Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Page 21

Skessuhorn - 18.11.2015, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 21 Átthagamyndir af öllum lögbýlum og þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Átthagamyndir í nærri hálfa öld Loftmynd frá Mats er alltaf kærkomin gjöf. Mýmargar stærðir og gerðir í boði. Kynnist úrvalinu á www.mats.is Hafið samband á mats@mats.is Gilsbakki Haustmót í Hópfimleikum á Akranesi 20. - 22. nóvember Haustmót í Hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi, helgina 20. - 22. nóvember nk. Bæjarbúar og nærsveitungar eru hvattir til að koma á mótið en allur aðgangseyrir rennur til styrktar Fimleikafélags Akraness. Áfram FIMA! SK ES SU H O R N 2 01 5 svifaseinar Sjúkratryggingar Ís- lands geta verið þegar hreyfihaml- aðir þurfa að leita á náðir stofnun- arinnar. Hann kveðst afar háður úti- hjólastólnum sem hann segir í hlut- verki fótanna í hans tilfelli, án stóls- ins komist hann ekki út úr bílnum og ferða sinna. Síðasta mánudags- kvöld sprakk á dekki undir útistóln- um hans Andrésar. Morguninn eft- ir hringdi hann í Sjúkratrygging- ar Íslands, stofnunina sem tók fyrir nokkrum árum yfir hlutverk Hjálp- artækjabanka Tryggingastofnunar. Í ljós kom að varahluturinn var ekki til hjá stofnuninni og reiðhjólaverk- stæði eru ekki viðurkenndir birgj- ar hjá Sjúkratryggingum. Fyrir fjór- um mánuðum hafði hann pantað ný dekk undir hjólastólinn, en það virt- ist ekki hafa dugað til. Dekk undir útihjólastóla eru nefnilega þau sömu og undir reiðhjólum. Verða að standa sig betur „Þjónustan hefur versnað hjá Sjúkra- tryggingum. Þar er fólk ekki sérhæft í ákveðnum hópum fólks með mis- jafnar þarfir. Eftirfylgni er því ekki sú sama og var og þjónustustig- ið er einfaldlega ekki nógu hátt,“ segir Andrés. „Þetta er náttúrlega engan veginn í lagi. Þarna eiga menn í fyrsta lagi að eiga til á lager svona algenga varahluti og í öðru lagi að sýna þá þjónustulund að út- vega þá með hraði þannig að málið séu leyst og það helst samdægurs,“ segir hann. Í kjölfar fréttar Skessu- horns fékk hann reyndar hjálp úr óvæntum áttum. Einstaklingur á Akranesi, sem ekki vill láta nafns síns getið, kom einfaldlega til hans á Hvanneyri á fimmtudagskvöld- ið og gaf honum nýtt dekk í stað þess sprungna og annar hafði sam- band og bauðst til að borga fyrir hann nýjan dekkjagang undir stól- inn. „Ég er óendanlega þakklát- ur þegar fólk sýnir svona velvilja. Mér fannst þarna á þessum tíma- punkti í síðustu viku að ég yrði að láta heyra í mér því öryrkjar hafa sinn rétt eins og annað fólk. Mér finnst ekki viðunandi að stofnun- in sem á að sjá okkur fyrir nauð- synlegum hjálpartækjum sé ekki að standa sig í stykkinu. Ég hef einn- ig lent í vandræðum með dýnuna í rúminu mínu og sessuna sem ég sit á í hjólastólnum og hef lent í því að þessir hlutir eru vitlaust af- greiddir, manni eru sendir bilað- ir varahlutir og þar fram eftir göt- unum. Réttur búnaður er okkur hreyfihömluðum mjög mikilvæg- ur. Til dæmis eru loftfylltar dýnur afar mikilvægar þar sem við búum við stöðuga sárahættu ef búnað- urinn er ekki í lagi,“ segir Andr- és að endingu.Því má við þetta bæta að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands viðurkenndi í sjónvarps- fréttum RUV síðastliðið fimmtu- dagskvöld að þjónustan væri vissu- lega ekki gallalaus en reynt væri eftir getu að vinna á meinbugum hennar. Engu að síður er hreyfi- hömluðum og öðrum nauðsynlegt að menn eins og Andrés Ólafsson hafi kjark til að láta í sér heyra ef á hlut þeirra er gengið af starfsfólki stofnana í almannaþágu. mm Útihjólastóllinn var á sprungnu í síðustu viku, allt þar til einstaklingur kom Andrési til hjálpar eftir að hafa lesið um málið á vef Skessuhorns. „Það kemur mér í jólaskap að brugga jólabjór. Við hér á Steðja komumst í jólaskapið í september þegar við byrjuðum að smakka bjórinn til og gera hann góðan,“ segir Dagbjart- ur Arilíusson hjá Brugghúsi Steðja í Borgarfirði. Venju samkvæmt boða brugghús komu jólanna með jóla- drykkjum sínum og að þessu sinni sendir Steðji þrjá slíka á markað- inn, tvo jólabjóra auk jólaléttöls. „Annars vegar er það Steðji jóla- bjór, hefðbundni jólabjórinn okk- ar sem er suður-þýskur millidökk- ur lagerbjór með lakkrís frá Góu. Hann hefur alltaf notið mikilla vin- sælda,“ segir Dagbjartur. „Hins vegar er það Almáttugur, sem er porterstíll af bjór, 6% og mjög mal- taður með enn meira lakkrísbragði en sá hefðbundni. Hann er svona eins og sælgætismoli eftir matinn,“ bætir hann við. Báðir jólabjórarnir komu í áfeng- isverslanir síðastliðinn föstudag en auk þeirra býður Steðji upp á Jóla léttöl, fáanlegt í Ljómalind í Borg- arnesi og verslunum Krónunn- ar. „Það er yfirgerjaður bjór, létt- ur stout með lakkrísbragði sem við niðurblönduðum með hreinu app- elsínuþykkni og bættum við smá stevíu-sætuefni. Ölið er 2,15% og bragðið er mjög margslungið, þetta er mjög skemmtilegur drykkur,“ segir hann. Að sögn Dagbjartar eru allir jóla- drykkirnir 100% náttúrulegir og án viðbætts sykurs eins og aðrir bjór- ar brugghússins. „Þetta eru heilsu- drykkir,“ segir hann léttur í bragði. Brugghús Steðja tryggði sér ný- verið sýningarrétt á myndbandi sem nota á í auglýsingaskyni fyrir Jólaléttölið. Áhugasamir borið það augum á facebook-síðu brugghúss- ins. Jarðarberjabjór fyrir skvísurnar Auk þess að boða komu jólanna með gerð jólabjórs hafa bruggmeistarar Steðja undanfarið unnið að nýrri tegund af jarðarberjabjór sem hef- ur fengið nafnið Steðji Skvísu- bjór. „Þetta er léttur lagerbjór með góðu jarðarberjabragði. Við hófum samstarf við nágranna okkar í Sól- byrgi, fáum hjá þeim íslensk jarðar- ber í bjórinn og hann kemur virki- lega á óvart,“ segir Dagbjartur en bætir því við að Steðji hafi reyndar áður boðið upp á jarðarberjabjór. „Í hann fluttum inn frostþurrkuð jarðarber en eftir að Sólbyrgi jók framleiðslu sína höfum við verið í góðu sambandi við þau og ákváð- um að nota jarðarberin þeirra. Þau breyta drykknum heilmikið enda hvergi hægt að fá betri jarðarber,“ segir hann. Jarðarberjabjórinn er einnig án alls viðbætts sykurs og kemur í hillur áfengisverslana 1. desember. „Þetta er bjór fyrir allar skvísurnar,“ segir Dagbjartur. kgk Brugghús Steðja kynnir nýjar bjórtegundir Jóladrykkirnir þrír frá Brugghúsi Steðja. Vetrarljóð Aðventutónleikar Kórs Akraneskirkkju á Kalmansvöllum laugardaginn 28. nóvember kl. 20 Frumflutt lög og ljóð aftir Akurnesinga Jólasmáréttir úr smiðju kórfélaga Sérstakir gestir: Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson Aðgangseyrir kr. 4.000 Í forsölu kr. 3.500 Forsala í versluninni Bjargi við Stillholt SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.