Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 20

Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201520 Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi var sett síðastliðinn fimmtudag og mun standa til næsta sunnudags, 8. nóvember. Fjöldi viðburða hefur verið þessa fyrstu daga hátíðarinnar og er dagskráin þétt skipuð út vikuna. Alls eru um fimmtíu við- burðir á Vökudögum að þessu sinni og því fjölmargt í boði sem gleður augu og eyru. Í dag verða haldnir fjölbreyttir af- mælistónleikar í Tónbergi í tilefni af sextíu ára afmæli Tón- listarskólans á Akranesi, söguganga verður frá Akratorgi á morgun, á föstudag verða haldnir styrktartónleikar Fjöliðj- unnar við Dalbraut 6 og karlakórinn Svanir verða með af- mælishátíð í Grundaskóla. Dagskráin heldur svo áfram yfir helgina og eru einnig fjölmargar sýningar opnar víðsvegar um Akranes sem ekki verða allar teknar niður þótt formlegri dag- skrá Vökudaga lýkur. Tíðindamenn og ljósmyndarar Skessuhorns hafa verið á ferðinni á Vökudögum og komið við á ýmsum viðburðum. Hér má sjá svipmyndir frá nokkrum þeirra. grþ Fjölbreytt menningardagskrá á Vökudögum Ungar dömur á opnun sýningarinnar Samspil hjá Gyðu Jónsdóttur Wells bæjarlistamanni Akraness, Drífu Gústafsdóttur og Elsu Maríu Guðlaugsdóttur. Ljósm. kgk. Þjóðlagasveitin spilaði og söng fyrir fullu húsi á Höfða síðastliðinn föstudag. Ljósm. grþ. Það var fjör á árlegu tónleikunum Ungir - Gamlir í Bíóhöllinni. Ljósm. kgk. Opið hús var í Samsteypunni og hægt að fylgjast með listamönnum vinna. Ljósm. ki. Fjölmargir mættu á opnun listsýningar Jóhönnu Vestmann, Nínu Stefánsdóttur og Ásgeirs Samúelssonar á Höfða. Ljósm. grþ. Margar fallegar myndir eru til sýnis á Ljósmyndasýningu Vitans við Skólabraut en fjölmenni var þegar sú sýning var opnuð. Ljósm. ki. Fjölmenni mætti á stofutónleika í Haraldarhúsi á sunnudag. Ljósm. ki. Í Vinaminni hélt Kalman listafélag glæsilega kammertónleika. Ljósm. ki. Friðrik Dór, Ragnheiður Gröndal, Húsbandið og grunnskólanem- endur á Akranesi komu fram á Ungum - Gömlum. Ljósm. kgk. Í framhaldi af opnun sýningarinnar Samspil voru hátíðlegir tónleikar í Tónbergi. Ljósm. kgk. Spáð og spekúlerað á sýningu ljósmyndaklúbbsins Höfrungs. Ljósm. ki. Þessi unga dama nældi sér í smá bita á opnun sýningar á Höfða. Ljósm. grþ.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.