Skessuhorn - 04.11.2015, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 201530
„Hvaða viðburði ætlar þú að
sækja á Vökudögum?“
Spurning
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Ellert Ingi Ellertsson:
Ég er að spá í að fara á eldsmíð-
anámskeið í Smiðjunni á Safn-
asvæðinu næsta laugardag.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir:
Ýmsa skemmtilega viðburði á
bókasafninu, tónleika Ragn-
heiðar Hafsteinsdóttur á Gamla
Kaupfélaginu og á sýninguna
„Þar sem maður hittir mann“.
Jóhannes Ingibjartsson:
Á stofutónleika í Haraldarhúsi,
sýningu í Kirkjuhvoli og svo
ætla ég að kíkja í kringum mig á
bókasafninu.
Guðný Kristín Guðnadóttir:
Ekkert skipulagt, það kemur
bara í ljós.
Aníta Franklínsdóttir:
Myndlistasýninguna á Höfða,
Þar sem maður hittir mann á
Kirkjubraut og á Blúshátíðina.
Sjötíu ferðalangar frá Akranesi
lögðu land undir fót föstudaginn
30. október síðastliðinn. Þar af
voru 52 iðkendur frá FIMA sem
tóku þátt í Íslandsmótinu í stökk-
fimi en alls voru þátttakendur á
mótinu um 200 talsins. Mótið var
haldið á laugardeginum á Akureyri
og gekk ferðin norður ótrúlega
vel. Keppendur voru svo sannar-
lega FIMA og Akranesi til sóma á
mótinu. Þeir stóðu sig með prýði
og kláruðu stökkin sín vel og lít-
ið var um föll. Á mótinu var keppt
í þremur hlutum. Fyrsti hluti var
fyrir aldurshópinn 9-11 ára, ann-
ar hluti fyrir 11-13 ára og þriðji
hluti fyrir 14 ára og eldri. Íslands-
mót í stökkfimi er einstaklingsmót
og þar er keppt á trampólíni og
hesti, sem telja saman til stiga. Svo
er keppt á dýnu í framumferð og
afturábakumferð, sem telja einn-
ig saman til stiga. Íslandsmeistar-
ar urðu þeir sem unnu í saman-
lögðu. Keppt var í opnum flokki,
A-flokki og B-flokki. Í B-flokki má
bara gera stökk upp í ákveðið erf-
iðleikagildi, eftir það er keppt í A-
flokki sem aftur nær upp í ákveðið
erfiðleikagildi. Að lokum er opni
flokkurinn, en þar má finna erfið-
ustu stökkin skv. Code Of Points,
en það eru hópfimleikareglur sem
keppt er eftir.
Í fyrsta hluta fengu allir þátttak-
endur FIMA sem fæddir eru 2006
þátttökuverðlaun en þær stóðu sig
mjög vel. Ragna Sól, fædd 2005,
lenti í fyrsta sæti á dýnu í B-flokki.
Í öðrum hluta gerði Guðrún Unn-
arsdóttir sér lítið fyrir og tók gull á
öllum áhöldunum og í samanlögðu
í A-flokki í sínum aldursflokki.
Hún var jafnframt Íslandsmeist-
ari í A-flokki. Guðný Sigurrós Jó-
hannsdóttir sigraði á öllum áhöld-
um og í samanlögðu í sínum ald-
ursflokki í A-flokki og varð Íslands-
meistari í A-flokki. Evlalía Þórð-
ardóttir lenti í 2. sæti á trampól-
íni í A-flokki, Andrea Kristín lenti
í 3. sæti á trampólíni í A- flokki og
var í 2. sæti í samanlögðu. Andrea
Reynisdóttir lenti í 3. sæti á dýnu í
A-flokki og Thelma Ragnarsdóttir
lenti í 3. sæti á öllum áhöldum og í
3. sæti í samanlögðu í A-flokki. Þá
varð Ásdís Björgvinsdóttir í 4. sæti
á dýnu og í 2. sæti í samanlögðu í
B-flokki. Krissý van der Berg lenti
í 2. sæti á dýnu í B-flokki.
Í þriðja hluta lenti Sóley Brynj-
arsdóttir í fyrsta sæti á dýnu í A-
flokki, öðru sæti á trampólíni og
öðru sæti í samanlögðu. Sylvía
Mist Bjarnadóttir varð í fyrsta sæti
á dýnu, öðru sæti á trampólíni, í
fyrsta sæti í samanlögðu og jafn-
framt Íslandsmeistari í sínum ald-
ursflokki. Harpa Rós Bjarkadóttir
varð í 3. sæti á dýnu, 3. sæti á tram-
pólíni og í 3. sæti í samanlögðu. Í
Opnum flokki lenti Dawn Sim-
ire í 3.sæti í samanlögðu, Ragna
Dís Sveinbjörnsdóttir varð í 2.sæti
á dýnu, 3.sæti á trampólíni og í
3.sæti í samanlögðu.
Það er greinilegt að framtíð-
in er björt hjá FIMA og gefur ár-
angurinn góð fyrirheit fyrir kom-
andi keppnistímabil hjá stelpun-
um í hópfimleikum. Næsta verk-
efni FIMA er Haustmótið í Hóp-
fimleikum, sem haldið verður á
Akranesi 20.-22. nóvember í umsjá
okkar.
Lóa Guðrún Gísladóttir
Ljósm. Sesselja Andrésdóttir
Frábær árangur FIMA á Íslandsmótinu í stökkfimi
Allur hópurinn frá FIMA samankominn.
Stelpurnar skemmtu sér vel á Akureyri þar sem þær kepptu á Íslandsmóti í stökk-
fimi. Hér er hluti keppenda FIMA kominn í náttfötin.
Keppni lokið hjá stúlkunum sem kepptu í öðrum hluta.
Upphitun hjá 9-11 ára í gangi.Svifið í lausu lofti.
Þátttakendur þriðja og elsta flokksins með verðlaunagripi sína.