Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 29
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Vefmiðillinn Stundin birti fyrr í
vikunni viðtal við hjón sem hafa
uppi alvarlegar ásakanir á hendur
starfsmönnum Háskólans á Bifröst.
Þau Hjalti Thomas Houe og Sól-
rún Fönn Þórðardóttir segja skól-
ann hafa fullvissað sig um að nám
við Háskólagátt Háskólans á Bifröst
myndi veita þeim inngöngu í Há-
skóla Íslands. Sviðsstjóri kennslu-
sviðs Háskóla Íslands segi námið
hins vegar ekki veita rétt til náms
við HÍ. Hægt sé að sækja um und-
anþágu en fáar deildir veiti hana. Þá
segja þau hjón Hjalti og Sólrún að
Háskólinn á Bifröst neiti að endur-
greiða innritunargjöld. Vegna þess-
ara ummæla í Stundinni hefur Vil-
hjálmur Egilsson rektor Háskólans
á Bifröst sent frá sér yfirlýsingu.
Þar segir m.a:
„Háskólinn á Bifröst hefur starf-
rækt Háskólagátt frá árinu 2013 en
námið byggir á Frumgreinadeild
sem starfrækt hafði verið á und-
an í 15 ár. Nám í Háskólagátt er án
hefðbundinna skólagjalda en inn-
heimt er annargjald hverja önn kr.
85.000. Samtals hafa um 200 nem-
endur útskrifast úr Háskólagátt frá
2013. Námið hefur reynst haldgóð-
ur undirbúningur fyrir nemend-
ur sem stefna á háskólanám en hafa
gert hlé á námi og sótt reynslu í at-
vinnulífið og/eða vantar framhalds-
skólaeiningar til að komast í há-
skóla. Það er í langflestum tilfellum
orðið 25 ára og getur því ekki kom-
ist inn í framhaldsskóla samkvæmt
núverandi reglugerð mennta- og
menningarmálaráðuneytis. Nám í
Háskólagátt er í fullu samræmi við
aðalnámskrá framhaldsskóla. Próf
úr Háskólagátt er hins vegar ekki
frekar en önnur framhaldsskólapróf
trygging fyrir því að komast í hvaða
háskólanám hvar sem er,“ segir Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur segir að um 90%
þeirra sem útskrifuðust úr Háskóla-
gátt á Bifröst árið 2014 hafa stund-
að háskólanám að útskrift lokinni,
samkvæmt könnun sem skólinn
gerði nýverið. Um helmingur nem-
enda við Háskólann á Bifröst en um
40% við aðra háskóla, hérlendis og
erlendis. „Námið í Háskólagátt er
miðað að því námi sem er stundað
við Háskólann á Bifröst, viðskipta-
fræði, lögfræði og félagsvísindi. Við
erum stolt af árangri Háskólagátt-
arnemenda í háskólanámi og er það
eini marktæki mælikvarðinn sem
við höfum á gildi námsins. Háskóla-
gáttin hefur á liðnum árum skapað
hundruðum einstaklinga tækifæri
til háskólanáms, tækfæri sem þetta
kraftmikla fólk hefði ella ekki not-
ið. Árangur þess er skýrt merki um
gildi námsins og gæði,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson.
Þá segir Vilhjálmur að Háskólinn
á Bifröst hafi ávallt gert umsækjend-
um um Háskólagátt grein fyrir því
að námið tryggi ekki háskólavist.
„Í viðtölum eru allir umsækjend-
ur í Háskólagátt upplýstir um að til
að komast í háskóla á Íslandi þurfi
stúdentspróf, en þeir sem útskrifist
með aðfararnám frumgreinadeilda
sæki um á undanþágu sem háskól-
ar geta nýtt sér með leyfi mennta-
og menningamálaráðuneytis. Allir
sem útskrifast úr Háskólagátt sækja
um á undanþágu í háskóla á Íslandi.
Auk þess er er tekið fram á heima-
síðu skólans, bifrost.is, að allir há-
skólar landsins nýti sér þessa heim-
ild mennta- og menningarmála-
ráðuneytisins.“
mm
Níu af hverju tíu
fara í háskólanám
VIÐKVÆM HÚÐ?
PRÓFAÐU
ALLA LÍNUNA…
ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR
ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS
MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL
…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.
Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur
engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral
þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.
Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
N
AT
7
61
65
0
9/
15