Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 5 LF D Björgunarfélags Akraness Kalmansvöllum 2 Opnunartími Miðvikudaginn 30. des. kl. 10 – 22 Fimmtudaginn 31. des. kl. 10 – 16 Þriðjudaginn 5. jan. kl. 17 – 20 Miðvikudaginn 6. jan. kl. 13 – 20 flugeldar.is bjorgunarfelag.is Borgnesingurinn Eygló Lind fékk rós vikunnar í Vetrar-Kærleik Blóma- setursins, Kaffi kyrrðar, í vikunni fyrir jólin. Rós- ina fékk hún fyrir hvað hún er, eins og segir í tilnefningunni; „Rosa- lega dugleg. Hún glæð- ir bæinn lit og lífi fyrir börn og fullorðna. Hún er jákvæð og skemmti- leg, sannkallaður gleði- gjafi. Svona kona gerir hvert bæjarfélag betra og Borgarbyggð er heppið að eiga hana að.“ mm Eygló Lind var rósahafi vikuna fyrir jól Einar Jóhann Konráðs- son er rósahafi vikunn- ar í Vetrar-Kærleiknum sem Blómasetrið – Kaffi kyrrð stendur fyrir. Rós- ina fékk hann fyrir hvað hann er, eins og segir í tilnefningunni; „indæll drengur. Hann er með einstaka þjónustulund, fallega framkomu og leggur sig allan fram í að aðstoða viðskiptavini Húsasmiðjunnar í Borg- arnesi. Hann er kurt- eis og almennt til fyrir- myndar.“ mm Einar Jóhann er rósahafi vikunnar Skýr merki eru um að íslenska sum- argotssíldin sé komin aftur inn fyr- ir brúna á Kolgrafafirði, en síldar- göngur í Kolgrafafjörð eru alræmd- ar eftir að mikið af síld drapst þar úr súrefnisskorti fyrir um tveimur árum. „Skyndilega er gríðarlegt líf í firðinum. Hér eru einir tíu háhyrn- ingar og fuglalíf hefur glæðst veru- lega. Súlan er komin, hér eru skarf- ar og mávar auk þess sem við sjáum fjóra til fimm erni daglega hér þar sem þeir gera sig heimakomna á túnunum hjá okkur. Það var meira segja svo að við gáfum örnunum afganga af jólahangikjötinu okk- ar sem þeir þáðu með bestu lyst,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði við Kolgrafafjörð í samtali við Skessuhorn síðastliðinn mánudag. Bjarni segir að þeim á Eiði hafi verið farið gruna að eitthvað væri á seyði rétt fyrir jól. „Það er svo skrítið, maður finnur sérstaka lykt sem virðist koma af sjónum þeg- ar hvalirnir eru að veiða síldina. Þá verður þessi breyting þar sem við verðum vör við lyktina. Við fórum við að kíkja út á fjörð og þá sáum við háhyrningana. Þeir koma hér inn í fjörðinn, éta sig metta og fara svo út aftur. Líklega er það vegna þess að þeim þykir sjórinn of kaldur hér fyrir innan brú og vilja því vera frekar fyrir utan þar sem er hlýrra þar til þeir verða svangir. Þá synda þeir hingað inn og fá sér að éta. Þeir koma ekki hingað nema vegna þess að hér er ríkulegt æti fyrir þá. Þeir þurfa nú sinn skerf til að verða mettir.“ Að sögn Bjarna er þó ómögu- legt að segja til um það hve mik- il síld er nú í firðinum. Það þurfi ekki endilega að vera svo mikið en enginn geti sagt neitt um það. „Þeir hjá Hafrannsóknastofnun vita ekk- ert um það, það voru öll mælitæki tekin burt úr firðinum í fyrra þeg- ar menn töldu að síldin væri horf- in á brott. En þetta virðist vera stór- síld. Mér skilst að hennar hafi verið saknað fyrr í vetur og hún ekki fund- ist. Hver veit nema hún sé komin fram núna. Hér var skotinn skarf- ur og krufinn. Hann var með stór- síld í maganum, hún var svo stór að sporðurinn stóð upp úr fuglinum,“ segir Bjarni. „Maður er nú búinn að vera rólegur yfir þessari síld síð- an hún hvarf á brott en nú þegar við verðum vör við hana á ný þá vakn- ar ónotatilfinning. Enginn veit hvað verður ef það gerir nú gott veður með stillum eins og voru þegar hún drapst hér um árið.“ mþh Síldin mætt á nýjan leik í Kolgrafafjörð Mikið gengur alla jafnan á þegar síldin gengur í Kolgrafafjörð. Síðast voru veiði- skip bæði innan og utan brúar auk þess sem vísindamenn stunduðu mælingar sínar. Ferðamenn nutu hvalaskoðunar og fuglalífs. Allir voru á eftir síldinni. Ljósm. tfk. Mynd af síldinni sem kom úr skarfinum sem veiddist við Eiði í liðinni viku. Hún var mjög stór og væn. Ljósm. Bjarni Sigurbjörnsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.