Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 27 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni komandi sumars. Leikmennirnir hafa verið boðaðir til æfinga með sínum landsliðshóp- um dagana fyrir jól, 19.-21. des- ember. Nokkrir ungir og efnilegir körfuknattleiksmenn af Vesturlandi munu þá hitta æfingafélaga sína og keppast um landsliðssæti fyrir kom- andi sumar. Hrafnhildur Magnúsdóttir úr Snæfelli og Melkorka Sól Pét- ursdóttir úr Skallagrími hafa ver- ið boðaðar til æfinga með U16 ára hópi stúlkna. Með sama aldurs- flokki drengja munu æfa þeir Arn- ar Smári Bjarnason úr Skallagrími og Aron Ingi Hinriksson úr Snæ- felli. Sigurður Aron Þorsteins- son og Brynjar Snær Pálsson sem báðir leika með Skallagrími munu æfa með U15 æfingahópi drengja, sem og Eiríkur Már Sævarsson, leikmaður Snæfells. Arna Hrönn Ámundadóttir úr Skallagrími hef- ur verið valin í U15 hóp stúlkna þar sem Finnur Jónsson er þjálfari, en hann þjálfar einnig meistaraflokk karla hjá Borgarnesliðinu. Áhugasömum er bent á að skipan æfingahópa yngri landsliða Íslands má nálgast í heild sinni á vef KKÍ. kgk Efnilegir körfuknattleiksmenn boðaðir til landsliðsæfinga Arna Hrönn Ámundadóttir (t.v.) ásamt systrum sínum Sigrúnu og Guðrúnu eftir leik í Lengjubikarnum í haust. Var það fyrsti meistaraflokksleikur Örnu fyrir Skallagrím, en þá hafði hún ekki náð 14 ára aldri. Skotfélag Vesturlands var stofnað 10. apríl árið 2012 og er því aðeins á sínu þriðja starfsári. Engu að síð- ur eru félagsmenn þegar orðnir um 120 talsins og hefur fjölgað jafnt og þétt frá stofnun. Félagsmenn hafa á síðustu þremur árum unnið hörðum höndum að því að koma sér upp skot- aðstöðu innanhúss í Brákarey í Borg- arnesi fyrir bæði loft- og púðurbyssur og hrundu nýverið af stað söfnun til að bæta aðstöðuna. „Við erum búin að byggju upp mjög myndarlega að- stöðu og erum að reyna að bæta hana með því að safna fyrir rafrænum skot- mörkum og slíku,“ segir Þórður Sig- urðsson formaður SV í samtali við Skessuhorn. „Þó aðstaðan sé mjög góð og allt sé löglegt samkvæmt öll- um alþjóðlegum stöðlum, þá viljum við geta boðið upp á það besta,“ seg- ir hann en aðstaða félagsins er engu að síður með því besta sem þekkist á landsbyggðinni en mjög fá skotfélög utan höfuðborgarsvæðisins geta stát- að af innanhússaðstöðu. En skotfélagið hefur hvergi að- stöðu utanhúss og segir Þórður að fé- lagið hafi undanfarin ár reynt að fá landi úthlutað hjá Borgarbyggð, líkt og mörg önnur íþróttafélög. „Það hefur verið horft til svæðis í landi Hamars, rétt fyrir ofan Bjarnhóla. Þar höfum við látið teikna fyrir okkur þúsund metra riffilbraut og leirdúfu- völl. En það er ekkert víst með stað- setninguna enn,“ segir hann. Nýverið samþykkti formanna- fundur UMSB ályktun þess efnis að þrýsta á Borgarbyggð að greiða götu bæði skotfélagsins og eins mótor- krossfélagsins. „Við vonumst til þess að það fari að draga til tíðinda í þess- um málum áður en langt um líður,“ segir Þórður. „Megnið af fólkinu í félaginu er að horfa til útisvæðisins. Það eru um 30-40% okkar félags- manna sem stunda skotfimina innan- húss af krafti en restin horfir til þess að komast út.“ Öryggið fyrir öllu Æfingar hjá Skotfélagi Vesturlands eru tvisvar til þrisvar í viku og fara fram undir eftirliti og leiðsögn skot- stjóra, enda eitt meginhlutverka félagsins að kenna ungum sem öldn- um skyttum örugga og vandaða með- ferð skotvopna. „Við leggjum mikla áherslu á öryggi og erum með mjög strangar öryggisreglur sem allir verða að fara eftir. Á öllum æfingum er skot- stjóri sem er ábyrgur fyrir æfingunni og opnun hússins. Ef nýliðar koma er það hans hlutverk að passa upp á þá, kenna þeim og tryggja rétta og góða meðferð skotvopnanna,“ segir Þórð- ur „og það er gaman að segja frá því að slys í þessari íþrótt þekkjast varla og við viljum halda því þannig,“ bæt- ir hann við. Skotfimi á Unglinga- landsmóti UMFÍ Skotfélagið hefur haldið fjölda móta á undanförnum þremur árum frá stofn- un. „Á hverju tímabili eru tvö lands- mót á vegum Skotsambands Íslands og á þau mæta allar bestu skyttur landsins. Við höfum haldið slík mót í samstarfi við Skotfélag Akraness. Fimm brautir eru í púðursalnum hjá okkur og tíu í loftsalnum, þannig að við getum haldið býsna stór mót,“ segir hann en bætir því við að aðeins sé keppt í öðru hvoru í einu. Í sumar verður Unglingalands- mót UMFÍ haldið í Borgarnesi og fyrir tilstuðlan Skotfélags Vestur- lands verður skotfimi meðal keppn- isgreina á mótinu, fyrsta sinni í sögu unglingalandsmótanna. „Það verð- ur keppt í skotfimi með loftskamm- byssu og loftriffli og hugsanlega riff- ilskotfimi, en það fer eftir þátttöku,“ segir Þórður. Aðspurður segir hann að Skotfélag Vesturlands muni að sjálfsögðu senda keppendur á ung- lingalandsmótið og vonast eftir góðri þátttöku. „Það er mjög öflugt ung- lingastarf hjá mörgum skotfélögum á landinu.“ Þó unglingalandsmót sé hér til um- ræðu er skotfimi auðvitað íþrótt fyr- ir fólk á öllum aldri. „Krakkar mega byrja að æfa 15 ára með leyfi frá for- eldrum. Þeir yngstu sem hafa ver- ið að mæta á æfingar eru rétt skriðn- ir yfir 15 ára aldurinn og sá elsti sem mætir reglulega er kominn yfir átt- rætt,“ segir hann. kgk Flestir í Skotfélagi Vesturlands horfa til útisvæðis Efnt var til byssusýningar þegar inniaðstaða Skotfélags Vesturlands var opnuð form- lega fyrir einu og hálfu ári síðan. Erlendur Breiðfjörð, Brynjólfur Guðmundsson og Þórður Sigurðsson formaður SV virða fyrir sér gripina. Mynd úr safni. Snæfell tók á móti ÍR í níundu um- ferð Domino‘s deildar karla í körfu- knattleik síðastliðinn fimmtudag. ÍR-ingar byrjuðu betur og var sem leikmenn Snæfells væru ekki til- búnir til leiks. Þeir hittu illa og virt- ust eiga erfitt með að einbeita sér í vörninni. Á meðan skoruðu gest- irnir duglega og höfðu ellefu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 18-29. Snæfellingar minnkuðu muninn í tvö stig með góðum spretti í upp- hafi annars leikhluta. En leikmenn ÍR svöruðu og leiddu með tíu stig- um í leikhléi, 38-48. Heimamenn í Snæfelli byrjuðu betur í upp- hafi síðari hálfleiks. Þeir minnk- uðu muninn snarlega í fimm stig en þá tóku ÍR-ingar við sér. Gestirn- ir léku vel bæði í vörn og sókn það sem eftir lifði leiks og unnu að lok- um öruggan sigur, 72-96. Sherrod Wright var stigahæstur Snæfellinga með 18 stig og fimm stoðsendingar. Sigurður Þorvalds- son skoraði16 stig og tók tíu frá- köst og þá skoraði Stefán Karel Torfason tíu stig og tók einnig tíu fráköst. Snæfell er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með átta stig eft- ir níu leiki. Næst leikur liðið gegn Stjörnunni í Garðabænum fimmtu- daginn 10. desember. kgk Snæfell lá gegn ÍR á heimavelli Leikmenn Snæfells þurftu að sætta sig við 24 stiga tap gegn ÍR í Hólminum. Ljósm. eb. Barna- og ungmennamót Fjölnis í sundi var haldið helgina 28.-29. nóvember. Sundfélag Akraness sendi hóp ungra og efnilegra sundgarpa á mótið sem stóðu sig með stakri prýði og fjölmarg- ir bættu sinn persónulega árangur. Sóldís Anna Helgadóttir vann til bronsverðlauna í 50m baksundi og Ngozi Jóhanna Eze hreppti brons- ið í 50m skriðsundi. Öllum kepp- endum tíu ára og yngri voru veitt sérstök þátttökuverðlaun. kgk/ Ljósm. SA. Sundmenn SA sneru heim hlaðnir verð- launum Ngozi Jóhanna Eze og Sóldís Anna. Allir keppendur tíu ára og yngri fengu þátttökuverðlaun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.