Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 17
TIL HAMINGJU ÍA MEÐ SÆTI
Í PEPSI-DEILDINNI AÐ ÁRI!
„Við erum búnar að spila sam-
an síðan við vorum 16 ára,“ sögðu
markvörðurinn Morgan Glick og
varnarmaðurinn Megan Dunnigan,
en þær gengu til liðs við ÍA í vor
og léku með liðinu í sumar. Þær eru
báðar frá Texas og spiluðu saman
með liði Stephen F Austin State í
bandaríska háskólaboltanum.
Aðspurðar hvernig það kom til
að þær ferðuðust yfir hálfan hnött-
inn til að leika með ÍA í sumar segja
þær að þjálfari þeirra í háskólan-
um hafi komið því í kring. „Þjálfar-
inn okkar fór að spyrjast fyrir innan
liðsins hverjar okkar hefðu áhuga á
að fara eitthvað og spila. Við áttum
ekkert endilega von á því að fá að
fara eitthvað. En þegar tækifærið
bauðst þá stukkum við á það,“ segja
þær. Úr varð að Þórður Þórðarson
þjálfari sótti þær út á Keflavíkurvöll
innan við tveimur dögum áður en
tímabilið hófst og tilkynnti þeim þá
og þegar að þær myndu báðar byrja
fyrsta leik. „Morgan spilar náttúru-
lega í marki svo ég átti alveg eins
von á að hún myndi byrja en það
kom mér á óvart að ég myndi byrja.
Þá voru nokkrir mánuðir síðan við
spiluðum leik síðast,“ segir Meg-
an og viðurkennir að þær hafi verið
örlítið ryðgaðar og fyrsti leikurinn
hafi verið erfiður.
Síðan þá hafa þær leikið vel á
tímabilinu. Liðið fékk aðeins á sig
5 mörk í 15 leikjum og auk þess
skoraði Megan sex mörk, þrátt fyr-
ir að hafa leikið sem bakvörður í allt
sumar. Hún skoraði meðal annars í
síðari undanúrslitaleiknum á móti
Grindavík og markið sem skildi ÍA
og FH að í úrslitaleik 1. deildarinn-
ar síðastliðinn laugardag. „Ég hef
aldrei skorað mikið af mörkum,“
segir Megan „en það er gaman að
skora, hressandi og skemmtilegt,“
bætir hún við og brosir.
Stelpurnar þýða brand-
ara fyrir okkur
Áður en þær komu settu þær sig í
samband við leikmenn sem höfðu
komið og spilað á Íslandi og fengu
að heyra af misjafnar reynslusögur
þeirra. Þær telji sig hins vegar hafa
verið mjög heppnar með að ganga
til liðs við ÍA. „Ég held að við höfum
sýnt það í sumar að við náum bet-
ur saman og höfum betri liðsheild
en mörg önnur lið,“ segir Morg-
an og telur í því samhengi mikil-
vægt að stór hluti liðsins hafi leikið
saman upp yngri flokkana og þekk-
ist vel. Einnig hafi verið lagt mikið
upp úr því að þær upplifðu sig sem
hluta af hópnum og hluta af liðinu,
en Morgan og Megan eru einu leik-
mennirnir sem léku með ÍA í sumar
sem ekki eru heimamenn. „Stelp-
urnar hafa hjálpað okkur mikið við
að upplifa okkur sem hluta af lið-
inu,“ segir Morgan. „Við skiljum
ekki mikið í íslensku þannig að ef
einhver segir brandara þá þýða þær
hann yfir á ensku fyrir okkur,“ bæt-
ir Megan við og brosir. „Þær hafa
gert þetta að mjög ánægjulegri
reynslu fyrir okkur, ásamt þjálfur-
um, félaginu og bara öllum,“ segja
þær ánægðar.
Þær viðurkenna að þeim hafi
brugðið örlítið þegar þær kynnt-
ust veðrinu, það sé ólíkt því sem
þær eiga að venjast frá Texas en það
eina sem þær hafi í raun út á að setja
varðandi sumarið sé keppnisfyr-
irkomulag deildarinnar. Í 1. deild
kvenna léku í sumar 19 lið í þremur
riðlum þar sem átta lið tryggðu sér
þátttökurétt í úrslitakeppni um laus
sæti í úrvalsdeild. Þær eru þeirrar
skoðunar að allt of mikill getum-
unur hafi verið á bestu og verstu
liðunum. „Þegar leikir fara reglu-
lega 7-0 eða 8-0 þá er augljóst að
allt of mikill munur er að liðunum.
Tala nú ekki um þegar maður sér
leiki fara 21-0. Það getur ekki ver-
ið gaman að tapa svona stórt,“ seg-
ir Morgan og bætir því við að það
sé heldur engin keppni fyrir betra
liðið. „Auk þess leiðir þetta til þess
að við spilum fáa leiki,“ segir hún.
„Við erum vanar því að spila tvisv-
ar í viku í háskólaboltanum en í
sumar komu vikur þar sem það var
ekki einu sinni leikur,“ bætir Meg-
an við.
Ungt og mjög efnilegt lið
En hverjir eru möguleikar ÍA á að
halda sæti sínu í deild þeirra bestu
á næsta tímabili? „Liðið á góða
möguleika. Ef það heldur áfram að
bæta sig eins og það gerði eftir því
sem leið á sumarið þá held ég að
þær geti vel haldið sér uppi. Þetta
er ungt og mjög efnilegt lið sem á
framtíðina fyrir sér,“ segir Morgan
og Megan tekur í sama streng.
Aðspurðar um framtíðina tel-
ur Morgan að afskiptum hennar
af knattspyrnu sé lokið í bili. Hún
hafi í hyggju að snúa sér aftur að
námi. Megan er hins vegar óákveð-
in. Hún ætli sér vissulega að halda
áfram að feta menntaveginn í fram-
tíðinni en þangað til langi hana að
skoða heiminn og hefur orð á því
að það væri gaman að geta nýtt
knattspyrnuna sem tæki til þess.
„Það væri reyndar gaman að koma
aftur og spila með liðinu í Pepsi-
deildinni,“ segir Morgan og bros-
ir. „En hvort sem það gerist eða
ekki þá höldum við örugglega sam-
bandi við stelpurnar,“ bætir Meg-
an við. „Þetta er búið að vera svo
skemmtilegt sumar og við erum
virkilega þakklátar fyrir þetta tæki-
færi, félaginu, fjölskyldunum sem
við bjuggum hjá, liðsfélögunum
og bara öllum,“ segja þær Morgan
Glick og Megan Dunnigan að lok-
um.
kgk
„Ungt og efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér,“
Morgan Glick og Megan Dunnigan
Morgan Glick og Megan Dunnigan.