Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 12

Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201512 Eins og Skessuhorn greindi frá í síð- ustu viku birti Lonely Planet árleg- an lista sinn yfir tíu eftirsóknarverð- ustu áfangastaði ársins, Best in Tra- vel 2016, í flokkum landa, lands- svæða og borga. Þar hreppti Vest- urland annað sætið í flokki lands- svæða. Í tilefni af útgáfu listans bauð þessi stærsta útgáfa ferðahandbóka í heiminum fulltrúum þeirra staða sem útnefningu hlutu að taka á móti viðurkenningum sínum í hófi í Samgöngusafninu í London, Lond- on Transport Museum, að kvöldi síðasta sunnudags. Blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur athöfn- ina og ræddi við forsvarsmenn Lo- nely Planet, Kristján Guðmundsson framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vesturlands og nokkra ferðaþjóna á Vesturlandi. Verðlaunin hafa mikil áhrif Í samtali við Skessuhorn að athöfn lokinni sagði Rebecca Law hjá Lo- nely Planet að herferðir fyrirtæk- isins geti haft mikil áhrif á ferða- mannastraum til þeirra svæða sem Lonely Planet útnefnir á hverju ári. „Útnefningin er ákveðinn gæða- stimpill sem ferðaþjónustufólk getur notað til markaðssetningar út næsta ár, sem er alveg frábært. Best in Tra- vel herferðin er líklega sú sem ferða- menn bíða eftir með hvað mestri eftirvæntingu á hverju ári. Listinn er að jafnaði fyrsti kostur ferðamanna þegar þeir líta til komandi árs. Það liggur því í augum uppi að það get- ur haft mikið að segja að komast á listann,“ segir Rebecca. „En það er í rauninni undir hverjum og einum komið hvernig þeir nýta sér þetta en það getur verið mjög gott fyrir þá að hoppa á vagninn,“ útskýrir hún. En við hverju mega ferðaþjónustuaðil- ar á Vesturlandi búast? „Þeir munu verða varir við vaxandi áhuga ferða- manna, ekki spurning. Þessi útnefn- ing beinir kastljósinu á áfangastaði sem ferðamenn hafa af einhverjum ástæðum litið framhjá, þangað til nú,“ bætir hún við. Fram að þessu lent utan ratsjár Aðspurð hvort Vesturland eigi möguleika á að halda sér á listan- um útilokar Rebecca Law það ekki. „Möguleikinn er vissulega til stað- ar en það er í rauninni undir ferða- málastofum á hverjum stað komið. Þær verða að miða markvisst að því að gera upplifun ferðamanna sem allra besta. Ef þær halda því áfram og halda áfram að vaxa þá er ekkert sem segir að svæðið geti ekki kom- ist aftur á listann,“ segir Rebecca. Val Lonely Planet á eftirsóknar- verðustu áfangastöðum hvers árs byggir á framlagi fjölda ferðalanga. Tekið er við tilnefningum og unn- ið úr þeim, en auk þess tilnefna sér- fræðingar á vegum útgáfunnar staði sem þeim þykir of lengi hafa verið litið framhjá af einhverjum ástæð- um. Sú virðist hafa verið raunin með Vesturland. „Þrátt fyrir að vera skammt frá Reykjavík hefur Vestur- land að stórum hluta lent utan rat- sjár ferðamanna,“ segir Tom Hall hjá Lonely Planet, einn þeirra sem lögðu til efni í Best in Travel 2016. Hann hvetur áhugasama ferða- menn til að heimsækja Vesturland áður en allir aðrir gera það. „Árið 2016 getur Vesturland loks vænst þess að fá þá alþjóðlegu athygli sem það á skilið,“ segir Tom. „Víða eru að spretta upp ný kaffi- og veitinga- hús, Into the Glacier hafa opnað ís- hellirinn í Langjökli og hefur hann þegar komið þessu töfrandi svæði á kortið.“ Vesturland er aðgengilegt Kristján Guðmundsson, forstöðu- maður Markaðsstofu Vesturlands, veitti viðurkenningunni Lonely Planet viðtöku fyrir hönd Vestur- lands á sunnudagskvöldið. Hann segir að útnefningin hafi að vissu leyti komið sér á óvart. „Já, þetta kom mér aðeins á óvart í upphafi en það hefur verið mikil uppbygg- ing á svæðinu að undanförnu. Þetta kemur svolítið í framhaldi af ís- göngunum í Langjökli, sem voru valin heitasti afþreyingarmögu- leikinn af Lonely Planet í fyrra. En svo höfum við farið vaxandi hvað varðar vetrarferðamennsku. Við erum nálægt Reykjavík og aðgengi að Vesturlandi er gott allt árið. Ég held að það eigi líka hlut að máli,“ segir Kristján. „Auk þess var Akur- eyri valinn athyglisverðasti bærinn í sumar, þannig að Ísland er svolítið í tísku í dag,“ segir hann og bætir því við að hækkandi þjónustu stig skipti líka mjög miklu máli. „Við höfum alltaf haft þessa grunnþætti, þessa segla sem draga fólk inn á svæð- ið en það hefur vantað aðeins upp á þjónustuna. En nú er hún öll að koma til. Ég held að með aukinni þjónustu þá verðum við eftirsókn- arverðari áfangastaður. Eins held ég að við verðum meira spennandi kostur eftir því sem vetrarferða- mennskan fer vaxandi. Reykjavík er þéttsetið svæði og Vesturland er aðgengilegt og stutt þar frá,“ seg- ir hann. Aðgengilegt svæði „Ég held að það skipti líka máli að á Vesturlandi þá er Vesturland sjálft aðgengilegt,“ segir Ingvar Örn Ingvarsson hjá Íslandsstofu þegar hann er spurður um skoðun sína á af hverju Vesturland er nú að skora svona hátt á heimsvísu. „Það eru engir fjallvegir eða heiðar sem ferðamenn þurfa að aka yfir til að komast á milli þessara helstu ferða- mannastaða á Vesturlandi.“ Nú þurfa menn að hafa opið allt árið Aðspurður hvaða þýðingu útnefn- ing Lonely Planet hafi fyrir ferða- þjónustuaðila á Vesturlandi segir Kristján Guðmundsson hjá mark- aðsstofunni að hún veiti þeim frá- bært tækifæri til að markaðssetja sig bæði gagnvart birgjum og ein- staklingum. „Um leið og þú færð athygli verðurðu að nota hana. Ljósið skín á okkur núna og ég veit til þess að aðilar hafa stokkið á vagninn nú þegar og eru farnir að kynna sig í tengslum við þessa viðurkenningu,“ segir hann og bætir því við að með áframhald- andi uppbyggingu festi Vesturland sig í sessi sem eftirsóknarverður áfangastaður í hugum ferðamanna. „Ég held að ef við leggjum áherslu á að byggja upp vetrartúrismann þá getum við fest okkur í sessi. Ef ferðaþjónustufólk er staðráðið í að hafa opið allt árið og keyra svolít- ið á vetrarferðamennsku þá höfum við forskot á aðra landshluta hvað varða aðgengileika,“ segir Krist- ján. „Það þarf alltaf að fara yfir heiðar til að komast til annarra landshluta. Við höfum snjólétta vetur á Vesturlandi og ég held að það sé gott fyrir viðskiptin að geta haft opið allt árið,“ útskýrir hann. Mun hafa jákvæð áhrif á landið allt En útnefning Vesturlands sem eins af tíu eftirsóknarverðustu áfanga- stöðum í heiminum mun hafa áhrif út fyrir landshlutann. „Að fá svona viðurkenningu hefur auðvitað áhrif á Ísland í heild sinni. Kannski ekki síst vegna þess að landið er mark- aðssett sem áfangarstaður í heild sinni þrátt fyrir að við reynum svo alltaf að beina fólki sem víðast um landið eftir að það er þangað kom- ið,“ segir Ingvar Örn hjá Íslands- stofu. Hann telur að fólk muni vissulega sækja Vesturland heim í kjölfar viðurkenningar frá jafn virt- um miðli og Lonely Planet en tel- ur að Ísland allt muni njóta góðs af, landssvæðin tvö séu í rauninni ekki í samkeppni hvort við annað. „Ég held að flestir sem koma hing- að horfi til þess hvaða möguleikar standa þeim til boða. Þeir þekkt- ustu í dag eru sennilega á Suður- landi en það sem gerist kannski með þessari viðurkenningu er að ferðamaðurinn horfir á fleiri möguleika. Það þýðir ekki endi- lega að fólk velji bara annan hvorn. Kannski heimsækir fólk bæði Suð- ur- og Vesturland í einni ferð eða þá að það kemur tvisvar og gerir annað í einu,“ bætir hann við. Telur tækifærin endalaus Hvorki Kristján né Ingvar Örn segjast hafa nokkrar áhyggjur af að fjöldi ferðamanna fari fram úr hófi í nánustu framtíð. Vestlend- ingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að viðurkenning Lonely Planet muni laða „of marga“ gesti á svæð- ið. „Það er alltaf ákveðinn flösku- háls inn í landið, markaðsdreifing innan svæðis og það hjálpar okkur að draga athyglina að nýju lands- svæði,“ segir Ingvar. „Fólk þarf eftir sem áður að finna flug, gist- ingu og afþreyingu. Það er í raun- inni það sem stýrir því hve marg- ir heimsækja einhvern stað. Við erum ekkert í sömu sveit sett og stóráfangastaðir eins og til dæmis London,“ útskýrir hann. „Ég held að í þessari viðurkenningu felist fyrst og fremst mikil tækifæri en ekki neitt sem við þurfum að ótt- ast,“ bætir Kristján við. Vesturland hefur fram til þessa fengið stærstan hluta sinna heim- sókna í gegnum dagsferðir, þ.e. heimsóknir ferðamanna sem gista í mesta lagi eina nótt. Kemur það m.a. fram í skýrslu sem unnin var af greiningardeild Arion banka og kynnt var um síðustu mánaða- mót á fundi með ferðaþjónustunni í Borgarnesi. Má leiða líkur að því að með tilnefningu Lonely Planet nú verði Vesturland í framtíðinni staður sem ferðamenn tefja leng- ur á? „Auðvitað vonum við það að mörgu leyti. Það eru kostir og gallar við að vera nálægt Reykjavík og þetta hefur verið einn af ókost- unum. Ferðamenn staldra frek- ar stutt við á Vesturlandi,“ seg- ir Kristján. „Aftur á móti hefur þetta gert okkur kleift að halda úti vetrarferðamennsku þannig að ég held að dagsrúnturinn úr bænum sé ekki slæmur. Svo má nefna að þegar hafnar eru sérhæfðar ferðir til okkar, eins og til dæmis heim- sókn norsku prjónakvennanna fyrr í þessum mánuði sem Skessuhorn sagði frá. Þar er prjónafólk á Vest- urlandi að fá alveg sérstakan mark- hóp til að hífa sitt starf upp. Ég held að það séu endalaus tækifæri í svona löguðu,“ bætir Kristján Guð- mundsson við að lokum. kgk Vesturland meðal eftirsóknarverðustu áfangastaða í heimi samkvæmt Lonely Planet Kristján Guðmundsson forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands ásamt Ingvari Erni Ingvarssyni hjá Íslandsstofu. Þeir voru báðir viðstaddir athöfn Lonely Planet á sunnudaginn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.