Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 27 Föstudaginn 18. desember gerðu leikmenn Skallagríms sér ferð suð- ur í Hveragerði og mættu Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á að leiða framan af og eftir því sem nær dró leikhléinu urðu sveiflurnar minni. Hart mætti hörðu og staðan í hálfleik var jöfn, 42 stig á hvort lið. Leikmenn Skallagríms mættu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og náðu að slíta sig frá heimamönnum. Hamarsmenn voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í loka- leikhlutanum. Forystunni náðu þeir hins vegar ekki aftur og Skallagrímur vann að lokum fjögurra stiga sigur í spennandi leik í Hveragerði, 79-83. Sigtryggur Arnar Björnsson var aðeins hársbreidd frá þrennu í leikn- um. Hann skoraði 28 stig, tók tíu frá- köst og gaf níu stoðsendingar. J.R. Cadot reif niður 22 fráköst til við- bótar við 20 stig sín. Þá skoraði Dav- íð Ásgeirsson 20 stig. Skallagrímur er í fjórða sæti deild- arinnar með tólf stig eftir átta leiki, jafn mörg og Þór frá Akureyri í sæt- inu fyrir ofan. Næsti leikur Skalla- gríms fer fram í Borgarnesi föstudag- inn 8. janúar þegar liðið tekur á móti Fjölni. kgk Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdótt- ir hefur samið við Íþróttabandalag Akraness til eins árs en hún kemur að láni frá Breiða- bliki. Ásta er 19 ára og á fjölmarga U17 og U19 landsleiki að baki en hún spilaði með Augnabliki í 1. deild síðastliðið sumar og þar áður með ÍA í Pepsideildinni sumarið 2014. „Ásta er mjög efnilegur og frambærilegur markvörður sem við bindum miklar vonir við í baráttu liðsins í Pepsideildinni 2016,“ segir Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA. Meðfylgjandi mynd var tekin af Ástu Vigdísi og Haraldi eftir að samkomulag hafði verið undirritað. mm KFÍA styrkir kvennaliðið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells í körf- unni hefur tekið við af Jóni Guðmundssyni sem þjálfari U18 ára landsliðs stúlkna. Mun hann fylgja liðinu á NM og EM á næsta ári. Bylgja Sverrisdóttir verður áfram aðstoðar- þjálfari liðsins. Liðið kom saman og æfði fyrir jólin líkt og öll hin yngri landsliðin. Jón Guð- mundsson, þjálfari U18 ára landsliðs stúlkna, óskaði óskað eftir að losna undan samningi sem þjálfari vegna breytinga og anna í vinnu og varð Körfuknattleikssambandið við þeirri beiðni. Jón hefur verið með liðið í tvö ár, en hann gerði liðið að Norðurlandameisturum U16 stúlkna fyrir tveimur árum. mm Ingi Þór tekur við þjálfun U18 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- lúbbnum Leyni á Akranesi tóku fyrir jólin þátt í öflugu golfmóti í Marókkó þar sem spilað var um keppnisrétt í Evrópumótaröð kvenna á næsta ári. Ólafía Þórunn náði á mótinu að verða önnur konan í íslenskri golfsögu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumóta- röð kvenna. Hún varð á meðal 30 efstu spil- ara og fær fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Valdís Þóra Jónsdóttir komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn, náði sér ekki á strik á mótinu, þrátt fyrir góða byrj- un. mm Skin og skúrir hjá afrekskonum í golfi Valdís Þóra og Ólafía Þórunn tóku fyrir jól þátt í úrtökumóti í Marókkó. Fimmtudaginn 17. desember tók Snæfell á móti Þór frá Þorlákshöfn í Domino‘s deild karla í körfuknatt- leik. Snæfell byrjaði illa og gest- irnir frá Þorlákshöfn náðu strax í upphafi góðu forskoti í leikn- um. Heimamenn tóku aðeins við sér í öðrum leikhluta og náðu að saxa á forskotið en leikmenn Þórs svöruðu um leið og leiddu með 17 stigum í hálfleik, 32-49. Gestirn- ir héldu sínu striki í síðari hálf- leik og Snæfell náði ekki að gera neina atlögu að forystunni. Mun- urinn hélst nálægt tuttugu stigum allt til leiksloka og leikmenn Þórs unnu að lokum nokkuð þægilegan 18 stiga sigur, 82-100. Sherrod Wright var atkvæða- mestur heimamanna með 29 stig og tíu fráköst. Næstur honum kom Austin Bracey með 22 stig og sjö stoðsendingar. Aðrir leik- menn Snæfells náðu sér ekki á strik í leiknum og má liðið illa við því að margir eigi slæman dag. Eftir tapið fyrir jól situr Snæ- fell enn í tíunda sæti deildarinnar með átta stig, fjórum stigum betur en næsta lið fyrir neðan. Fimmtu- daginn 7. janúar leikur Snæfell næst þegar Haukar sækja Stykkishólms- liðið heim. kgk Snæfellingar náðu sér aldrei á strik gegn Þór Sherrod Wright í mikilli baráttu Ragnar Nathanaelsson undir körfunni. Ljósm. sá. Skallagrímur sigraði Hamar í spennuleik Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í leiknum gegn Hamri og var hárs- breidd frá þrennunni. Ljósm. jho. ÍA heimsótti Ármann í 1. deild karla í körfuknattleik föstudaginn 18. desember. Leikurinn fór fremur ró- lega af stað og lítið var skorað fram- an af fyrsta leikhluta. Skotin fóru þó að detta fyrir rest og stigaskor- ið tók góðan kipp í rétta átt. Skaga- menn höfðu heldur yfirhöndina en Ármenningar minnkuðu forskot ÍA í þrjú stig fyrir leikhlé, 41-44. Skagamenn byrjuðu betur í síðari hálfleik en heimamenn voru hvergi af baki dottnir. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokafjórðunginn og útlit fyrir spennandi lokamínútur. Áfram fylgdust liðin að þar til um miðjan leikhlutann þegar Ármenn- ingar tóku að síga fram úr. Skaga- menn máttu að endingu sætta sig við tap, 89-82. Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna í leiknum með 34 stig. Næstur honum kom Fannar Freyr Helgason sem skoraði 13 stig. Ómar Örn Helgason skoraði tíu og tók sjö fráköst og Áskell Jónsson skoraði ellefu stig. ÍA situr í sjötta sæti deildarinn- ar með átta stig eftir átta leiki, jafn mörg og Hamar í sætinu fyrir ofan. Næst mætir liðið Þór frá Akureyri föstudaginn 8. janúar næstkom- andi. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. kgk Skagamenn máttu sætta sig við tap Fannar Freyr Helgason og lærisveinar hans í ÍA máttu sætta sig við tap gegn Ármanni fyrir jólafríið. Ljósm. úr safni: jho. Snæfell sigraði Grindavík í spenn- andi leik í Domino’s deild kvenna 16. desember þegar liðin mættust í Hólminum. Þetta var tíundi sigur Snæfellskvenna í deildinni og kom- ust þær með honum að hlið Hauka sem eiga leik til góða. Snæfelling- ar fóru strax í upphafi vel af stað í leiknum en Grindvíkingar héngu þó í þeim framan af. Leikurinn var hörku spennandi á köflum en Snæ- fell hafði þó betur í öllum leikhlut- um. Undir lokin sigu Hólmarar þó framúr og um miðbik þriðja fjórð- ungs tóku þær yfirhöndina og lönd- uðu öruggum 16 stiga sigri þegar flautan gall, 78-62. Stigahæstar í liði Snæfells voru Haiden Denise Palmer sem skor- aði 33 stig, tók sex fráköst og átti jafnmargar stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir setti 18 stig og Sara Diljá Sigurðardóttir 9. mm Snæfellskonur sýndu styrk sinn Nýliðar Víkings Ólafsvíkur eru óðum að undirbúa sig fyrir átök- in í Pepsídeild karla í knattspyrnu á komandi sumri. Miðjumaðurinn Egill Jónsson samdi á dögunum við Víking og mun leika með lið- inu næstu tvö árin, eða út keppn- istímabilið 2017. Egill er 24 ára og var áður samningsbundinn KR. Hann lék með Víkingi á láni þaðan síðastliðið sumar þegar Ólafsvík- urliðið tryggði sér sigur í 1. deild karla og sæti í úrvalsdeild með sannfærandi hætti. Þá hefur miðjumaðurinn Björn Pálsson framlengt samning sinn við Víking um eitt ár. Hann gekk til liðs við liðið árið 2011 og hef- ur ekki misst af deildarleik á þeim tíma og leikið alla 88 leiki liðsins í Íslandsmótinu. kgk Egill og Björn semja við Víking Egill Jónsson í baráttu við leikmann Þórs Akureyrar í 1. deildinni síðastliðið sumar. Mynd úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.