Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 201516 kona í mig sem hét Regína og boð- aði mig í viðtal. Ég var þá nýflutt á Akranes og vissi ekkert hvað bæjar- stjórinn hét,“ segir Sædís og hlær. Hún segist þó hafa verið búin að átta sig á hvern hún væri að fara að hitta áður en viðtalsdagurinn rann upp. „Ég fékk þetta starf sem sagt í gegnum Vinnumálastofnun. Þetta gerðist allt mjög hratt, ég var á skrá hjá þeim í viku. Um var að ræða afleysingastarf vegna lang- tímaveikinda starfsmanns.“ Við- komandi starfsmaður sneri ekki til baka til starfa og staðan sem Sæ- dís gegnir í dag var auglýst laus til umsóknar. Líkar vel á Skaganum Sædísi og Hjalta líkar vel á Akra- nesi og finnst sveitarfélagið pass- lega stórt. „Akranes er svolít- ið svipað og Mosó var þegar við Hjalti vorum að alast upp, þann- ig að okkur líkar stærðin vel. Það er stutt í allt og skóla- og íþrótta- starfið hérna er frábært fyrir börn- in. Hér líður börnunum okkar vel og þá líður manni vel líka,“ seg- ir hún. Hún sjálf er ánægð í starfi sínu hjá Akraneskaupstað og tek- ur virkan þátt í félagslífi á Akranesi þótt hún segi flesta vinina búa í Mosfellsbæ. „Ég ver mestum tíma með fjölskyldunni og hef gaman af útiveru. Svo er ég í blaki, er ný- byrjuð að æfa með Bresa. Ég hef reyndar aldrei æft blak áður, var í körfu þegar ég var yngri en þetta er fljótt að koma,“ segir hún bros- andi. „Ég byrjaði einnig í Zonta- félagi Borgarfjarðar síðasta vetur. Við erum þrjár hérna á Skaganum sem erum í því félagi en annars eru það mest konur úr Borgarfirði,“ bætir hún við. Vefurinn myndrænni en áður Líkt og áður segir stýrði Sædís undirbúningsvinnunni við gerð nýrrar heimasíðu Akraneskaup- staðar. Vefurinn var formlega opn- aður í september 2014, ári eft- ir að bæjarstjórn hafði ákveðið að hefja undirbúning að gerð nýs vefjar. Bæjarstjóri skipaði starfs- hóp og verkefnin voru skilgreind í gegnum erindisbréf. Í starfshópn- um voru Hafdís Sigurþórsdóttir, Anna Leif Elídóttir, Svala Hreins- dóttir, Hanna Valdís Jóhannsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir auk Sæ- dísar sem leiddi vinnuna. ,,Þeirra aðkoma skiptir miklu máli, þarna vorum við með manneskju úr hverjum málaflokki sem kom að uppsetningu vefsins. Gamli vef- urinn var orðinn úreltur og margt efni inni á honum líka. Við fórum af stað með það markmið að leið- arljósi að gera vefinn sýnilegri, að- gengilegri og myndrænni en hann var áður. Gerð var þarfagrein- ing á vefnum og svo sá fyrirtækið Stefna um að hanna nýju síðuna eftir henni,“ segir Sædís. Hún seg- ir verkefnið hafa tekið sinn tíma enda mikið af gögnum og texta sem þurfti að skoða og flytja yfir í nýtt kerfi. Stefnt að rafrænni þjónustu Samhliða opnun á nýjum vef Akra- neskaupstaðar var tekin í gagnið svokölluð Íbúagátt. Í henni geta íbú- ar á Akranesi sótt rafræn umsókna- eyðublöð til að sækja meðal annars um húsaleigubætur, leikskólapláss, byggingalóðir og heimaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. „Á ákveðn- um tímapunkti verður meirihluti þjónustunnar orðinn rafrænn, það er markmiðið sem við stefnum að. Við höfum einnig bætt við birtingu gagna með fundargerðum bæjar- ráðs og bæjarstjórnar og viljum við með því gera íbúa upplýstari um málavexti og hvað fer fram á fund- unum.“ Sædís segir jafnframt að nú standi yfir vinna að starfsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016 og eitt af markmiðum þar er að bæta aðgengismál á vefsíðu Akra- neskaupstaðar. „Við erum alltaf að vinna að því að betrumbæta vefinn. Það er sífellt hægt að bæta sig og þó að við séum ánægð með vefinn og að hann hafi fengið þessa við- urkenningu, þá má alltaf gera enn betur,“ segir Sædís að endingu. grþ Inger Helgadóttir fékk rós vik- unnar í Vetrar-Kærleiknum, sem Blómasetrið Kaffi kyrrð í Borgar- nesi stendur fyrir. Rósina fékk hún fyrir hvað hún er, eins og segir í til- nefningunni; „einstaklega dugleg og eljusöm. Hún er drífandi og hef- ur gefið mikið til samfélagsins bæði til sveita og bæjar. Hún er sann- gjörn og ráðagóð. Hún er kjarna- kona.“ Áfram Kærleikur! mm Inger er rósahafi vikunnar í Vetrarkærleiknum Vefur Akraneskaupstaðar hlaut nýverið viðurkenningu sem besti sveitarfélagavefur landsins. Sel- tjarnarnes, Fjarðarbyggð, Skaga- fjörður og Kópavogsbær voru til- nefnd í sama flokki og Akranes og áttu vefirnir það allir sameiginlegt að hafa fengið hæstu stigin í út- tekt sem kallast: „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“ Niðurstöður út- tektarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nyt- semi, aðgengis, þjónustu og lýð- ræðislegrar þátttöku á vefjum. „Það sem einkennir hönnun vefs- ins er mannlegt útlit. Skemmti- leg og metnaðarfull myndanotkun glæðir vefinn lífi. Hönnun vefs- ins er skýr og flokkun góð. Fleira en eitt tungumál er stutt á vefn- um. Leitarvélin virkar vel, niður- stöður flokkaðar og birtar á skýran hátt. Einnig er gott að nota vefinn í snjallsíma.“ segir í umsögn dóm- nefndar um vef Akraneskaupstað- ar, sem var uppfærður árið 2014. Það var Sædís Alexía Sigurmunds- dóttir starfsmaður hjá Akranes- kaupstað sem hafði yfirumsjón með endurbótum á vefnum. Sædís hóf störf hjá bæjarfélaginu í maí 2013 sem verkefnastjóri. Hún seg- ir starfið vera fjölbreytt og að ýmis ólík mál detti inn á borð til hennar. „Ég er með margskonar verkefni á mínum herðum. Ég sé til dæmis um heimasíðumál, rafræna þjón- ustu hjá bænum, auglýsingamál og kynningarmál að hluta,“ segir Sæ- dís sem einnig annast almenn rit- arastörf fyrir bæjarstjóra. „Svo að- stoða ég einnig við undirbúning fyrir ýmsa fundi, svo sem hjá bæj- arráði og bæjarstjórn og við upp- setningu á starfs- og fjárhagsáætl- unum og öðru útgefnu efni.“ Vissi ekki hver Regína var Sædís kemur upprunalega úr Mos- fellsbæ en hefur búið á Akra- nesi síðan 2012, ásamt fjölskyldu sinni. Hún er gift Hjalta Brynjari Árnasyni lögmanni og saman eiga þau þrjú börn. „Við vorum bæði í námi á Bifröst og þegar því lauk þá fannst okkur að það væri kominn tími til að flytja. Bæði yngri börn- in okkar eru fædd hérna á Akra- nesi og okkur leist vel á að flytja hingað,“ segir hún. Sædís útskrif- aðist sem viðskiptalögfræðingur frá Bifröst snemma árs 2012. Sama ár eignaðist hún sitt yngsta barn og fjölskyldan fluttist búferlum á Skagann. Eftir að fæðingarorlof- inu lauk skráði Sædís sig í atvinnu- leit hjá Vinnumálastofnun. Nokkr- um dögum síðar fékk hún tölvu- póst. „Ég fékk upplýsingar um að Vinnumálastofnun hefði sent feril- skrána mína. Svo hringdi einhver Er með margskonar verkefni á sinni könnu Rætt við Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað. Sædís ásamt Regínu þegar nýr og endurbættur vefur Akraneskaupstaðar var opnaður formlega.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.