Skessuhorn - 09.12.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2015 11
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
verður að Sólbakka 2, við húsnæði Frumherja og ARGO
17 - 21
17 - 21
17 - 20
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis
gerir tillögu um 50 milljóna króna
framlagi til Háskólans á Bifröst í
tillögugerð sinni fyrir aðra umræðu
fjárlagafrumvarpsins. Þar var gert
ráð fyrir 325 milljóna króna fram-
lagi sem mun hækka í 375 milljón-
ir króna samkvæmt tillögu meiri-
hluta nefndarinnar. „Þessi hækk-
un á framlagi ríkisins til Háskólans
á Bifröst skiptir mjög miklu máli
fyrir skólann. Í fjárlagafrumvarp-
inu var ekki tekið tillit til fjölgunar
nemenda við skólann en nú hefur
meirihluti fjárlaganefndar brugðist
við athugasemdum frá skólanum og
ákveðið að koma til móts við hann,“
segir í tilkynningu frá skólanum.
Stjórn Háskólans á Bifröst hefur
afgreitt fjárhagsáætlun fyrir kom-
andi ár þar sem miðað er við að
skólinn komist úr taprekstri í smá-
vægilegan hagnað. „Tillaga meiri-
hluta fjárlaganefndar styður við
þau áform. Helstu lánadrottnar
Háskólans á Bifröst, Arion banki
og Byggðastofnun endurfjármögn-
uðu skólann á árinu og stóðu vel
við bakið á honum til þess að kom-
ast yfir þá fjárhagserfiðleika sem
tímabundin fækkun nemenda hafði
skapað.“
Um 630 nemendur hófu nám við
Háskólann á Bifröst sl. haust og
horfur eru á að góður hópur nýrra
nemenda innritist í skólann á vor-
önn 2016 en jafnan koma langflest-
ir nemendur inn í skólann á haus-
tönn. „Því má reikna með að nem-
endum fjölgi áfram við Háskólann
á Bifröst og að skólinn haldi áfram
að styrkjast á árinu 2016.“ mm
Háskólinn á Bifröst fær við-
bótarframlag á fjárlögum