Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201520 Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um hús- næðisbætur. Stefnt er að því að auka stuðning við efnaminni leigj- endur og jafna húsnæðisstuðning milli leigjenda og eigenda íbúðar- húsnæðis. Samkvæmt frumvarpinu verður núverandi húsaleigubóta- kerfi breytt og er m.a. stefnt að því að fleiri geti valið að leigja húsnæði í stað þess að kaupa. Lagt er til að stjórnsýsla og umsýsla með almenn- um húsaleigubótum sem falla und- ir húsnæðisbótakerfið verði flutt frá sveitarfélögum yfir til ríkisins en að greiðsla sérstakra húsaleigubóta verði áfram á hendi sveitarfélaga. Meginbreyting frumvarpsins frá núverandi húsaleigubótakerfi felst einkum í því að grunnfjárhæð húsa- leigubótanna verði hækkuð umtals- vert og að fjárhæðir bóta og frítekju- marks hækka eftir því sem fleiri eru í heimili. Miðað er við að nýtt hús- næðisbótakerfi taki gildi í ársbyrj- un 2016 en að fyrirhugaðar breyt- ingar á frítekjumörkum, sem miðast við að hækki eftir því sem fleiri búa á heimili, taki gildi í byrjun árs 2017 og að þar með verði kerfið að fullu komið til framkvæmda. mm Nýtt frumvarp um húsnæðisbætur Í rúm 50 ár hefur Amnesty Int- ernational barist gegn mann- réttindabrotum með penn- ann að vopni og á hverju ári eru samviskufangar leystir úr haldi, fangar hljóta mannúð- legri meðferð, þolendur pynd- inga sjá réttlætinu fullnægt, fangar á dauðadeild eru náð- aðir eða ómannúðlegri löggjöf er breytt. „Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breyt- ingar á lífi þolenda mann- réttindabrota vegna undir- skrifta ykkar og aðgerða. Gott dæmi um raunverulega breyt- ingu á lífi þolanda mannrétt- indabrots er saga Moses Aka- tugba, ungs manns frá Nígeríu sem var pyndaður grimmilega og dæmdur til dauða með hengingu aðeins 16 ára gamall fyrir það eitt að stela þremur farsímum. Á síðasta ári þrýstu rúmlega 300.000 manns, í bréfamaraþoni samtakanna, á fylk- isstjórann á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses og í maí 2015 lét fylk- isstjórinn undan. Moses er nú frjáls maður,“ segir í tilkynningu frá Am- nesty International. Á hverju ári setja hundruð þús- unda einstaklinga, frá rúmlega 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Fjöldinn allur skrif- ar einnig stuðningskveðjur til þol- enda mannréttindabrota og veita þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim. Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en þegar milljónir slíkra bréfa ber- ast er erfitt að líta undan. Bréfin bera árangur. Bréfin bjarga lífi. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja á bréfamaraþon- inu en á síðasta ári voru rúm- lega 75.000 bréf og kort send utan, þar af 16.000 vegna Mo- ses. „Í fyrra tók fjöldinn all- ur af íbúum Borgarness þátt í bréfamaraþoni samtakanna og bindum við vonir við að Borg- nesingar fylki liði í ár til varn- ar þolendum mannréttinda- brota víðs vegar um heiminn. Ekki láta þitt eftir liggja á að- ventunni í ár í baráttunni fyrir betri heimi. Hjálpaðu til. Taktu þátt í bréfamaraþoni Íslands- deildar Amnesty Internation- al í Borgarnesi, laugardaginn 12. desember í Hugheimum frá kl. 13 til 16. Þar geturðu brugðist við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli þinni að halda. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí og söngdívan Soffía Óðinsdóttir mun gleðja gesti með söng sínum. Einnig er hægt að taka þátt á Akranesi í Bónushúsinu, föstudaginn 4. desember frá kl. 17 til 19. Bréf getur breytt lífi. Taktu þátt,“ segir í tilkynningu. mm Bréf til bjargar lífi – komið saman í Borgarnesi og á Akranesi Árleg hurðaskreytingakeppni í ung- lingadeild Brekkubæjarskóla á Akra- nesi var haldin síðastliðinn þriðju- dag. Keppnin er stór hluti af jólaund- irbúningi unglinganna, sem leggja mikinn metnað í skreytingarnar. Áður en hafist er handa skoða þeir fjölda mynda af skreyttum hurðum og jóla- skreytingum á netinu og byrja svo að safna að sér efnivið í skreytingarnar. Hurðarnar eru svo skreyttar á einum morgni og sjá nemendurnir sjálfir al- farið um vinnuna sem felst í því að skreyta hverja hurð. Í ár var keppnin jöfn og spennandi, enda þóttu skreyt- ingarnar frumlegar og metnaðarfull- ar. Afraksturinn var stórglæsilegur, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd- um. grþ Frumlegar hurðaskreytingar í Brekkubæjarskóla Vinningshafarnir í 10. B fyrir framan fallegustu jólahurðina. Ljósm. kp. 9. bekkur S fékk viðurkenningu fyrir frumlegustu hurðina. Ljósm. kp. Ísbjörn sem blæs sápukúlur úr perlum. Ótrúlega falleg hurðarskreyting. Frumlegasta hurðin sýnir mynd af Norðurpólslestinni. Hurðin með jólatrénu þótti fallegasta hurðin í ár. Síðustu þrjár vikur hafa nemendur í 8. bekk verið í kynjaskiptum bekkjum og verða fram að jólum. Strákabekkurinn gerði glæsilegan jólaarinn úr hurðinni sinni. Jólasveinninn tekur líka selfí, sniðug og flott hugmynd hjá stelpunum í 8. bekk. Jólakötturinn og Brekkubæjarskóli. Stílhrein og flott skreyting.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.