Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201524 ÍA tryggði sér á dögunum sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Blaðamaður settist niður og ræddi við Þórð Þórðarson, þjálfara liðs- ins og þeir byrjuðu á að spjalla um viðureignina á móti Grinda- vík, sem ÍA sigraði samanlagt 4-2. Í byrjun síðari leiksins átti liðið þó erfitt uppdráttar, þrátt fyrir 3-0 sigur í fyrri leiknum á Akranes- velli. „Við beittum hápressu í heima- leiknum og lögðum upp með að leyfa þeim að spila út frá markinu og ráðast á þær þá. Það virkaði vel og við höfðum undirtökin í þeim leik í 90 mínútur. Þegar við vor- um búin að skora þrjú mörk þá var þetta aldrei spurning og ég hélt að við myndum bæta við mörkum í lok leiksins en það gekk því mið- ur ekki. En engu að síður mjög vel spilaður leikur hjá liðinu og sig- urinn verðskuldaður,“ segir Þórð- ur. ÍA leiddi því viðureignina með þremur mörkum gegn engu fyr- ir síðari leik liðanna í Grindavík miðvikudaginn 9. september síð- astliðinn. „Í leiknum í Grindavík voru að- stæður auðvitað mjög erfiðar og það var brjálað rok sem stóð á annað markið og gekk á með rign- ingu, ekta íslenskt slagveður. En fyrirfram lögðum við leikinn samt upp mjög svipað og heimaleikinn. Við ætluðum að pressa þær hátt en hafa miðjumennina samt aðeins bundnari í varnarleik, þeir hefðu þá ekki jafn mikið frelsi til að sækja og í fyrri leiknum. Stefnan var að skora snemma og reyna að gera út um viðureignina. En það gekk því miður ekki alveg eins og við von- uðum. Við áttum í vandræðum með rokið og gekk illa að ná upp spilinu á móti rokinu,“ segir Þórð- ur. „Kannski var líka eitthvað und- irliggjandi stress í liðinu sem hafði áhrif á okkur. Ef leikmenn eru stressaðir á vellinum þá birtist það oft í því að menn vilja ekki fá bolt- ann og eru að fela sig.“ Honum fannst að leikur liðs- ins hafi batnað þegar um það bil hálftími var liðinn af leiknum, þá hafi verið farið að draga aðeins af Grindavíkurliðinu. Það hafi komið betur og betur í ljós eftir því sem leið á leikinn að leikmenn ÍA væru í betra formi en flestir leikmenn andstæðinganna. Eftir að málin voru rædd í leik- hléi og farið yfir stöðuna mætti ÍA liðið ákveðið og af krafti til síð- ari hálfleiks. „Þegar um 10 mín- útur voru liðnar af seinni hálfleik fannst mér þetta ekki vera spurn- ing um hvort við myndum skora heldur hvenær. Eftir að við skor- um var þetta aldrei í hættu og við spiluðum bara mjög öruggan leik það sem eftir var. Þær ógnuðu okk- ur kannski tvisvar allan seinni hálf- leikinn og í bæði skiptin réði vörn- in okkar vel við það. Mér fannst við mun líklegri til að jafna metin en þær að bæta við,“ segir Þórður. „En þetta var nóg, ég held við get- um ekki verið annað en verið mjög ánægð með það,“ bætir hann við. Árangur okkar byggist á góðum varnarleik „Við spiluðum góða vörn í allt sumar, það var lykilatriði í leik okk- ar. Við lögðum mikla áherslu á að það væru allir að verjast á vellin- um og að allir væru duglegir. Það er ekki í boði að vera með farþega í varnarleik. Það fer enginn langt án þess að spila góða vörn,“ segir Þórður. Úr varð að liðið fékk að- eins á sig fimm mörk í allt sumar og þá eru mörkin tvö sem liðið fékk á sig í Grindavík talin með. En þrátt fyrir þéttan varnarleik fór liðið hægt af stað og á köflum gekk erfiðleg að skora mörk. „Við mættum tveimur sterkustu liðun- um, Augnabliki og HK/Víkingi, í tveimur fyrstu leikjunum. Vinnum annan og gerum jafntefli í hinum. Svo töpum við þriðja leiknum, á móti Haukum, mjög ósanngjarnt að mínu mati. Við dómíneruðum þann leik algjörlega og hefðum átt að vinna. Svo gerum við jafntefli á móti Keflavík eftir að hafa lent und- ir og manni færri eftir 10 mínútur. Þannig að það má segja að byrjun- in hafi verið svolítið brösótt,“ seg- ir hann. „En frá því um verslunarmanna- helgi hefur verið góður stígandi í leik liðsins og við höfum spilað mjög góðan fótbolta, bæði í síðustu leikjum riðilsins og í úrslitakeppn- inni á móti Fjarðabyggð og Grinda- vík,“ bætir Þórður við. Mikil endurnýjun frá síð- asta sumri Vegna þess hve margir heimamenn skipa liðið var upplifun blaðamanns sú að liðið sem tryggði sér sæti í úr- valsdeild nú væri í grunninn sama lið og fór upp fyrir tveimur árum síðan. Þann misskilning leiðréttir Þórður. „Ég fór að telja þetta saman um daginn og bara síðan í júlí í fyrra erum við búin að missa átta leik- menn, meira en helmingur þeirra voru byrjunarliðsmenn. Það er því í raun risastórt afrek að hafa komist upp í ár,“ segir Þórður en bætir því við að vissulega séu margir heima- menn í liðinu. „Síðustu 10 ár hefur verið unnið markvisst í yngri flokka starfinu og við erum að fá mjög efni- lega leikmenn upp í meistaraflokk. Það hafa mest verið 27 á æfingum í sumar. Þar af eru 25 heimamenn, allt Skagamenn. Ég sé ekkert annað lið á landinu vera með svo hátt hlut- fall heimamanna, hvorki í kvenna- né karlaboltanum,“ segir hann. Nauðsynlegt að styrkja liðið Samningur Þórðar sem þjálfari liðs- ins rennur út nú í september og að- spurður segir hann engar viðræð- ur hafa farið fram um framhaldið. Eflaust muni félagið þó koma að máli við hann áður en langt um líð- ur ef þeir hafa þar að segja áhuga á að framlengja samstarfið. Þrátt fyr- ir það hefur hann velt möguleik- um liðsins á komandi sumri lítil- lega fyrir sér. „Það er ekki spurning að það þarf að styrkja liðið. Ef við gerum ráð fyrir sama hóp og núna þá þarf þrjá góða leikmenn í við- bót ef liðið á að eiga möguleika á að halda sér uppi. Við höfum séð það á liðum sem hafa farið upp undan- farin ár. Þau lið sem hafa farið upp og ekki bætt við verulega sterkum leikmönnum hafa farið beint niður aftur,“ segir hann. „Við ættum að þekkja það vel á Skaganum.“ Hvort sem Þórður verður áfram þjálfari liðsins eða ekki telur hann að auðvitað sé stefnt á að halda lið- inu í deildinni, það sé markmið allra liða sem fara upp um deild. „En til þess verður að styrkja liðið og það er alltaf spurning um pen- inga. Það vantar meira fé í kvenna- boltann á Akranesi til að hægt sé að halda áfram að byggja upp gott lið. Þar verður samfélagið á Akranesi að hjálpast að ef að við viljum eiga lið í efstu deild á komandi árum.“ kgk „Í raun risastórt afrek að hafa komist upp í ár“ Leikmenn ÍA tóku sig til og tolleruðu Þórð í fagnaðarlátunum sem brutust út eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil 1. deildar síðastliðinn laugardag. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.