Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 9

Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 9 Opið hús frá kl. 13:00 - 17:00 Sýning á nýjum og gömlum nemendaverkum Einnig verður hægt að skoða gömul kennslutæki og myndir úr skólastarfinu Dagskrá í sal hefst kl. 14:00 Verður dagskráin að mestu helguð tónlist og söng Steinunn Pálsdóttir mun stjórna núverandi og fyrrverandi nemendum Kaffiveitingar eru í boði að dagskrá lokinni Starfsfólk Laugargerðisskóla Laugardaginn 7. nóvember höldum við upp á 50 ára afmæli Laugargerðisskóla Gaman væri að sjá sem flesta sem hafa tengst Laugargerðisskóla SK ES SU H O R N 2 01 5 Bílaréttingar - Bílasprautun Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun SK ES SU H O R N 2 01 5 Þjónustum öll tryggingafélög Á ónefndum bæ hér á Vesturlandi gekk húsbóndinn til rjúpna alla þrjá veiðidaga liðinnar helgar, ásamt þremur vinum sínum. Á meðan voru eiginkonur þeirra heima við í huggu- legheitum. Svo skemmtilega vildi til að meðan mennirnir voru pungsveitt- ir við veiðar uppi á fjöllum og út með hálsum, héldu þessar sællegu rjúp- ur til í garðinum við húsið þar sem konurnar dvöldu. Höfðu eiginkon- urnar einkar gaman af, en pössuðu að karlarnir vissu ekki af aðstæðum. Þess ber þó að geta að veiðimennirn- ir náðu í tuttugu rjúpur yfir helgina og hafa því náð nokkurn veginn leyfi- legum skammti sem hentar vísitölu- fjölskyldunni samkvæmt veiðiráðgjöf Umhverfisstofnunar. Rjúpurnar sex á myndinni eru hins vegar allar á lífi. mm Rjúpurnar léku á veiðimennina Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn laust fyrir hádegi á mánudaginn. Þetta gerðist þegar nýbúið var að slaka skipinu niður úr dráttarbrautinni í slippnum þar. Perla hefur staðið þar uppi undan- farnar vikur á meðan sinnt var við- haldi á skipinu og það málað. Svo virðist sem að gleymst hafi að loka fyrir botnloka skipsins áður en það var sett á flot, skipið hafi því tek- ið inn sjó og sokkið. Allir komust óhultir frá borði og engin meidd- ist. Perla er mörgum að góðu kunn enda hefur skipið iðulega verið not- að til dýpkunarframkvæmda í höfn- um landsins, þar með talið á Vestur- landi. Skipið var smíðað árið 1979. Í tilkynningu sem Faxaflóahafn- ir sendu frá í sér í kjölfar óhapps- ins segir að um borð í skipinu hafi verið tólf þúsund lítrar af skipaol- íu og 800 lítrar af glussa og smur- olíu. Strax var farið í að loka loft- götum þannig að olían læki ekki í höfnina. „Engar upplýsingar liggja fyrir um tildrög óhappsins, en sam- kvæmt lögum annast lögreglan rannsókn málsins,“ segir í tilkynn- ingu frá Faxaflóahöfnum. mþh Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Blaðamaður Skessuhorns tók þessa mynd af Perlu fyrir nokkrum dögum þar sem hún stóð í slippnum í Reykjavík, nýmáluð og fín. Nú hvílir hún á hafsbotni í Reykjavíkurhöfn. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 12. nóvember Föstudaginn 13. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.