Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201522 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudög- um. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 77 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Vandfenginn er vinur trúr.“ Vinningshafi er: Magnea K Sigurðardóttir, Holtsbúð 83, 210 Garða- bæ. mm Skýr Þröng Óttast Dafnaði Gleðst Galgopi Rimla- kassinn Hafna Rex Brakaði Þurr á mann- inn Væl Dans Upphr. Far Slá Vangát Druslur Ásaka Niður- staða 6 Stillt Snót Hnjóð Samhlj. Svefn Ákafur Mjög Hnöttur Nám Sjó Böggull Mál Kögur Dráttar- dýrin Stallur- inn Mýri Hamast Dreifa Dý Fiskur Laust 4 1 8 Sómi Högg Alltaf Móta Fæða Korn Drykkur Húð 50 Læti Heimt- ing Slæm Tónn Óreiða Kunni Skel Rugl Hrekkja- lóma Leit Tvíhlj. Leðja Ílát Niður Þræta Stafur Trjónur Undir- lag Veisla 2 Púl Vindur Orka 9 Rangl Mjúkar Svelgur Hljóta Æfðar Neyt- endur Hró Fum Hvíldi Vafi Sverta Hita Átt Fljótur Rasa Upphr. Gler- ungur Býli 3 Kúgun Svik Konan Á skipi Dútl Þófar Áræðna 7 Kvakar Málmur Vein 5 Hlaup Eins um G 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands fór fram í fimmta sinn í síðustu viku, fullveldisdaginn 1. desember, en þá tóku 64 dokt- orar, sem eiga það sameiginlegt að hafa brautskráðst frá skólanum á tímabilinu 1. desember 2014 til 1. desember 2015, við gullmerki skól- ans. Doktorarnir koma af öllum fimm fræðasviðum háskólans. Há- tíð brautskráðra doktora var fyrst haldin á aldarafmæli skólans árið 2011. Henni er ætlað að undir- strika þá áherslu sem skólinn hef- ur lagt á rannsóknatengt nám á síð- ustu árum. Doktorsnám við skól- ann hefur eflst mjög á undanförn- um áratug, ekki síst með skýrri stefnumörkun skólans, fyrst fyr- ir árin 2006-2011 og svo aftur fyr- ir árin 2011-2016. Á seinna tíma- bilinu var markið sett á 60–70 brautskráningar úr doktorsnámi á ári hverju. Annað árið í röð nær skólinn þessu markmiði en þess má geta til samanburðar að 32 dokt- orar brautskráðust árið 2009. Við þetta má bæta að á yfirstandandi ári brautskráðist 500. doktorsneminn frá upphafi frá Háskóla Íslands. Doktorsnemar leggja mikið af mörkum til skólans í samstarfi við leiðbeinendur sína og sést það bæði í góðum árangri í birtingum vís- indagreina í alþjóðlegum tíma- ritum og stöðu Háskóla Íslands á matslista Times Higher Educa- tion World Rankings, en skólinn hefur verið á lista tímaritsins yfir 300 bestu háskóla heims undanfar- in fimm ár. Við athöfnina í Hátíðasal Há- skóla Íslands í dag voru viðstaddir þeir doktorar, sem vörðu ritgerð- ir sínar við skólann frá 1. desember 2014 til 1. desember 2015. Þeir eru 64 sem fyrr segir, 29 karlar og 35 konur. Um það bil þriðjungur þessa hóps er með erlent ríkisfang, frá 14 þjóðlöndum í Evrópu, Norður- Ameríku, Asíu og Afríku. mm Á sjöunda tug doktora tók við gullmerki Háskóla Íslands Söngparið Krist- jana Stefánsdóttir og Svavar Knút- ur halda jólatón- leika á Sögulofti L a n d n á m s s e t - ursins í Borgar- nesi fimmtudag- inn 10. desember kl. 20:30. Svavar og Kristjana hafa síðan 2008 haft mikla unun af því að syngja saman dúetta og kom- ið fram víða um landið við gríðar- góðar undirtektir. Þau hafa áður látið gamminn geysa og tekið saman fjölbreytta dag- skrá dúetta, sem rúmað hefur allt frá Abba til Dolly Parton með við- komu hjá Nick Cave og Páli Ísólfs- syni, auk frumsamdra laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. En að þessu sinni svífur jólaandinn yfir vötnum og við eigum von á yndis- lega fallegri jólastemningu á gamla pakkhúsloftinu. Kristjana Stefánsdóttir er án nokkurs efa drottning hins íslenska djassheims, en hefur þó einnig sungið hina ólíkustu stíla og komið víða við, til dæmis í leikhúsinu, þar sem hún stýrði tónlistinni í Galdra- karlinum í Oz og brá sér hlutverk trúðsins Bellu í Dauðasyndunum sjö, Jesú Litla og nú síðast Sókrates í Borgarleikhúsinu. Kristjana hef- ur gefið út fjölda hljómplatna, þar á meðal blúsplötuna Better days blues og saman gáfu þau Svavar út saman plötuna Glæður. Svavar Knútur hefur undanfar- in ár notið ört vaxandi velgengni sem söngvaskáld og tónlistarmað- ur. Hljómplötur hans, Kvöldaka, Amma og Ölduslóð hafa allar not- ið mikilla vinsælda og hlotið prýði- lega dóma. Svavar Knútur hlaut verðlaun úr minningarsjóði Önnu Pálínu Árnadóttur fyrir starf sitt í þágu eflingar þjóðlagatónlistar á Ís- landi. Hann hefur einnig gert víð- reist undanfarið og meðal annars ferðast með tónlist sína til Ástralíu, Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Ekki missa af einstakri jólaupplif- un. -fréttatilkynning Jólatónleikar með Svavari Knúti og Kristjönu Svínasteik þykir herramannsmatur hvenær sem er ársins. Í Danmörku er hægt að fá svínasteik með stökkri puru nánast hvenær sem er en hér- lendis tengja margir slíkan mat við jólin. Á sumum íslenskum heimil- um er purusteikin höfð í jólamat- inn, þá sér í lagi hjá þeim sem ekki eru hrifnir af reyktu kjöti. Hjá öðr- um á hún sérlega vel við á aðvent- unni, með góðu meðlæti svo sem sykurbrúnuðum kartöflum, rauð- káli, grænum baunum og ef til vill eplasalati. Hér er uppskrift af hefð- bundinni purusteik með stökkri puru. Negullinn gerir alltaf sitt gagn og gefur smá jólailm í húsið, ásamt góðu bragði í kjötið. Svínasteik með puru (fyrir 6) Innihald: 1,5 svínakjöt, beinlaust en með puru. Gróft salt Nýmulinn pipar 12 stk. negulnaglar 6 stk. lárviðarlauf Grænmeti í soðið, ef gera á sósu. Aðferð: Skerið rákir í puruna með jöfnu millibili, hafið um það bil hálfan sentímetra á milli. Nuddið síðan saltinu og piparnum í rákirnar og stingið negulnöglunum og lárvið- arlaufunum í. Látið kjötið standa á grind í ofnskúffunni og setjið einn lítra af vatni í. Ef nota á soðið í sósu er gott að setja gróft skorið græn- meti, svo sem lauk, gulrætur og sellerí í botninn ásamt 2 - 3 pipar- kornum að auki. Steikið kjötið í 1,5 klst. við 180°C og hækkið síðan hitann í 220°C síðustu tíu mínúturnar til að fá puruna stökka. Mælið kjötið með kjöthitamæli og þegar hann sýnir um 72°C, þá er steikin tekin út úr ofninum. Látið steikina hvíla und- ir álpappír í 15 - 20 mínútur áður en hún er skorin, til að halda saf- anum. Ef steikin fær ekki að hvíla er hætta á því að kjötið verði þurrt og seigt. Gott er að gera rjómasósu úr soðinu. Purusteik á aðventu eða jólum Freisting vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.