmynd úr Skarðsrétt við Svignaskarð þar sem réttað var í blíðunni á mánudaginn. Þar er réttað fé af afrétti á Langavatns-
dal og þar suðuraf. Líkt og víða var mannfjöldi en með góðum vilja sést þó í fé einnig. Ljósm. Þórólfur Sveinsson.
Safnið af Holtavörðuheiði og úr Ljósufjöllum þokast hér til byggða.
Eyjólfur Magnússon frá Hamraendum, bóndi í Ási, í forgrunni.
Ljósm. Guðmundur Steinar Jóhannsson.
Safnið rekið niður Holtavörðuheiðina. Norðuráin liðast niður dalinn
og Fornihvammur til hægri. Ljósm. Guðmundur Steinar Jóhannsson.
Áð við Ljárskógasel í Dölum áður en riðið var í smalamennsku um
helgina. Ljósm. bae.
Fé rekið úr Ljárskógarétt áleiðis heim að Hjarðarholti í Dölum. Ljósm. bae. Séra Elínborg Sturludóttir bóndi í Stafholti er hér í Þverárrétt. Ljósm. mm
Björg María í Hægindi er hér búin að heimta lamb í Þverárrétt.
Ljósm. mm.
„Ut vil ek..“ gætu þessar eins verið að segja, hefðu þær mál. Þessi
mynd er tekin við einn dilkinn í Þverárrétt eftir að réttarhaldi lauk á
mánudaginn. Ljósm. mm.
Það er góður siður að taka lagið í réttum þótt sífellt fækki þeim
sem hefja upp raust sína á þeim vettvangi. Það gerðu þó þessir
á sunnudagskvöldið í Þverárrétt. Frá vinstri eru Ásgeir Yngvi frá
Svarfhóli bóndi á Stað, bræðurnir Sindri og Gauti Sigurgeirssynir og
Helgi Haukur Hauksson.