Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 20152 Gamlárskvöld er annað kvöld og hefðinni samkvæmt sprengja landsmenn gamla árið frá sér með skoteldum sem gleðja augað. Flugeldunum fylgja engu að síður hættur og því brýnt fyrir Vestlendingum og landsmönnum öllum að gæta ýtrustu varkárni og nota viðeigandi hlífðarbúnað þegar púðurhólkarnir eru meðhöndlaðir. Björgunarsveitirnar eru ósparar á hlífðar- gleraugu og ráðlegt að grípa með sér fleiri en færri á flugeldamarkaðinum. Kannan- ir sýna að nú eru karlmenn taldir í mesta áhættuhópnum að slasa sig við þessa iðju, oftast eftir að hafa bergt á einhverju öðru en vatni fyrr um kvöldið. Spáð er sunnan- og suðaustan 8-15 m/s með éljum á gamlársdag (fimmtudag) og á nýársdag. Hægara og þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Frost víðast hvar 0 til 6 stig. Suðvestlæg eða breytileg átt á laugar- dag, vægt frost með snjókomu en rigning austanlands fram eftir degi. Víða él síðdeg- is. Austanátt, úrkomulítið og svalt á sunnu- dag og mánudag. Slydda eða snjókoma með köflum suðaustan til á landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað er vinsælasta naslið um hátíðirn- ar?“ 22,54% segja laufabrauð vinsælast en næstflestir, 19,2%, greiddu smákökun- um atkvæði sitt. „Sælgæti“ sögðu 17,19%, „ávextir“ sögðu 9,38%, „kartöflusnakk“ sögðu 3,57% og „grænmeti“ hlaut 2,46% atkvæða. 7,59% sögðust ekki borða nasl en 18,08% sögðu einfaldlega „allt“. Í næstu viku er spurt: Þyngdistu um jólin? Bræðurnir Grýlu- og Leppalúðasynir eru miklir jólasveinar sem hafa í nógu að snú- ast um jólin. Þeir dvelja ekki heima yfir há- tíðirnar heldur verja tíma sínum nærri mannabyggðum og líta við á jóladans- leikjum þar sem þeir syngja og tralla, skemmta börnum og færa þeim jafnvel gjafir. Jólasveinarnir eru Vestlendingar vik- unnar, en skv. heimildum Skessuhorns eru þeir bornir og barnsfæddir efst á Arnar- vatnsheiði. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Krefjast breyttra reglna vegna lúðuafla LANDIÐ: Smábátasjómenn vilja að reglum um bann við lúðuveið- um verði breytt. Þær eru í dag þannig að sjómönnum er skylt að sleppa allri lífvænlegri lúðu sem veiðist. Þessar reglur voru sett- ar á sínum tíma þar sem margir höfðu þungar áhyggjur af minni lúðugengd við landið. Nú hafa þau tíðindi hins vegar orðið að menn telja sig verða vara við auk- inn lúðuafla. Lúða sem varla hef- ur sést undanfarin ár kemur nú í talsverðu magni sem meðafli. „Smábátaeigendur hafa greint frá þessu og á það bæði við veið- ar í net og á línu. Fréttir af þess- ari uppákomu hafa bæði borist frá Breiðafirði og Norðurlandi. Dæmi eru um 10 - 15 lúður í róðri þar sem varla hefur sést lúða árum saman,“ segir á vef Lands- sambands smábátaeigenda. Sam- bandið hefur nú sent Atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyt- inu bréf þar sem krafist er endur- skoðunar á reglugerð þannig að heimilt verði að landa lúðu sem fæst sem meðafli og andvirði af sölu skili sér að fullu til útgerðar og sjómanna. LS tekur sérstak- lega fram í bréfinu að áfram verði óheimilt að stunda beina sókn í lúðu. -mþh Bærinn styrkir Norðurálsmótið AKRANES: Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri Akraneskaup- staðar og Magnús Guðmundsson formaður Knattspyrnufélags ÍA undirrituðu fyrir skömmu sam- komulag vegna Norðurálsmóts- ins í knattspyrnu sem haldið er á Akranesi í júní ár hvert. Samn- ingurinn gildir frá 2016-2018 og varðar helstu skipulags þætti mótsins sem og verkaskipt- ingu milli Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélagsins. Akra- neskaupstaðar styrkir mótið árið 2016 um 2,7 milljónir króna, 2,9 milljónir árið 2017 og 3,1 milljón árið 2018. -mm Sviptur og nýreyktur á ofsahraða HVALFJ.SV: Lögreglan á Vest- urlandi tók ökumann fyrir ofsa- akstur á Akrafjallsvegi síðdeg- is á mánudaginn en hann ók á 146 km hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 90. Lögreglumennirnir fundu greinilega kannabislykt af öku- manninum og viðurkenndi hann að hafa verið að reykja kannabis fyrr um daginn. Í dagbók lög- reglunnar kom einnig fram að viðkomandi hafði verið svipt- ur ökuréttindum. Var maðurinn færður á lögreglustöð til skýrslu- töku og töku blóðsýnis. –mm Erlendir ferðamenn festu bíl sinn í snjó á Jökulhálsleið á Snæfellsnesi í vikunni fyrir jól og var björgun- arsveit ræst út til að ná í fólkið. Þá festu erlendir ferðamenn bíl sinn á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og einn þeirra lagði af stað fótgang- andi til byggða. Fólkinu var kom- ið til aðstoðar. Þrír erlendir ferða- menn festu bílaleigubíl sinn á Uxa- hryggjum fyrir jólin og hafði lög- reglan samband við dráttarbíla- þjónustu sem kom þeim til aðstoð- ar. „Það hefur verið til umræðu hjá Lögreglunni á Vesturlandi að ræsa ekki alltaf út björgunarsveitir í tilvikum sem þessum, heldur vísa frekar á þá þjónustuaðila sem að gefa sig út í að sinna fólki í vand- ræðum,“ segir Theódór Þórðarson hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Theódór segir erlenda ferða- menn víða á ferðinni þótt kominn sé hávetur og koma þeir mun oftar við sögu í dagbók lögreglunnar en áður var. Er ferðamennskan þann- ig vaxandi þáttur í störfum lög- reglunnar og ekki bara yfir sum- artímann eins og lengi var raun- in. „Spyrja má hvort viðbragðs- aðilar, þ.m.t. lögregla, björgun- arsveitir, slökkvilið og sjúkraflut- ingaaðilar, séu tilbúnir að höndla afleiðingar þessarar auknu vetrar- ferðamennsku? Er nóg að gert til að upplýsa ferðafólkið um „sérís- lenskar“ hættur í umferðinni? Er hægt að vinna betur að forvörnum t.d. með því að útbúa gagnvirkan gps kortagrunn fyrir íslenska vega- kerfið þar sem sést með greini- legum hætti hvar viðkomandi fjall- vegir eru lokaðir og hverjir séu að- eins jeppafærir og með upplýsing- um um að sjaldnast sé stysta leiðin á milli landshluta sú greiðfærasta eða hvað þá sú fljótfarnasta eins og gps tækin gefa oft sterkt til kynna? Það væri til bóta að gerður yrði kortagrunnur sem að sýndi hvaða vegaframkvæmdir eða lokanir eru í gangi á hverjum tíma, hvar óveð- ur geisa, hvar glerhálka er á vegi og svo framvegis. Oft hafa ver- ið haldnir fundir eða jafnvel heilu ráðstefnurnar af minna tilefni,“ segir Theódór að endingu. mm Björgun erlends ferðafólks úr ógöngum vaxandi verkefni lögreglu Skömmu fyrir jól var björgunarsveitin Ok í Borgarfirði fengin til að sækja ferðafólk á bíl sem það hafði fest á Uxahryggja- vegi þrátt fyrir að Vegagerðin hafði sett upp skilti við báða enda vegarins þar sem fram koma upplýsingar, á íslensku og ensku, um að vegurinn sé ófær. Þar er búkki á veginum, sem aka þarf fyrir til að komast leiðar sinnar. Leyfilegt er að aka ófæra vegi, en beinlínis lögbrot þegar þeim hefur verið lokað, sem var ekki tilfellið að þessu sinni. Ljósm. Þór Þorsteinsson. Umhverfisstofnun staðfesti skömmu fyrir jól nýtt starfs- leyfi fyrir álverksmiðju Norð- uráls á Grundartanga og mun nýtt leyfi gilda til 16. des- ember 2031. Eldra starfsleyf- ið gilti til ársins 2020 og veitti heimild til að framleiða allt að 300.000 tonnum af áli á ári, en samkvæmt nýja leyfinu er fyr- irtækinu nú heimilt að fram- leiða allt að 350.000 tonn. Framleiðsla Norðuráls hefur verið að aukast á undanförn- um árum og vegna áforma um enn meiri framleiðslu með straumhækk- un sótti fyrirtækið um nýtt starfs- leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvalfjarðarsveit er nýtt deiliskipulag nú tilbúið til birtingar og málsmeð- ferð lokið vegna umsagna sem bárust Umhverfisstofnun. „Ákveðið var að svara öllum at- riðum í umsögnunum sem vörðuðu Norðurál í greinargerð þó að sumar athugasemdir sem fram komu vörð- uðu ekki starfsleyfið beint, en í um- sögnunum var meðal annars að finna atriði sem varða sameiginlegu um- hverfisvöktunina á Grundartanga- svæðinu. Umhverfisstofnun nýt- ir umsagnir af þessu tagi til þess að bæta starfsleyfi sín en í þessu tilfelli munu þær einnig hafa áhrif á fram- kvæmd umhverfisvöktunarinnar. Þá verður skoðað nánar fyrir öll starfs- leyfi útgefin af stofnuninni hvort ástæða sé til þess að birta á vefsíðum leyfisskyldra rekstraraðila áhættumöt og áætlanir vegna bráðamengunar og vegna frágangs við mögulega rekstr- arstöðvun. Umhverfisstofnun birtir í dag útgefin starfsleyfi og niðurstöður eftirlits, mælinga, vöktunar og þving- unarúrræða,“ segir í frétt frá Um- hverfisstofnun vegna veitingar leyf- isins. Þá segir að í athugasemdunum hafi verið nokkur atriði sem ítrekað hafi komið fram. Í greinargerðinni er því sérstök umfjöllun um fyrirkomu- lag vöktunar (bæði varðandi losun og umhverfisvöktun) og um framsetn- ingu gagna á kynningarfundum, um vöktun flúors og um þynningarsvæði álversins. Einnig er þar gerð grein fyrir viðbrögðum við einstökum at- hugasemdum. „Í stórum dráttum eru viðbrögðin við ofangreindum atrið- um eftirfarandi: Farið verður yfir fyr- irkomulag kynningarfunda og ábyrgð þeirra. Á vettvangi umhverfisvökt- unarinnar verður skoðað hvort ekki sé tilefni til að vakta flúor allt árið á mælistöðvunum á Kríuvörðu og Gröf [í Hvalfjarðarsveit]. Einnig gæti á þeim vettvangi komið til greina sér- stök vöktun á flúor að Kúludalsá en sú hugmynd kemur til vegna veik- inda sem hafa komið fram í hrossum á bænum. Ekki hefur verið sýnt fram á að þau veikindi stafi af flúormengun en Umhverfisstofnun telur engu að síður fulla ástæðu til mælinga á flúor- styrk. Varðandi þynningarsvæði telur Umhverfisstofnun að skýrleiki þurfi að vera meiri varðandi hvaða lög og reglugerðir gilda um þynningarsvæði og hefur gert umhverfis- og auðlind- aráðuneytinu viðvart um það sjónar- mið.“ Þá segir í tilkynningu Umhverfis- stofnunar vegna starfsleyfisins að í at- hugasemdum hafi einnig komið fram sú skoðun að upplýsa þurfi almenn- ing um mengunaróhöpp. „Í þessu sambandi er sérstaklega horft til við- sjárverðra óhappa sem gætu orðið ef svo illa vill til að þurrhreinsivirki fer úr rekstri í lengri tíma. Minnt var á að einmitt þetta gerðist árið 2006. Brugðist hefur ver- ið við þessu með því að í starfs- leyfið hefur verið sett ákvæði um að koma þurfi upplýsingum sem fyrst á framfæri við búfjár- eigendur í nágrenninu ef þurr- hreinsivirki er úr rekstri í þrjár klukkustundir. Þetta ákvæði er til viðbótar við mun víðtæk- ari tilkynningarskyldu til Um- hverfisstofnunar. Þá má nefna að sett er frekari skýring í starfsleyfið í grein sem fjallar um að eftirlitsaðili geti ákveðið, telji hann ástæðu til, að fara fram á tíðari mengunarmælingar eða heimilað að dregið verði úr tíðni mælinga. Viðbótin skýrir nánar hve- nær heimilt er að draga úr tíðni mæl- inga.“ Loks er í greinargerðinni farið ít- arlega yfir forsendur nokkurra ann- arra ákvæða starfsleyfisins sem gerðar voru athugasemdir um. Auk þess hafa minniháttar villur verið lagfærðar og orðalagi breytt á stöku stað. Starfs- leyfi Norðuráls Grundartanga ehf. öðlast þegar gildi og gildir til 16. des- ember 2031 eins og fyrr segir. Fyrra starfsleyfi fyrirtækisins fellur þar með úr gildi. Harma niðurstöðuna Umhverfisvaktin við Hvalfjörð harmar þessa niðurstöðu Umverf- isstofnunar. Í tilkynningu á Fa- cebook-síðu félgagsins daginn eft- ir að úrskurður UST birtist, seg- ir: „Þau dapurlegu skilaboð bárust Umhverfisvaktinni rétt þegar há- tíðar eru að ganga í garð að Um- hverfisstofnun hafi samþykkt nýtt starfsleyfi fyrir Norðurál á Grund- artanga, en það skal gilda til ársins 2031. Enn hefur Umhverfisstofnun afhjúpað lánleysi sitt í hlutverki eft- irlitsstofnunar með mengandi iðn- aði í landinu.“ mm Umhverfisstofnun gefur út nýtt starfsleyfi fyrir Norðurál Norðuráli er nú heimilt að framleiða allt að 350.000 tonn af áli á ári í verksmiðjunni á Grundartanga. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.