Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201512
Uppskeruhátíð Ferðaþjónustunnar
á Vesturlandi var haldin síðastlið-
inn fimmtudag í Borgarnesi. Dag-
skráin hófst með því að flutt voru
erindi og snæddur hádegisverður
í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Því næst voru nokkur fyrirtæki í
Borgarnesi og á Hvanneyri heim-
sótt. Farið var í Hugheima, Safna-
hús Borgfirðinga, Ljómalind og
Landbúnaðarsafnið og Ullarsel-
ið á Hvanneyri. Dagskránni lauk
á kvöldverði á Icelandair Hótel
Hamri í Borgarnesi þar sem veitt-
ar voru viðurkenningar og verð-
laun fyrir gott starf í greininni.
„Samhugur er mikill hjá ferða-
þjónustufólki á Vesturlandi og all-
ir sammála um að mikil tækifæri
séu framundan í greininni,“ seg-
ir Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á
Glym, sem jafnframt er formað-
ur Ferðamálasamtaka Vesturlands.
Hún segir mikinn vöxt hafa ver-
ið í vetrarferðaþjónustu á Íslandi
og njóti Vesturland góðs af því að
vera aðgengilegur landshluti og í
þægilegri nálægð við höfuðborg-
arsvæðið. „Nálægðin og snjólétt-
ir vetur gera Vesturland spenn-
andi kost fyrir ferðamenn og erum
við nú að fá til okkar hluta af þeim
vexti sem ferðaþjónustan hefur
upplifað síðastliðin ár. Þjónusta og
afþreying hefur verið að byggjast
upp og eru mörg fyrirmyndarfyr-
irtæki komin á legg í okkar lands-
hluta. Þessu getum við öll fagnað
sem störfum við ferðaþjónustuna
hér og lítum á stöðuna sem tæki-
færi til að gera enn betur,“ segir
Ragna.
Sérstaðan mikil
Ragna segir margar náttúruperl-
ur á Vesturlandi. „Í Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli eru svartar strend-
ur og fjölbreyttar bergmyndan-
ir, Vatnshellir er fyrirmyndarfyr-
irtæki sem nú er opið allt árið. Á
Vesturlandi má einnig finna vatns-
mesta hver Evrópu og hraunhella,
fallega fossa eins og Hraunfossa og
hæsta foss Íslands; Glym í Hval-
firði. Einn skemmtilegasti áningar-
staðurinn er Kirkjufell sem óvænt
varð mest myndaða fjall landsins.
Á siglingum um Breiðafjörð má
sjá hvali og óteljandi eyjar. Hvergi
annars staðar í heiminum getur fólk
farið inn í jökul eins og í ísgöng-
unum í Langjökli. Við höfum ein-
staka sögu á svæðinu, t.d. Snorra
Sturlusson höfðingja frá Reykholti,
Bárðarsögu á Snæfellsnesi og Ei-
ríks sögu rauða í Dölum. Auðvelt
er að kynnast heimafólki frá svæð-
inu því margir veita persónulega
og góða þjónustu í ferðaþjónustu á
Vesturlandi. Allt þetta á sinn þátt í
að við erum raunverulega komin á
kortið og erum þegar farin að finna
áþreyfanlega fyrir fjölgun gesta,“
segir Ragna Ívarsdóttir og fagn-
ar sérstaklega því að nýverið hafi
Vesturland verið valið á topp 10
lista lista yfir áhugaverðustu svæð-
in í heiminum til að heimsækja árið
2016. „Það er ánægjulegt að ekki
minna tímarit en Lonely Planet
skuli sjá þetta og veita okkur slíka
viðurkenningu. Ferðaþjónustu-
fólk á Vesturlandi sér mikil tækifæri
samhliða þessu og við lítum björt-
um augum til þess sem koma skal.
Samstarf í samkeppni er markmið
okkar enda getum við gert frábæra
hluti í sameiningu,“ segir Ragna.
Höfðinginn á Húsafell
Á hverju ári veita Ferðamálasamtök
Vesturlands nokkrar viðurkenningar
til þeirra sem þykja hafa sýnt dugn-
að við uppbyggingu atvinnugreinar-
innar. Höfðinginn er árlega veittur
því fyrirtæki og/eða einstaklingi sem
þykir hafa skarað fram úr síðastlið-
ið ár. Að þessu sinni er það Ferða-
þjónustan á Húsafelli sem hlaut
Höfðingjann 2015. Fyrirtækið er í
eigu og rekið af hjónunum Bergþóri
Kristleifssyni og Hrefnu Sigmars-
dóttur. Þar er sjálfbær ferðaþjónusta,
orka virkjuð nýtt og eftir því tekið
hversu reynt er að hlú að umhverf-
inu og halda svæðinu snyrtilegu. Á
þessu ári bættist Hótel Húsafell við
og hefur fyrstu mánuði starfstímans
fengið einróma lof gesta.
Hvatningarverðlaun
til Hilmars
Hvatningarverðlaun Ferðamála-
samtaka Vesturlands árið 2015 hlaut
að þessu sinni Hilmar Sigvalda-
son vitavörður á Akranesi. „Akra-
nesviti er vinsæll viðkomustaður
ferðamanna og hefur Hilmar gefið
mikla vinna í að halda honum opn-
um og taka á móti gestum. Hilm-
ar á heiðurinn af því framtaki að
Akranesviti var opnaður almenn-
ingi,“ segir í umsögn dómnefndar
um hvatningarverðlaunin.
Vakinn til
Landnámssetursins
Loks var Vakinn, viðurkenning
Ferðamálastofu, Samtaka ferða-
þjónustunnar, Nýsköpunarmið-
stöðvar og Ferðamálasamtaka Ís-
lands, afhent við þetta tækifæri.
Þau hlaut Landnámssetur Ís-
lands í Borgarnesi, sem þau Kjart-
an Ragnarsson og Sigríður Mar-
grét Guðmundsdóttir veita for-
stöðu. Í kynningu sem Sigríður
Margrét flutti um morguninn fyr-
ir gesti á Uppskeruhátíðinni sagði
hún frá hvernig Landnámssetrið
hefði orðið til. Greindi frá stuðn-
ingi fjársterkra einstaklinga en
sagði jafnframt að ekki síður hafi
stuðningur Borgarbyggðar fyrstu
þrjú árin skipt sköpum að setrið
komst á legg. Harmaði hún hversu
erfitt var að fá lánsfé og fjárfesta
að nýrri starfsemi í ferðaþjónustu.
Hún sagði frá hvernig þau hafi
leitað ráðgjafar þekktra fyrirtækja
um hvernig byggja á upp vel lukk-
að sýningarhald. Meðal annars hafi
ráðgjafi frá Smithsonian safninu
í Ameríku lagt þeim lið. Ráðlagt
þeim m.a. að hafa skilaboð á sýn-
ingunni einföld og hnitmiðuð en
reyna að skapa hinn þekkta „Wow
effect“. Smám saman hafi sýning-
arhaldið, veitingasalan og verslun-
in farið að ganga vel og sé nú fyr-
ir nokkru orðið sjálfstætt og gott
fyrirtkæki sem veitir um 20 manns
störf á ársgrundvelli. Sirrý lét vel
af því samstarfi sem var um tíma
þegar ferðaþjónustufólk kom sam-
an undir merkjum All Senses sam-
takanna. Saknaði hún þeirra og
sagði reynsluna þar hafa hjálpað
þeim á fyrstu árum Landnámsset-
ursins. Í All Senses hafi verið gott
að getað deilt reynslu, krafti og
sameinast um markaðsstarf.
mm
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi
Frá upphafi hádegisfundar á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Sigríður Margrét ræðir við gesti á uppskeruhátíðinni.
Hjónin Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir hjá Ferðaþjónustunni á
Húsafelli tóku við verðlaunum Ferðamálasamtakanna, en þau nefnast Höfð-
inginn.
Landnámssetrið í Borgarnesi hlaut Vakann 2015. Hér eru forsvarsmenn og
nokkrir starfsmenn þess.
Hilmar Sigvaldason hlaut sérstök hvatningarverðlaun Ferðamálasamtaka Vestur-
lands.