Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 13 Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi Flugeldasýning, jólasveinar, Theodóra, Olgeir og eiri leiða söng, heitt súkkulaði, smákökur og gleði Þakkir: JGR, Margrét Rósa Einarsdóttir, Jólasveinar, Geirabakarí, söngvarar og Nettó Við viljum biðja fólk að koma EKKI með eigin ugelda á svæðið ÞRETTÁNDAGLEÐI 2016 verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi miðvikudaginn 6. janúar kl. 18:00 SK ES SU H O R N 2 01 5 LJ Ó SM YN D : K R IS TÍ N J Ó N SD Ó TT IR Hlaupahópurinn Flandri í Borgar- nesi stendur fyrir fræðslufyrirlestri þriðjudagkvöldið 5. janúar þar sem Auður H Ingólfsdóttir mun segja frá hvað varð til þess að hún ákvað, fyrir fimm árum síðan, þá langt yfir kjörþyngd og í versta formi lífs síns, að snúa við blaðinu og gera hlaup að lífsstíl. Ákvörðunin var tekin rétt eftir hún hafði (með herkjum) lokið einnar mílu hlaupi (1,6 km) rétt fyr- ir fertugsafmælið. Þá hét hún því að hún yrði í betra formi eftir fimm ár og fylgdi því loforði eftir með því að hlaupa fyrsta maraþonið sitt daginn sem hún varð 45 ára. Ferðalagið frá mílu til maraþons var stundum erfitt en alltaf skemmti- legt. Í fyrirlestrinum ætlar Auður að segja frá því hvernig hún fór að því að halda sig við efnið og vinna sig í átt að stóra markmiðinu með því að búta það niður í mörg smærri verk- efni. Hún segir líka frá gleðinni sem fylgir því að gera hreyfingu að lífs- stíl, en hlaupin hafa ekki aðeins fært henni betri heilsu heldur einnig meiri betri líðan og meiri lífsfyllingu. Fyrirlesturinn verður haldinn á Sögulofti Landnámssetursins þriðju- dagskvöldið 5. janúar 2016 klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti í veitingasal Landnámssetursins. Nýliðanámskeið Flandra Hlaupahópurinn Flandri stend- ur fyrir átta vikna nýliðanámskeiði á tímabilinu 11. janúar – 5. mars 2016. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja koma sér af stað í hlaup- um (í fyrsta sinn eða eftir hlé). Æf- ingar verða þrisvar í viku, kl. 17:30 á mánudögum og fimmtudögum og kl. 10:00 á laugardögum. Mæting er í anddyri Íþróttamiðstöðvar Borgar- ness. Allir eru velkomnir á námskeið- ið, óháð getustigi. Fylgt verður sér- stöku nýliðaprógrammi sem verð- ur sniðið að þörfum og markmiðum hvers og eins. Skráning í nýliðahóp- inn fer fram á staðnum á fyrstu æf- ingunni. Auður H Ingólfsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir munu halda utan um nýliðahópinn en aðrir Flandrafélagar verða einnig til halds og traust. Athugið að hlaupahópurinn Flandri er grasrótarhópur. Í því felst að þar er enginn formlegur þjálfari, engin æfingagjöld og allir taka þátt á eigin ábyrgð. -fréttatilkynning Frá mílu til maraþons Framherjinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við ÍA og mun leika með liðinu út keppnistímabil- ið 2017, en fyrri samningur hefði runnið út á komandi hausti. Garð- ar er einn af reyndari leikmönnum ÍA og hefur undanfarin ár verið helsti markaskorari liðsins. Á síð- asta tímabili hreppti hann til að mynda bronsskóinn þegar hann skoraði níu mörk í 17 leikjum í Pepsídeildinni. „Garðar er mik- ilvægur hlekkur í liðinu og ég er gríðarlega ánægður með að búið sé að tryggja krafta hans næstu tvö árin,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari. kgk Garðar Gunnlaugsson framlengir við ÍA Garðar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við ÍA. Með honum á myndinni eru Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA (t.v.) og Jón Þór Hauksson (t.h.) aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Ljósm. KFÍA. Undanfarið hafa verið haldnar vinnu- smiðjur og kynningarviðburðir um land allt í tengslum við Startup To- urism, viðskiptahraðal fyrir fólk með viðskiptahugmyndir á sviði ferða- þjónustu. Startup Tourism er sam- starfsverkefni Isavia, Íslandsbanka, Bláa lónsins og Vodafone, sem fjár- magna verkefnið, ásamt Klak Inn- ovit, sem sér um framkvæmd verk- efnisins, og Íslenska ferðaklasans. „Markmið verkefnisins er að hjálpa nýjum fyrirtækjum og fólki með við- skiptahugmynd að komast á næsta stig,“ segir Oddur Sturluson verk- efnastjóri Startup Tourism í samtali við Skessuhorn. „Þetta er tíu vikna prógramm sem hefst 1. febrúar þar sem allt að tíu fyrirtæki fá vinnuað- stöðu og einkafundi með svokölluð- um mentorum. Það eru hinir ýmsu sérfræðingar, fjárfestar og reyndir frumkvöðlar sem aðstoða þátttakend- ur við að móta hugmyndina og slípa hana með endurgjöf og samvinnu. Þó þátttakendur stýri tíma sínum að mestu leyti sjálfir þá fá þeir tækifæri til að fræðast og koma verkefninu á framfæri, meðal lykilaðila í ferða- þjónustunni, mögulegum fjárfestum og fjölmiðlum,“ bætir hann við. Að sögn Odds munu þátttakend- ur einnig fá ýmis konar þjálfun og tækifæri til að fræðast um hluti sem snúa að því að koma fyrirtæki á lagg- irnar eða efla sölu og markaðssetn- ingu. „Markmiðið með verkefninu er að stytta tímann í þessum svokall- aða „dauða dal,“ sem er tíminn milli þess sem fólk fær hugmynd og þar til það getur byrjað að selja hana og afla tekna,“ segir Oddur. Þátttaka í verkefninu er endur- gjaldslaus, en bakhjarlar verkefnisins koma ekki til með að fjárfesta í fyrir- tækjunum, eins og þekkist í sambæri- legum verkefnum hérlendis. „Það er ekki boðið upp á stofnfé í þessum viðskiptahraðli. Hins vegar eru sjóð- ir, jafnvel sjóðir í eigu bakhjarla fyr- irtækjanna sem standa að þessu verk- efni, sem þátttakendur geta sótt um fjármagn úr. Okkar helsta markmið er að koma fyrirtækjum vel af stað þannig að þau séu í betri stöðu en ella til að sækja um fjármagn og einn- ig í betri stöðu gagnvart mögulegum fjárfestum,“ segir Oddur. „Þegar fyr- irtækin eru komin lengra á veg þá vita þau betur hvað þau hafa á milli hand- anna. Við teljum því að það sé farsæl- asta lausnin í ferðaþjónustugeiranum, þar sem venjulega líður ekki svo lang- ur tími frá því hugmynd kviknar og hægt er að hefja sölu. Okkar hlutverk, þó ekkert komi í staðinn fyrir frum- kvæði og sköpunargleði frumkvöðla, er að hjálpa þeim í gegnum þetta ferli og auka þannig líkurnar á að fyrir- tækin lifi af.“ Eins og áður segir hefst verkefnið 1. febrúar næstkomandi og umsókn- arfrestur til þátttöku í því er til 6. janúar. Sótt er um á heimasíðu verk- efnisins, www.startuptourism.is. kgk Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall í ferðaþjónustu Oddur Sturluson, verkefnastjóri Startup Tourism. ÁRAMÓTABRENNA Björgunarsveitin í Snæfellsbæ sér um Brennan verður hlaðin 27. – 31. desember Eru allir hvattir til að mæta og hjálpa til við hleðslu Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Kristjánsson brennustjóri í síma 892-5301 Á Breiðinni að kvöldi 31. des kl. 20:30 SK ES SU H O R N 2 01 5 Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum farsældar á árinu 2016 með þökk fyrir árið sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.