Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Side 1

Skessuhorn - 04.11.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 18. árg. 4. nóvember 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 15.00 – 21.00 Hópapantanir í síma 898-1779 Vökudagar 2015 Menningarhátíð DAGSKRÁ Á AKRANES.IS Gríðarlega mikil- væg viðurkenning Síðastliðið sunnudagskvöld boð- aði Lonely Planet, stærsti útgef- andi ferðahandbóka í heiminum, til hófs í Samgöngusafninu í Lundún- um. Tilefnið var útgáfa handbókar- innar Best in Travel 2016, þar sem Vesturland skipar annað sæti á lista útgáfunnar yfir eftirsóknarverðustu áfangastaði í heiminum í flokki landssvæða. Kristján Guðmunds- son, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, tók við viðurkenningu þess efnis fyrir hönd Vesturlands. Með honum á myndinni eru full- trúar Lonely Planet. Blaðamaður Skessuhorns var á staðnum og ræddi við Kristján, Ingvar Örn Ingvarsson hjá Íslands- stofu og fulltrúa Lonely Planet um útnefninguna og hvaða þýðingu hún hefur. Þá var jafnframt heyrt hljóðið í nokkrum ferðaþjónum á Vesturlandi sem fagna mjög þessari mikilvægu viðurkenningu. Sjá nánar bls. 12-13. kgk Borgarstjórinn í Reykjavík og bæj- arstjórinn á Akranesi sigldu saman ásamt nokkrum kjörnum fulltrúum og embættismönnum með hvalaskoð- unarskipinu Rósinni frá Reykjavíkur- höfn til Akraneshafnar á sunnudag- inn. Tilefni ferðarinnar var að kynn- ast af eigin raun hvernig það væri að sigla með litlum en hraðskreiðum farþegabáti þessa leið með það fyrir augum að fólksflutningar verði aftur teknir upp á sjóleiðinni milli Akra- ness og Reykjavíkur. Starfshópur undir formennsku Kristínar Soffíu Jónsdóttir stjórnar- formanns Faxaflóahafna vinnur nú að því að skoða fýsileika slíkra siglinga. Í byrjun þessa árs var lögð fram hag- kvæmnisathugun sem gaf til kynna að farþegasiglingar milli Akraness og Reykjavíkur gætu hugsanlega stað- ið undir sér. Það var meðal annars að gefnum þeim forsendum að keypt yrði skip fyrir 120 milljónir og að far- þegafjöldi næði 60 þúsundum á ári. Á meðfylgjandi mynd eru Ólaf- ur Adolfsson formaður bæjarráðs á Akranesi, Kristín Soffía Jónsdótt- ir, stjórnarformaður Faxaflóahafna, Dagur B Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. mþh Íbúðalánasjóður hefur boðið þeim sveitarfélögum þar sem sjóðurinn á fasteignir til viðræðna um að kaupa eignirnar af sjóðnum. Sendi sjóður- inn sveitarfélögunum bréf í október- mánuði þar sem fram kemur að til- gangur ÍLS sé meðal annars að stuðla að því með lánveitingum að lands- menn geti búið við öryggi og jafn- rétti í húsnæðismálum. „Við viljum bjóða sveitarfélögunum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eign- ir sjóðsins með það í huga að nýta þær t.d. fyrir félagsleg úrræði sveit- arfélaga þar sem það á við. Sjóðurinn hefur að bjóða sérstök lánakjör fyrir sveitarfélögin vegna kaupa á húsnæði í félagslegum tilgangi,“ segir í bréf- inu. Þá kemur einnig fram að Íbúðal- ánasjóður geri sér grein fyrir að þörf sveitarfélaga er misjöfn en þeir vilji gjarnan ræða við sveitarfélögin um leiðir til að nýta eignirnar sem best. Misjafnt er milli sveitarfélaga hversu margar eignir sjóðurinn á. Í Stykkishólmi bauð sjóðurinn Stykk- ishólmsbæ þrjár íbúðir til kaups. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar taldi þó ekki forsendur fyrir því að kaupa þær og lagði til við sjóðinn að íbúðirn- ar yrðu auglýstar til sölu á almenn- um markaði. Á Akranesi á sjóðurinn 40 eignir og hafa fulltrúar Akranes- kaupstaðar nú þegar farið á fund Íbú- ðalánasjóðs til að ræða málin. Þá var erindi Íbúðalánasjóðs nýverið tek- ið fyrir á fundi bæjarráðs Grund- arfjarðar. Þar var lagt til að bæjar- stjóri og forseti bæjarstjórnar myndu ræða við Íbúðalánasjóð um úrlausnir vegna ónýttra íbúða í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu. Byggðarráð Borgar- byggðar hefur einnig fjallað um bréf ÍLS og gerir ekki ráð fyrir kaupum á eignum sjóðsins. Í Hvalfjarðarsveit samþykkti sveitarstjórn að fela sveit- arstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið. Frekari upplýsingar varðandi erindi ÍLS í öðrum sveitar- félögum á Vesturlandi lágu ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. grþ Íbúðalánasjóður vill selj sveitarfélögum fasteignir Fóru í sunnudagssiglingu yfir Faxaflóann

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.