Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Qupperneq 8

Skessuhorn - 04.11.2015, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 20158 Þokkalega veiðist á krókana Smábátar sem stunda veiðar með línu og handfærum, svokallaðir krókaaflamarksbátar, hafa veitt vel í haust á landsvísu, samanborið við sama tíma í fyrra. Þorsk- og ýsu- afli þeirra er kominn yfir 10 þús- und tonn sem er rúmum tvö þús- und tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Alls höfðu þeir á mánu- dag veitt 2.540 tonn af ýsu og 7.853 tonn af þorski. Aukningin er nokkru meiri í ýsunni eða 35% á móti 24% í þorskinum. Þetta kemur fram á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda. -mþh Rithöfunda- sambandið athugar varnir LANDIÐ: Rithöfundasamband Íslands hefur falið lögfræðingi sínum að athuga hvort hægt sé að innleiða í samninga rithöfunda við útgefendur einhver ákvæði sem geta varið rétt höfunda ef for- lög fara í þrot. Tilefnið er þegar bókaútgáfan Uppheimar á Akra- nesi hætti störfum á síðasta ári. „Nýlegt dæmi frá Uppheimum er nöturleg saga þar sem höfund- ar standa berskjaldaðir á meðan banki heldur útgáfunni gangandi til að fá upp í skuldir. Höfundar fara aftast í röðina og fá ekki greitt fyrir verk sín á meðan verið er að selja þau,“ segir í skýrslu frá Krist- ínu Helgu Gunnarsdóttur for- manni Rithöfundasambandsins til félagsmanna. -mþh Loðnukvóta úthlutað LANDIÐ: Fiskistofa hefur út- hlutað loðnukvóta haustsins til íslenskra skipa. Alls koma 2.154 tonn til úthlutunar og deilast á 22 skip. Mestan kvóta fær Venus NS, hið nýja og fullkomna skip HB Granda. Kvóti þess er 201 tonn. Næst á eftir er Vilhelm Þorsteins- son EA með 198 tonn. Íslensku skipin fá hvert um sig útlhlutað frá 11 til 210 tonni. Loðnukvót- inn er samkvæmt þessu hverf- andi nú í vetrarbyrjun. Ástæðan er sú að afar lítið af loðnu fannst í leiðangri Hafrannsóknarstofnun- ar fyrr í haust. Til stendur að fara í nýjan loðnuleiðangur nú í nóv- embermánuði til að freista þess að finna meira af loðnu. -mþh Skil á gögnum um búfjáreign LANDIÐ: Matvælastofnun hefur sent öllum þeim sem skráðir eru eigendur eða umráðamenn bú- fjár í gagnagrunninum Bústofni bréf þar sem minnt er á að sam- kvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn bú- fjár skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember nk. um búfjáreign, fóður og landstærð. Með nýjum lögum um búfjárhald var heimild veitt til að eingöngu verði um raf- ræn skil að ræða og hefur því ver- ið horfið frá notkun haustskýrslu eyðublaða og þess í stað tekin upp rafræn skil á vefslóðinni www.bu- stofn.is. Sérstaklega er minnt á að hestar teljast til búfjár og skulu eigendur hrossa ganga frá haust- skýrslu eins og aðrir búfjáreigend- ur fyrir tilsettan tíma. –mm Hafa opnað sorp- flokkunarstöð RVK: Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi opnaði á mánudag nýja sorpflokkunarstöð á Norður- garði í Reykjavík. Í stöðinni á að safna saman sorpi sem fellur til á athafnasvæði félagsins í Reykja- vík og þeim skipum sem landa þar. Þannig á að draga verulega úr urðun sorps og auka hlutfall til endurvinnslu. Öllu sorpi sem fellur til í landvinnslu, verkstæði, skrifstofum, skipum og frysti- geymslu er safnað saman á einn stað þar sem nákvæm flokkun fer fram. Fyrirmyndin af stöðinni er frá sambærilegri stöð sem fyr- irtækið starfrækir á Vopnafirði. Nýja flokkunarstöðin á Norður- garði hefur hlotið heitið Svan- ur. Við þetta tækifæri var gestum einnig boðið að skoða nýbygg- ingu HB Granda á Norðurgarði. Hún mun hýsa nýtt verkstæði og umbúðageymslu fyrirtækis- ins. Þar þáðu gestir veitingar frá Norðanfiski ehf. sem er dóttur- fyrirtæki HB Granda á Akranesi. –mþh Aflatölur fyrir Vesturland 24. - 30. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 19.059 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 4.938 kg í einni löndun. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 41.661 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 15.860 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 195.591 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.633 kg í einni löndun. Ólafsvík 9 bátar. Heildarlöndun: 71.526 kg. Mestur afli: Brynja SH: 23.711 kg í fjórum löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 155.525 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 51.152 kg í einni löndun. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 50.939 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 26.950 kg í fimm lönd- unum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.633 kg. 28. október 2. Saxhamar SH – RIF: 51.152 kg. 30. október 3. Drangavík VE – GRU: 48.120 kg. 29. október 4. Helgi SH – GRU: 44.505 kg. 26. október 5. Farsæll SH – GRU: 31.924 kg. 27. október mþh Seltjarnarnes er draumarsveitar- félagið árið 2015, samkvæmt ár- legri úttekt Vísbendingar á fjár- hagslegum styrk sveitarfélaga. Sel- tjarnarnes fær 9,0 í einkunn á skal- anum 0 til 10. Á eftir Seltjarnarnesi kemur Garðabær með einkunnina 8,1 og Grindavíkurbær þar á eftir með einkunnina 8,0. Reykjavíkur- borg er í 22. sæti með einkunnina 5,5 en í neðsta sæti í úttektinni á fjárhag 36 stærstu sveitarfélaganna er Hafnarfjörður með einkuninna 3,0. Í úttektinni er byggt á útreikn- ingum upp úr ársreikningum sveit- arfélaga, sem Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman. Einkunn hefur hækkað hjá meira en helm- ingi sveitarfélaganna milli ára, en samt eru blikur á lofti í rekstrinum, meðal annars vegna þess að fyrir- sjáanlegt er að launakostnaður mun hækka á þessu ári. Þá er á það bent að nauðsynlegt sé fyrir sveitarfé- lög að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri með sameiningum. Af sveitarfélögum á Vesturlandi er Snæfellsbær í hæsta sæti á list- anum, skipar það sjöunda með 7,1 í einkunn, sama sætið og á síðasta ári. Akranes er í fjórtánda sæti með 6,3 í einkunn, lækkar um eitt sæti frá árinu á undan. Stykkishólmur er nú í 24 sæti, tíu sætum ofar en árið á undan, með 4,8 í einkunn nú. Borgarbyggð er í 27. sæti með 4,2 í einkunn, þremur sætir ofar en árið á undan. mm Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið Nú er unnið að því að stækka þjón- ustuverkstæði vélsmiðjunnar Héð- ins á iðnaðarsvæðinu á Grundar- tanga um nálega helming. Fyrir- tækið hefur haft verkstæði þar síð- an 2008. Þjónustuverkstæðið, sem nú er tæplega 500 fermetrar, verð- ur tvöfaldað. Héðinn sinnir allri al- mennri járnsmíðavinnu og hefur lengi þjónustað bæði járnblendi- verksmiðju Elkem og álver Norð- uráls. Um tíu til tólf starfsmenn Héðins eru við störf á Grundar- tanga að jafnaði en aðalstöðvar fyr- irtækisins eru í Hafnarfirði. mþh Héðinn reisir stálgrindarhús á Grundartanga Í síðustu viku var unnið að því að klæða stálgrind nýju viðbyggingarinnar við þjónustuverkstæði Héðins á Grundartanga. Færeyska krabbaveiðiskipið Fríð- borg sem legið hefur við bryggju við Lambhúsasund síðan í ágúst var á flóði á laugardagsmorgun flutt um set þaðan og yfir í Akra- neshöfn. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur verið unn- ið að því að setja um borð í skipið vinnslulínu fyrir snjókrabba. Hún er hönnuð og smíðuð af fyrirtækj- unum Skaginn og 3X Technology. Nú líður óðum að verklokum. Fríðborg er stærsta skip sem til þessa hefur legið við bryggju í Lam- húsasundi. „Við fórum með skipið úr Lambhúsasundi og sigldum því út á Faxaflóa þar sem ýmiss búnað- ur var prófaður. Þessi reynslusigl- ing gekk mjög vel. Við erum nú að laga nokkur smáatriði. Við reiknum með að fara aftur út á miðvikudag- inn í prófanir og vonumst eftir að fá aðeins meiri ölduhæð þá en á laug- ardag var renniblíða og sléttur sjór. Skipið siglir svo til Færeyja vænt- anlega um eða eftir næstu helgi,“ segir Jónmundur Ingólfsson tækni- stjóri hjá Skaganum í samtali við Skessuhorn. mþh Fríðborg hin færeyska flutt um set Dráttarbáturinn Þjótur frá Faxaflóa- höfnum aðstoðaði áhöfn Fríðborgar við að koma skipi þeirra af stað og út Lambhúsasund. Allt gekk að óskum. Næstkomandi sunnudag klukkan 16 verður lítið tónlistarævintýri flutt á Akranesi. „Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyr- ir börn sem leiðir hlustendurna inn í töfraheim pípuorgelsins. Pípu- orgelið er í hugum barna sveip- að ákveðnum ævintýraljóma og höfðar tónlistarævintýrið sérstak- lega til þess auðuga ímyndunarafls sem börn búa yfir. Söguhetjurnar eru íbúar orgelhússins, en það eru orgelpípurnar. Það gengur á ýmsu í samskiptum hjá orgelpípunum og Sif litla sem er minnsta röddin í orgelinu, er orðin mjög þreytt á þessu eilífa rifrildi. Hún ákveður að fara í burtu úr orgelhúsinu og finna sér betri stað að búa á. Þá reynir nú heldur betur á hinar orgelpípurnar og þær fara að leita að Sif litlu. Allt fer sem betur fer vel að lokum og orgelpípurnar læra að búa í sátt og samlyndi,“ segir í Sveinn Arnar Sæ- mundsson organisti. Verkið var frumflutt á tónleik- um í Fella- og Hólakirkju á Barna- menningarhátíð í Reykjavík 22. apríl síðastliðinn og hlaut sýning- in mikið lof áhorfenda. Í nóvember 2015 kemur sagan út sem mynd- skreytt barnabók ásamt geisladiski, þar sem sagan er lesin af Bergþóri Pálssyni söngvara og tónlistin leik- in á orgel af Guðnýju Einarsdóttur organista. Þau munu jafnframt flytja verkið í Akraneskirkju á sunnudag- inn. Á tónleikum þegar verkið er flutt er sagan lesin af sögumanni og myndunum varpað á skjá jafnóðum. Höfundur sögunnar er Guðný Ein- arsdóttir, tónlistina samdi Michael Jón Clarke og myndirnar teiknaði Fanney Sizemore. Tónleikarnir eru hluti af Vökudögum og er aðgang- ur ókeypis. mm Tónlistarævintýri í Akraneskirkju á sunnudaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.