Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201534
Pennagrein
Umræða hefur orðið um Grunn-
skólann á Hvanneyri síðustu mán-
uðina vegna breytinga sem ákveðn-
ar eru. Nú á ég ekki lengur börn á
þeim aldri og kann því að vera tal-
inn utan þess hóps er málið varð-
ar. Málið blasir hins vegar við mér
yfir nokkurt árabil sem og hvernig
það snertir byggð á og umhverfis
Hvanneyri.
Fyrir meira en fjörutíu árum
dróst ég inn í skólanefnd og síð-
ar hreppsnefnd byggðarlagsins.
Þá var einnig mikil umræða um
skólamál. Heimavistarbarnaskól-
ar voru að hverfa og barist var fyr-
ir grunnskóla á Hvanneyri: Anda-
kílsskóli varð til. Það var mest fyr-
ir hagsýni, dugnað og framsýni
Jakobs Jónssonar á Varmalæk,
áður oddvita hreppsins og þá for-
manns byggingarnefndar Klepp-
járnsreykjaskólahverfis, að tókst að
þoka byggingu skólans mun hraðar
áfram en kerfið hafði gert ráð fyr-
ir, öllum til hagsbóta. Með Anda-
kílsskóla efldist byggðarlagið að
mun: Fólki fjölgaði. Til varð mik-
ilvæg miðstöð starfs og leikja, ekki
aðeins grunnskólans heldur unga
fólksins í hverfinu. Staðarbúar
og nágrannar, einkum unga fólk-
ið, sáu að búsetukjör höfðu batn-
að, og það gegnumstreymi sem t.d.
hafði áður einkennt starfsmanna-
hóp Bændaskólans á Hvanneyri
minnkaði. Skattgreiðendum fjölg-
aði töluvert.
Brátt varð Andakílsskóli öfl-
ug menntastofnun, þar sem kost-
ir hóflegrar hópastærðar nutu sín
og virkir kennarar og foreldr-
ar mótuðu hvetjandi starfsum-
hverfi. Nægir að vísa til nemenda-
hóps skólans í áranna rás til þess
að ganga úr skugga um hvernig
sú mannrækt hefur tekist. Smæð-
in hefur nefnilega reynst bæði
kennurum og nemendum skólans
stórum meiri styrkur en veikleiki.
Fyrir nokkrum árum voru
hreppar og sveitir Borgarfjarðar að
Skorradal undanskildum sameinuð
í Borgarbyggð. Yfirlýsingar voru
gefnar um að veigamiklir þættir
grunnþjónustu yrðu varðir. Í að-
alatriðum varð reynslan hins vegar
sú að skjalamöppum í Ráðhúsinu
í Borgarnesi var fjölgað. Hrepps-
stjórn fjarlægist. Lýðræði veiktist.
Svo sem alþekkt saga hinnar svo-
kölluðu sameiningar sveitarfélaga.
Að því kom að klipptir voru
bekkir ofan af Andakílsskóla til
hagræðis og styrkingar Klepp-
járnsreykjaskóla. Eftir hætti undu
aðstandendur Andakílsskóla því
enda hafði dágóð samvinna ver-
ið með skólunum tveimur. Hins
vegar hlaut þetta að rýra „rekstr-
argrundvöll“ grunnskólahalds á
Hvanneyri. Mikil mannfjölgun þar
bætti nokkuð, einkum vegna ungs
fólks af svæðinu sem sótt hafði sér
öfluga menntun og vildi nú koma
heim til búsetu og starfa, nýta sér
hið örvandi umhverfi sem m.a. öfl-
ugur grunnskóli hafði skapað þar:
Vildi taka þátt í enn frekari upp-
byggingu og hóf hana í ríkum
mæli.
Á liðnu vori spurðist það svo út
að Borgarbyggð væri komin í fjár-
hagslegt öngstræti, sveitarstjórn
hefði eytt um efni fram svo nú
þyrfti að grípa til róttækra sparn-
aðaraðgerða. Það heyrðist fljótt
að skera skyldi Grunnskólann á
Hvanneyri. Nú skal ég strax taka
af vafa um það að úr fjárhagserfið-
leikum geri ég ekki lítið; geri mér
líka ljóst að breytingar þarf oft að
gera.
En það eru vinnubrögð sveitar-
stjórnarinnar í Ráðhúsinu í Borg-
arnesi við verkið sem mér þykja í
meira lagi ámælisverð: Yfirlýsing-
ar um samráð, auk áréttingar um
þau í persónulegum samtölum,
sem síðan hverfðust yfir í róttæka
en umræðulausa ákvörðun meiri
hlutans um framtíð Grunnskólans
á Hvanneyri á fundi sveitarstjórn-
ar þann 11. júní sl. urðu mér lít-
ið drengskaparbragð. Það setur að
manni hroll þegar maður finnur að
þeir, sem ráða eiga ráðum manns,
virðast ekki valda því. Það fyll-
ir mann ótta að sjá vaxandi kröf-
um samtímans um samræðu, sam-
ráð og lýðræði mætt með pukri og
fálmandi handabakavinnubrögð-
um... og að orð standi ekki.
Borgarbyggð veitir ekki af öfl-
ugum vaxtarkjörnum. Hvanneyri
var einn af þeim fram að júní-sam-
þykktinni í Ráðhúsinu. Í stað þess
að taka höndum saman með reiðu-
búnum heimamönnum til leitar að
uppbyggjandi leiðum til framtíðar
var rokið í skammtímareikninga á
Excel, að því er virtist eftir að hin
niðurdrepandi ákvörðun um skól-
ann hafði verið tekin.
Þau verðmæti sem búa í öfl-
ugu, hugmyndríku og bjartsýnu
ungu fólki eru miklu meira virði
heldur en tölur í einfölduðum ex-
celskjölum. Alvarlegast er þó að
sveitarstjórn hafi ákveðið afdrifa-
ríkra breytingu á grunnskólakerfi
sveitarinnar og ætla síðan að setja
sér skólastefnu: Álíka og að bóndi
felldi lömb sín áður en hann ákveð-
ur hver skuli sett á... Nei, hér rek-
ast árar sveitarstjórnarinnar í Ráð-
húsinu í allt nema sjóinn, eins og
Jón frá Rauðsgili orðaði það.
Í ljósi grunnskólasögunnar hér í
byggðarlaginu gleður það mig hins
vegar sem gamlan mann að finna
smitandi þrótt ungu kynslóðarinn-
ar í nágrenni mínu, kynslóðar sem
á sér og börnum sínum skýrt mark
að keppa að, og hefur verið tilbúið
að leggja allt sitt í verkið. Hvílíkur
bakhjarl og samstarfsaðili það gæti
verið burðugri, vonglaðri en efna-
lítilli sveitarstjórn!
Ég vona í lengstu lög að sveitar-
stjórinni í Ráðhúsinu í Borgarnesi
takist að endurvekja það traust sem
við eigum að bera til hennar. Að
hún vinni með fólkinu að því verja
þá mikilvægu byggðarstoð og vaxt-
arkjarna sem Grunnskólinn hér á
Hvanneyri hefur verið í stað þess
að rífa hann niður með flaustri
sínu og flumbrugangi – án nokk-
urrar framtíðarhyggju. Ella hegg-
ur sá er hlífa skyldi.
Bjarni Guðmundsson
Hvanneyri
Heggur sá er
hlífa skyldiÁ fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar síðastliðinn fimmtudag
voru lagðar fram til umræðu tvær
ályktanir sem samþykktar voru á
íbúafundi á Hvanneyri 2. september
síðastliðinn. Önnur þeirra fjallaði
efnislega um að skorað var á sveit-
arstjórn að fresta ákvörðun um lok-
un Hvanneyrardeildar Grunnskóla
Borgarfjarðar þar til búið væri að
samþykkja nýja skólastefnu fyrir
sveitarfélagið. Hin ályktunin gekk
öllu lengra en í henni var lýst van-
trausti á meirihluta sveitarstjórnar. Á
fundi sveitarstjórnar urðu talsverðar
umræður. Ragnar Frank Kristjáns-
son fulltrúi VG í sveitarsjórn lagði
fram bókun þar sem hann leggst
gegn því að grunnskólahald verði
aflagt á Hvanneyri. Meirihluti sveit-
arstjórnar samþykkti hins vegar
á fundinum að halda sig við fyrri
ákvörðun sína. Hún gengur út á að
loka Hvanneyrardeild GBF en færa
kennslu 1.-2. bekkjar grunnskóla-
barna yfir í leikskólann Andabæ.
Staða skólastjóra Andabæjar verð-
ur auglýst. Þannig yrði Andabær
blandaður leik- og grunnskóli fyrir
börn á aldrinum 18 mánaða til átta
ára frá og með haustinu 2016. Eldri
börnum frá Hvanneyri og nágrenni
verður ekið í grunnskóla í Borgar-
nes eða á Kleppjárnsreyki og fá for-
eldrar val um hvorn kostinn þeir
taka. Með þessum breytingum telur
sveitarstjórn sig geta sparað 35-40
milljónir króna á ári.
Að sögn Björns Bjarka Þorsteins-
son forseta sveitarstjórnar verður nú
haldið áfram af hálfu sveitarfélags-
ins og embættismanna þess að ná
samtali við skólasamfélagið í kring-
um Hvanneyrardeildina. „Ákvörðun
sveitarstjórnar stendur en hana telj-
um við byggja á faglegum og fjár-
hagslegum rökum,“ segir hann. „Á
fundinum á fimmtudaginn var rætt
um vinnuplagg það sem fræðslu-
nefnd samþykkti fyrr í vikunni varð-
andi undirbúning að gerð skóla-
stefnu. Vonandi náum við við gerð
skólastefnunnar góðu samtali við
samfélagið allt og stefnum ótrauð á
að ljúka gerð hennar í byrjun næsta
árs.“ Björn Bjarki segir að talsvert sé
af fólki bæði á Hvanneyri og í ná-
grenni sem er ekki á sömu skoðun
og sá hópur sem talað hefur ákveðn-
ast gegn lokun Hvanneyrardeild-
ar GBF. „Það er talsvert af fólki til-
búið að taka þetta samtal við okkur,
en hefur ekki viljað beita sér í um-
ræðunni sökum þess hve tilfinn-
ingarík hún hefur verið. Þetta fólk
sér kosti þess að börnum sé kennt í
stærri bekkjardeildum og fjölmenn-
ari skólum og um leið dregið úr þörf
á samkennslu fleiri árganga. Þar
við bætast þau rök að ekki er full-
nægjandi aðstaða til kennslu íþrótta
og sunds á Hvanneyri. Ég vona að
við náum þeim áfanga að við get-
um farið að undirbúa jarðveginn
fyrir öfluga skólastofnun á Hvann-
eyri sem og annarsstaðar í Borgar-
byggð,“ sagði Björn Bjarki í samtali
við Skessuhorn.
mm
Ákvörðun sveitarstjórnar stendur
óbreytt um skólahald
Sveitarstjórn hyggst ekki breyta ákvörðun sinni um lokun Hvanneyrardeildar GBF.
Pennagrein
Föstudaginn 11. september síðast-
liðinn birtust við þig viðtöl þar sem
þú segir að á Hvanneyri sé ekki að-
staða til íþrótta- og sundkennslu.
Auk þess kemur fram að það sé gott
fyrir nemendur á Hvanneyri að fara
í aðra skóla til að þurfa ekki að vera
í samkennslu.
Á Hvanneyri er rekin deild með
fjórum árgöngum sem er hluti af
stærri skóla; Grunnskóla Borgar-
fjarðar (GBf). Þar er eins og í öðr-
um deildum skólans metnaðar-
fullt starf sem hefur skilað góðum
og eftirtektarverðum árangri. Gott
samstarf er við leikskólann Andabæ
og Landbúnaðarháskóla Íslands en
samstarfssamningur er í gildi um
samstarf þessara þriggja skóla. Lögð
er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti
og útikennsla og umhverfismennt
skipa stóran sess.
Við kennum árgöngum saman
og hefur það borið góðan árang-
ur enda er það svo að í samkennslu
verður áherslan á einstaklinginn og
það ýtir undir einstaklingsmiðað
nám sem við leggjum mikla áherslu
á. Niðurstöður samræmdra prófa í
4. bekk styðja þetta en ef tekið er
saman meðaltal síðustu fjögurra
ára er deildin hærri en landsmeð-
altal bæði í íslensku og stærðfræði.
Samkennsla árganga er víða stund-
uð í stærri skólum vegna þess að
hún þykir bera góðan árangur. Má
þar nefna Salaskóla, Ingunnarskóla,
Norðlingaskóla og Sæmundarskóla.
Greinar um kosti samkennslu eru
auðfundnar með leit á Google og
hvet ég Bjarka og aðra sem áhuga
hafa á að kynna sér þær. Á heima-
síðu Norðlingaskóla segir meðal
annars:
„Rannsóknir benda til að nám og
starf nemenda í aldursblönduðum
hópum hafi örvandi áhrif á félags-
legan þroska þeirra og efli forystu
og félagslega ábyrga hegðun svo
sem að hjálpast að, deila, skiptast á,
taka tillit til annarra, segja satt o.s.fv.
Rannsóknir benda einnig til að í
aldursblönduðum nemendahópum
sé auðveldara að skapa bekkjaranda
sem einkennist af samhjálp, um-
burðarlyndi og umhyggju en til að
svo megi vera verður að skipuleggja
námsaðstæður þannig að kostir ald-
ursblöndunarinnar fái að njóta sín.“
Ég sakna þess að Björn Bjarki
og aðrir aðilar í sveitarstjórn sem
ákveða breytingar í fræðslumálum
skuli ekki kynna sér málin betur og
taki þannig ákvarðanir byggðar á
faglegum rökum. Eins og þeir telja
sig vera að gera.
En Björn Bjarki forseti sveita-
stjórnar Borgarbyggðar misskilur
ekki bara samkennsluna. Hann tel-
ur að á Hvanneyri sé ekki íþrótta-
og sundkennsla. Hvernig má það
vera? Erum við þá ekki að brjóta
lög? Í alvöru Bjarki?! Á Hvanneyri
er mikill metnaður lagður í íþrótta-
kennslu. Við kennum íþróttir fimm
sinnum í viku. Íþróttahúsið er í um
tveggja mínútna fjarlægð frá skóla-
húsinu. Það er eitt elsta ef ekki elsta
íþróttahús sem er í notkun á land-
inu. Við köllum það íþróttahöllina
okkar og erum mjög stolt af því. Það
er eitt af þeim húsum sem voru frið-
uð af forsætis-
ráðherra í sum-
ar við hátíðlega athöfn. Það er ekki
stórt en það hentar mjög vel til
íþróttakennslu yngstu árganganna.
Auk þess nýtum við umhverfið okk-
ar og kennum íþróttir úti einu sinni
í viku allt árið. Sundkennsla fer
fram í Hreppslaug við ágætar að-
stæður. Um fimm mínútna akstur
er í Hreppslaug sem er ekki langt
og það er ekki óalgengt á Íslandi
að keyra þurfi nemendur í sund-
kennslu. Við veljum að kenna sund
í lotukennslu þannig að nemendur
koma á hverjum degi, í tvær vikur,
klukkutíma í senn. Við erum ánægð
með þetta fyrirkomulag og nem-
endur ná góðum árangri.
Björn Bjarki! Starfsfólk Hvann-
eyrardeildar GBF leggur sig fram
um að vinna faglega og vanda sína
vinnu. Við hljótum því að geta far-
ið fram á að fulltrúar í sveitarstjórn
vinni faglega þegar þeir hyggjast
breyta og bæta fræðslumál í sveitar-
félaginu. Það er erfitt að horfa upp
á jafn stóra ákvörðun og þá sem tek-
in var 11. júní rökstudda í fjölmiðl-
um með að því er virðist ófaglegum
rökum og ósannindum. Ég skora
því á þig og fulltrúa sveitarstjórn-
ar að koma á fundi með mér ásamt
öðrum stjórnendum skólans og nýr-
áðnum fræðslustjóra svo við getum
farið yfir málin á faglegum grunni.
Helga J. Svavarsdóttir
Höf. er deildarstjóri Hvanneyrar-
deildar GBF
Grunnskóla Borgarfjarðar
Opið bréf til Björns Bjarka Þorsteinssonar
forseta sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is