Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 21 Síðastliðið sunnudagskvöld var frumsýnd í Húsafelli ný klukku- tíma löng heimildamynd um Pál Guðmundsson listamann á Húsa- felli. Til sýningarinnar var boðið heimafólki, vinum, frændfólki og ýmsum sem tengjast Húsafelli með einum eða öðrum hætti. Fáum dögum áður hafði myndin verið forsýnd í Háskólabíói í Reykjavík. Hinn aldni höfðingi Páll Stein- grímsson kvikmyndagerðarmaður á veg og vanda að gerð myndarinn- ar, en ásamt honum komu að gerð hennar þeir Friðþjófur Helga- son tökumaður og Ólafur Ragnar Halldórsson sem klippti myndina og bjó til sýningar. Arnar Jónsson leikari les handrit. Búið er að selja sýningarrétt af myndinni og mun Ríkissjónvarpið taka hana til sýn- ingar á nýju ári, en nánari tíma- setning liggur ekki fyrir. Kvikmyndin um Pál á Húsafelli spannar æviskeið listamannsins allt frá því að hann sem barn fékk að fylgjast með þjóðþekktum lista- mönnum sem dvöldu í Húsafelli við listsköpun sína. Loka mynd- brotið var tekið upp í Hörpunni þegar flutt var tónverk Páls við afhendingu menningarverðlauna Norðurlandaráðs. Tökur á mynd- inni hafa staðið yfir um tveggja ára skeið. Fyrstu myndskeiðin af Páli eru frá því þegar hann sem átta ára drengur tekur þátt í fjárragi á Húsa- felli þegar enn var búið þar með fé. Myndina prýða myndbrot frá ólík- um tímum úr ferli listamannsins. Einkar vel tekst til við að lýsa nátt- úrubarninu Páli og hvernig tengsl hans við og virðing fyrir landinu mótar hann sem fjölhæfan en um leið einstakan listamann. Farið er með honum á öllum tímum árs í Bæjargilið, fylgst með honum við listsköpun sem smám saman hefur færst yfir í gerð steinhörpu, upp- byggingu listasafnsins í gömlu úti- húsunum á Húsafelli og til náins samstarfs við listagyðjuna á sviði tónlistar, höggmyndagerðar og málunar við ýmsar aðstæður. Alltaf nærri náttúrunni. Hér verður ekki lengra haldið við að lýsa myndinni og innihaldi hennar, en fólk hvatt til að fylgjast vel með þegar mynd- in verður sýnd. Að líkindum er fá- títt, ef ekki einsdæmi, að núlifandi listamaður hafi áorkað jafn miklu og Páll á Húsafelli á sinni tíð. Það má glöggt sjá í myndinni. mm Ný heimildamynd um Pál listamann frumsýnd á Húsafelli Friðþjófur Helgason, Páll Guðmundsson, Páll Steingrímsson og Ólafur Ragnar Halldórsson. Það fór vel á með þeim nöfnum og Hvítsíðungum Ólafi Kristóferssyni og Ólafi Guðmundssyni. Húsfellingar á spjalli fyrir sýninguna. F.v. Arnar Bergþórsson, Gísli Björnsson, Sæmundur Ásgeirsson og Bergþór Kristleifsson. Frumsýning myndarinnar í gangi. Framfarafélag Borgfirðinga nýtti glufu milli snarpra desemberlægða og stóð fyrir jólamarkað í gömlu hlöðunni í Nesi síðastliðinn sunnu- dag. Veður var kyrrt, en kalt. Þrátt fyrir að lofthiti væri ekki mikill og seljendur sem gestir þyrftu að taka létt spor og blása í lófa, var ýmiss varningur sem skipti þarna um eig- endur. Úti var boðið upp á ketilkaffi og smiðju þar sem deigt járnið var hitað yfir eldi og mótað í nytjahluti, en innandyra var sungið, jólasveinn heiðraði viðstadda af yngri kynslóð- inni og glatt var á hjalla fram und- ir myrkur. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli. mm Árlegur jóla- markaður í Nesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.