Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201530 Steinunn Eik Egilsdóttir er ungur og efnilegur Skagamaður. Hún lauk nýverið meistaranámi við Oxford Brookes háskóla í arkitektúr. Nú býr hún í Ghana í Afríku, þar sem hún starfar við hönnun fjölbýlishúsa, gerir rannsóknarverkefni og hannar vörumerki ásamt ýmsu fleiru. Hún segir lífið í Afríku ólíkt lífinu á Ís- landi og segist hvergi hafa séð jafn glaðlynd börn. Skessuhorn setti sig í samband við Steinunni Eik og fékk hana til að segja frá náminu, verk- efni í Palestínu og lífinu í Afríku. Ætlaði alltaf að verða arkitekt Steinunn Eik er Akurnesingur í húð og hár. Hún er fædd og uppal- in á Skaganum en hefur búið víða um heiminn og ferðast mikið vegna náms og starfa. „Það er samt alltaf jafn indæl tilfinning að koma aftur heim í Jörundarholtið á Akranesi og hlaða batteríin inn á milli,“ seg- ir hún. Það var snemma sem Stein- unn fann að leiðin hennar lá í arki- tektúr. Hún ætlaði að verða arkitekt frá því hún man eftir sér og aldrei kom annað nám til greina. Þegar hún stundaði nám í Fjölbrautarskóla Vesturlands tók hún alla þá áfanga sem hún taldi að myndu hjálpa sér á þeirri leið. Hún var með hugann við umsókn í Listaháskólann enda er byggingarlist hennar helsta áhuga- mál. „Allt sem viðkemur hönnun og byggðu umhverfi heillar mig. Arki- tektúr hefur það mikil áhrif á mig að sumar byggingar eða staðir geta gert mig sorgmædda eða yfir mig ham- ingjusama. Sjónrænar listir, sköp- un, skipulagsmál, manngert um- hverfi, náttúra og umræður tengd- ar þessu öllu eru mín helstu áhuga- mál,“ segir Steinunn. Hún lauk BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands vorið 2011. Hún segir árin þrjú í þeim skóla hafa verið yndis- leg og eftirminnileg. Eftir útskrift- ina starfaði hún við endurgerð gam- alla húsa á Argos, Arkitektastofu Grétars og Stefáns, sem hún seg- ir hafa verið lærdómsríkt. Ári síð- ar hélt hún út til Oxford í masters- nám í arkitektúr og útskrifaðist það- an í fyrra. „Það að læra og bæta við sig kunnáttu erlendis er einnig mjög dýrmæt reynsla. Í Oxford Brookes háskóla kynntist ég kennurum og nemendum frá öllum heimshorn- um. Það var dásamlegt að búa í þeim mikla háskólabæ sem Oxford er. Þessi litla borg er full af nemend- um og kraumar af lífi, umhverfið er fallegt; mikið um almenningsgarða og gamlar merkilegar byggingar,“ rifjar hún upp. Vann með þorpsbúum í Palestínu Ein helsta ástæðan fyrir því að Stein- unn valdi að fara í Oxford Brookes er sú að skólinn leggur mikla áherslu á sjálfbærar lausnir og samfélagslegt gildi í náminu. Steinunn er áhuga- söm fyrir þátttöku samfélagshópa í hönnun þeirra nánasta umhverfis og telur að rík samvinna arkitekta og almennings sem nota mun rým- ið skili bestri úrlausn. Þetta upp- lifði hún vel í lokaverkefni sínu frá Oxford Brookes, sem hún vann í þorpinu Beit Iksa í Palestínu. „Eftir mikla umhverfislega- og samfélags- lega rannsóknarvinnu um vatnsauð- lindir í Palestínu og Ísrael og mis- skiptingu þegar kemur að aðgangi að vatni, hélt ég ásamt tveimur pró- fessorum og litlum nemendahóp í vettvangsferð til Palestínu í nóvem- ber 2013. Í grunninn til er nóg vatn fyrir báðar þessar þjóðir, en með hernaðarvaldi sínu dæla Ísraelar vatni frá uppsprettum á landi Pal- estínu yfir til sín og Palestínu menn þurfa svo að kaupa vatnið aftur til baka.“ Í ferðinni vann hópurinn náið með þorpsbúum. Gerðar voru tilraunir með að hreinsa frárennslis- vatn frá heimilum til að nota í vökv- un en helsta atvinna þorpsbúanna er ólífuræktun. „Þetta verkefni var ein- staklega gefandi og Palestínumenn eru án efa gestrisnasta þjóð sem ég hef kynnst. Það var í raun ótrúlegt að upplifa alla hlýjuna og vinsemd- ina sem okkur var sýnd, miðað við allt sem fólkið á þessu svæði hefur upplifað,“ segir Steinunn og bætir því við að brátt verði þorpið innilok- að í aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. „Örfáum vikum eftir ferðina okk- ar þangað var ungur drengur skot- inn til bana á þessum stað fyrir það eitt að labba of nálægt hermönnum á leið heim úr skólanum,“ segir hún alvarleg. Greinileg kynjaskipting Í Palestínu þróaði Steinunn einnig einstaklingshluta meistaraverkefnis- ins. „Strax fyrstu dagana í ferðinni tók ég eftir greinilegri kynjaskipt- ingu hvað varðar notkun rýma bæð innan og utandyra. Þrátt fyrir að Palestínskar konur séu mjög sterkir karakterar og margar vel menntað- ar, er heimilið þeirra yfirráðarstað- ur. Alls staðar utan dyra sjást karlar á spjalli og drengir að leik. Eina kaffi- húsið í bænum var bara fyrir karla og búðir og rakarastofur virðast vera mikil félagsrými karlmanna,“ seg- ir Steinunn sem fékk tækifæri til að klæða sig upp í Palestískan alklæðn- að og skoða moskuna á staðnum. „Þar er sama staða er kemur að kynj- unum; bænasalur karlanna er stór, litríkur og mikið skreyttur á meðan kvennarýmið er lítið og einfalt. Þessi greinilega skipting hafði mikil áhrif á mig og ég fór að teikna upp þrops- rýmin og þar sem mér var daglega boðið í kaffi og matarboð hjá kon- um í þropinu náði ég að kynnast líf- inu þar vel.“ Hannaði griðastaði fyrir konur Einn daginn í ferðinni ákvað hóp- urinn að bjóða konum og stúlkum þorpsins í dagsferð að Dauðahafinu og á nokkra fallega staði. „Þegar ég mætti inn í rútuna sátu konurnar all- ar aftast og samnemendur mínir og kennarar fremst. Konurnar höfðu þó tekið frá sæti fyrir mig aftast í rút- unni, enda hafði ég tekið viðtöl við margar þeirra dagana á undan. All- ar höfðu þær mætt hlaðnar af bakk- elsi og heimagerðum mat, fullar af örlæti.“ Steinunn lýsir því að þegar rútan hafði ekið nokkurn spöl hafi heyrst lag í útvarpinu sem konurnar þekktu allar „og á augnabliki var eins og þær yrðu allar litlar skólastelpur á ný, þær sungu, dönsuðu og klöpp- uðu og gleðin skein úr hverju andliti. Ég náði þessari stund á myndband og það sem eftir var dags hugsaði ég um hversu sérstakt þetta var. Því þessar konur hafa í raun engan stað til að koma saman og dansa og syngja,“ út- skýrir hún. Það var úr að Steinunn tileinkaði lokaverkefninu sínu að búa til litla griðastaði í þorpinu fyrir kon- ur og stúlkur til að koma saman og njóta saman í mat, dans og samveru. „Mánuðina eftir Palestínuferðina var ég í stöðugu sambandi við konurnar úti og saman fléttuðum við hönnun- arverkefnið mitt inn í gömul hálfyf- irgefin steinhús í þorpinu, bætt við, breytt og lagað, hinu gamla var því gefið nýtt líf.“ Afríka hafði lengi heillað Eftir fyrsta árið í Oxford Brookes fannst Steinunni hún vera komin á þann stað í námi og starfi að hún gæti farið að gefa eitthvað af sér. Sumarið 2013 lá því leið Steinunn- ar til Afríku í fyrsta sinn. Hún segir Afríku alltaf hafa heillað. „Þegar ég fór að huga að því að fara í hjálpar- starf kom bara Afríka til greina. Ég hafði veturinn á undan tekið þátt í starfi afrískrar kirkju í Oxford, að- stoðað við barnastarfið og fleira. Á einhvern sérstakan hátt fann ég mikla tengingu við þeirra menn- ingu og tónlist og mig langaði að kynnast þeirra uppruna betur. Mig hafði lengi langað til að fara í hjálp- arstarf og þarna sá ég leið til að nýta menntun mína til að gera eitthvað gott,“ segir Steinunn. Hún fann samtök í Accra, höfuðborg Ghana, sem kallast ArchiAfrika og eru eins konar regnhlífasamtök arki- tekta í Vestur-Afríku. „Í Ghana átti ég gott og lærdómsríkt sumar þar sem ég fékkst við að setja upp arki- tektatímarit, skipuleggja ráðstefn- ur og málþing og tók þátt í hönn- un heimilis fyrir munaðarlaus börn, skóla og gerði grunnrannsókn fyr- ir hönnun stórrar saumastofu fyrir samtökin Global Mamas.“ Afríkuþránni var ekki fullnægt Tveimur árum síðar, eftir að hafa klárað mastersnámið og unnið tæpt ár á Íslandi, er Steinunn aftur kom- in til Ghana. „Fyrir nokkrum mán- uðum hafði kona sem ég kynnt- ist hér fyrir tveimur árum samband við mig. Hún er nú að stofna sína eigin stofu hér í Accra og bauð mér starf. Þar sem Afríku-þránni minni var ekki enn fullnægt ákvað ég að slá til,“ segir Steinunn. Á stofunni vinn- ur Steinunn bæði að hönnun fjöl- býlishúsa á svæði innan um gamlar breskar nýlendubyggingar sem og að gera rannsóknarverkefni á öðru hverfi í borginni. Þar eru skráð- ir umhverfislegir þættir og félags- leg þörf á staðnum fyrir fyrirtæki sem á nokkuð stórt land í hverfinu. „Borgir í Afríku eru að þróast mjög hratt og fjárfestar huga misvel að hvernig þeir byggja inn í það sem umhverfi sem fyrir er. Innri stoð- um hins byggða umhverfis er mjög ábótavant. Frárennsli eru opin og óvarin og stíflast því gjarnan af rusli, þar sem sorphirða er af skornum skammti.“ Steinunn segir það eink- um óheppilegt á regntímabilinu því þá geti götufrárennsli og ár í borg- um stíflast algjörlega og flætt yfir bakka sína. „Næstu helgi mun ég taka þátt í ráðstefnu um flóðahættu hér í borginni, en ég hef í frítíma mínum unnið með bresku arkitekta- hjálparsamtökunum Architecture Sans Frontieres. Á ráðstefnunni munum við ræða um grunnviðbrögð á flóðasvæðum hér í Accra. Sem sagt að búa til ákveðið „safe-zone“ þar sem fólk gæti safnast saman þegar flæðir, en fyrr á þessu ári dóu yfir 100 manns í sprengingu sem varð á bensínstöð þegar mikil flóð urðu um miðja nótt.“ Í vinnunni er hún jafnframt að vinna að samkeppnis- tillögum bæði í Afríku og Bandaríkj- unum ásamt því að ljósmynda við- burði og hanna vörumerki fyrir fyr- irtæki í Ghana. Í frítíma sínum hef- ur hún einnig verið að vinna sjálf- Lifir og starfar í Afríku, þar sem gleði finnst í einfaldleikanum Rætt við Steinunni Eik Egilsdóttur ungan arkitekt frá Akranesi. Steinunn Eik ásamt börnum úr hverfinu þar sem hún bjó í Ghana 2013. Þessi fallegu systkini voru nýkomin heim úr moskunni og voru að leik við vini sína sem sungu um biblíuna. Í Ghana ríkir algjör sátt og virðing milli mismunandi trúar- bragða. Forvitin lítil stúlka í Osu, hverfi Steinunnar í Accra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.