Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Page 2

Skessuhorn - 04.11.2015, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 20152 eldinn, lokuðum rýminu jafnframt því að við kölluð- um út slökkvilið sem brást skjótt við. Sem betur fer voru allir nætur- gestir af hótel- inu farnir þann- ig að einungis við starfsfólkið vorum á staðnum. Tjón- ið er hins veg- ar verulegt. Allt lín sem þarna var inni er ónýtt og sjálfsagt einhver tæki einnig,“ sagði Sigurður þegar rætt var við hann um hálftíma eft- ir að útkall var sent út vegna elds- voðans. Slökkvilið Borgarbyggðar reykræsti húsið. mþh Norræna bókasafnavikan hefst á mánu- daginn og taka nokkur bókasöfn þátt í henni, meðal annarra Bókasafn Akraness og Snorrastofu í Reykholti. Það verður austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s á fimmtudag. Töluverð rigning á Suð- ur- og Vesturlandi en úrkomulítið norðaust- an til. Hiti 3-10 stig síðdegis. Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum á föstudag, en úrkomulítið norðaustan til. Snýr í suðvestan- átt með skúrum síðdegis. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag er útlit fyrir sunn- an- og suðvestanátt með skúrum eða élj- um. Bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvert er uppáhalds vetrarveðrið þitt?“ 25,28% svarenda kusu „froststillu“ og 21,72% svöruðu „logn og sól en frost.“ „Sól og hiti“ sögðu 20,41% og 12,17% sögðu hæga ofankomu sitt uppáhalds vetrarveð- ur. „Snjóbylur“ sögðu 6,55%, 3,56% sögðu“ hæg gola.“ „Rigningu“ völdu 2,25 en 3% vilja hafa rok með rigningunni. Ja, misjafn er smekkur fólks. Í næstu viku er spurt: Hve mikið reiðufé geymir þú að jafnaði í veskinu þínu? Vesturland var á dögunum valið einn af tíu eftirsóknarverðustu áfangastöðum í heim- inum af Lonely Planet, eins og greint er frá í Skessuhorni í dag. Hverjir þeir sem hafa unnið að ferðaþjónustu á Vesturlandi og viðgangi hennar á undanförnum árum eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Eftirlit með rjúpnaveiði- mönnum VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi fór ásamt starfs- mönnum Landhelgisgæslunnar í þyrlueftirlit með rjúpnaveiði- mönnum um helgina. Það voru þær Silvía Llorens og Sunnefa Burgess sem voru fulltrúar LVL í þessari eftirlitsferð. Flogið var víða um hálendi Borgarfjarð- ar, Dala og Snæfellsness í þess- ari ferð. Síðan var þyrlunni lent af og til og þá voru veiðimenn teknir tali. Alls var rætt við um 30 rjúpnaveiðimenn í ferðinni og voru nær allir þeirra með öll sín mál í lagi. Ráðinn upp- lýsingafulltrúi LÍ LANDIÐ: Rúnar Pálmason hefur tekið við starfi upplýs- ingafulltrúa Landsbankans. Rúnar mun starfa innan mark- aðs- og samskiptadeildar bank- ans og hafa umsjón með sam- skiptum við fjölmiðla fyrir hönd bankans. Rúnar er með BA-gráðu í sagnfræði og stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í Evrópufræðum frá Háskólanum í Maastricht í Hollandi. Rúnar var blaðamað- ur og vaktstjóri á fréttadeild Morgunblaðsins á árunum 2000-2013. Hann hóf störf sem vefritstjóri hjá Landsbankanum í mars 2013. Staðan var auglýst í október og var Rúnar valinn úr stórum hópi umsækjenda. –fréttatilk. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Fimm tilboð bárust í hús fyrrum Húsmæðraskólans á Varmalandi, en sveitarfélagið Borgarbyggð aug- lýsti fasteignina til sölu í haust. Samþykkt var á fundi byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Ice- land incoming ferðir ehf. en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. Söluverð er því hið sama og ásett verð á fasteign- ina. Iceland Incoming ehf er dótt- urfélag í eigu Vulkan Travel Gro- up, en það var stofnað af Benedikt Kristinssyni árið 1997 í Svíþjóð og er í hans eigu. Í dag eru þrjú félög undir Vulkan Travel Group. Ice- land incoming ferðir sérhæfa sig í ferðum til Íslands frá Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdótt- ur sveitarstjóra fer afhending eign- arinnar fram um áramótin. Hún kveðst fagna því að öflugur að- ili í ferðaþjónustu eignist húsin, en áætlanir eru uppi um að breyta húsinu í hótel og byggja stækkun til að gera eininguna hagkvæmari. „Iceland incoming ferðir hefur ver- ið öflugt fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Þarna mun eiga sér stað atvinnusköpun bæði við uppbyggingu og síðan þjón- ustu sem við að sjálfsögðu fögnum. Öll uppbygging í ferðaþjónustu er af hinu góða, ekki síst í ljósi nýrra frétta um verðlaun Lonely Planet sem útnefna Vesturland sem ann- að athyglisverðasta svæði í heimi til að ferðast um árið 2016,“ segir Kolfinna. mm/ Ljósm. Mats Wibe Lund. Búið að selja húsmæðra- skólahúsið á Varmalandi Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur kveðið upp úrskurð um að biskup Íslands hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla við skipun í embætti prests í Garða- prestakalli á Akranesi í janúar síð- astliðnum. Tíu sóttu um starfið og var karlmaður ráðinn. Úrsúla Árnadóttir prestur var einn um- sækjenda. Hún kærði niðurstöðu biskups 13. maí síðastliðinn til Kærunefndar jafnréttismála, sem kvað upp úrskurð sinn nýverið. Ákvörðun biskups, sem staðfesti niðurstöðu valnefndar Garða- prestakalls, er metin brjóta í bágu við lög og íhugar Úrsúla Árna- dóttir nú í framhaldi þessarar nið- urstöðu hvort hún muni leggja inn kæru eða ekki. Kærunefndin reifar í úrskurði sínum að kærandi hafi staðið þeim sem skipaður var í starfið fram- ar hvað hlutlægar staðreyndir um menntun og starfsreynslu varðar. Það mat biskups að sá er skipun hlaut væri hæfari til embættisins en séra Úrsúla byggði einkum á meiri reynslu hans af barna- og æsku- lýðsstarfi auk söngnáms, en þessir þættir og menntun Úrsúlu höfðu að mati kærunefndar ekki fengið viðhlítandi mat hjá valnefnd. Taldi kærunefndin að biskup hefði ekki bent á forsendur sem stutt gætu ólíkt mat á hæfni kæranda og þess sem skipaður var og að skrifleg- ir minnispunktar úr viðtali styddu ekki þá niðurstöðu að frammi- staða kæranda í viðtalinu hafi ver- ið slakari en frammistaða þess sem skipaður var. Taldi nefndin að við skipun í embætti hefði verið brot- in ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla. Mark- mið laganna er að koma á og við- halda jafnrétti og jöfnum tækifær- um kvenna og karla og jafna þann- ig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækj- endum um starf á grundvelli kyns. mm Biskup braut jafnfréttislög við skipan prests á Akranesi Eldur kom upp í þvottaherbergi á Hótel Hamri við Borgarnes um klukkan 14:30 síðastliðinn sunnu- dag. Sigurður Ólafsson hótel- stjóri sagði í samtali við blaða- mann Skessuhorns að mikill eld- ur hafi verið í herberginu þegar starfsfólk hótelsins varð hans vart. „Við tæmdum úr slökkvitækjum á Eldur kom upp í þvotta- herbergi á Hótel Hamri Frá vettvangi á sunnudaginn. Sigurður Ólafs- son hótelstjóri og hans fólk brást hratt við þegar kviknaði í þvottahúsi hót- elsins. Silvía og Sunnefa með áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar á milli sín.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.