Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 23

Skessuhorn - 30.12.2015, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 23 Ég get ímyndað mér að mörgum Íslendingnum líði eins og bardaga- manni sem er að byrja síðustu lotu bardaga síns, handklæðið á öxlunum og líkaminn hokinn eftir fyrstu lotu sem er Þorláksmessa í þessu sam- hengi og skatan búin að ganga frá mannskapnum. Þá er eftir aðfanga- dagur og allt hitt. Það er því kær- komið að fá þetta „landsleikjahlé” landsmanna sem eru dagarnir milli jóla og nýárs þegar því sem næst eðlilegur matur nær loks inn fyrir munnvik viðkomandi. Ágætt er að staldra aðeins við á þessum tíma og slaka á. Þessi tími er í raun ekki til í tímatali okkar Ís- lendinga og það veit enginn hvað hann á að gera af sér á meðan hann varir. Hinn venjulegi Íslendingur reynir að gleyma sér í einhverju. Sumir reyna af veikum mætti að mæta aftur í þreksalinn í afsölt- un, einhverjir lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf frá frænda gamla og enn aðrir drekkja sér í vinnu þang- að til gamlársdagur kemur. Þetta stríð við sjálfan sig viðhefst al- veg þangað til að Macintoshið og Nóakonfektið fær aftur tilverurétt sinn í mögum landsmanna en að- eins í skamma stund þó. Þessi hefð hentar hátíðarseggjum okkar svo þeir þurfi ekki að horfast í augu við sjálfa sig fyrr en á nýársdag þeg- ar allt samviskubitið sem fékk að víkja til hliðar yfir hátíðarnar mæt- ir með fullum þunga og biturleika. Þá koma hressu gæjarnir í útvarp- inu og vinnufélagar sem þurfa að freta sinni samvisku yfir allt og alla og tala um að nú höfum við alveg heilt ár til að bæta okkur og næst föllum við ekki í sömu gildruna aft- ur. Nei, það gerum við ekki. Svona eins og nemandi sem segist ætla að vera rosa duglegur næst og læra alla önnina í staðinn fyrir að taka heillar annar virði af fróðleik og troða honum í heilabúið á fimm dögum, svona rétt eins og um jólin. En hvernig sem það verður þá er alltaf hægt að taka sjúkrapróf og ýta þessum púka á öxlinni alveg fram á þrettándann, en þá er ekki hægt að fresta hátíðarslúttinu mik- ið lengur og raunveruleikinn tek- ur við. Sem betur fer segja sumir. Jólaskrautið fer niður og það kem- ur ákveðið tóm í hjartað og vesk- ið hjá sumum því gleðibankinn er væntanlegur með risavaxinn gjalds- eðil sinn. Það eina sem ég ímynda mér að geti glatt þjóðarhjartað þá er það borða súra lundabagga sem reyndar tónar svolítið við óbragðið í munninum sem Vísa færir manni. Ég vona bara að skaupið verði gott og að fötin sem ég skipti út fyrir náttföt og jakkaföt yfir hátíðarnar passi ennþá á mig. Með kveðju og ósk um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það sem nú er að líða. Axel Freyr, Borgarfirði PIstill Hátíðarhlé Starfsfólk og íbúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík gerðu sér glaðan dag rétt fyrir jól eins og svo margir aðrir. Áttu þau mjög notalega stund saman á Litlu jólunum. Góðir gestir heimsóttu þau að venju en síðustu 12 ár hefur Óttar Sveinbjörnsson og fjölskylda hans komið og fært öllu heimils- fólki jólagjafir og engin undantekn- in var á því í ár. Sigurður Höskulds- son og Olga Guðrún Gunnarsdótt- ir komu og sungu nokkur jólalög. Birgitta Vilbergsdóttir las jólasögu og allir skiptust svo á pökkum. þa Áttu notaleg Litlu jól á Jaðri Fyrir nokkrum árum tóku starfs- menn KM þjónustunnar í Búðardal upp á því að slá upp skötuveislu fyr- ir fjölskyldur sínar á Þorláksmessu og nýttu til þess verkstæðisrýmið. Smátt og smátt hefur veislan und- ið upp á sig og mæta nú gestir og gangandi og þiggja veitingar í sal verkstæðisins. Ekki hefur tíðkast að bjóða sérstaklega til veislunn- ar heldur er viðskiptavinum öllum velkomið að koma við og eiga þar góða stund. Í ár er talið að um 100 manns hafi mætt í skötuna en ein- hver hluti lét sér þó duga að snæða saltfiskinn. Venjan er að karlpeningurinn í fyrirtækinu sjái um veisluna en ein úr hópi eiginkvenna hefur tekið að sér að baka rúgbrauðið. Í ár bættist við kjötmeti á veisluborðið en KM hópnum barst tvíreykt hangilæri frá Stað í Reykhólasveit og Gróustaða- bændur úr sömu sveit mættu með annað til. Lítil fjölskylduveisla hef- ur þannig vaxið og er hjá mörgum orðin ómissandi hluti af jólahald- inu. sm Fjölmenn skötuveisla á verkstæðinu Nú um áramót munu taka gildi lög sem Alþingi samþykkti í lok árs 2014 um breytingar á virðisauka- skattskerfinu sem snerta ferðaþjón- ustuna. Breytingarnar fela m.a. í sér að til skattskyldrar veltu telst þjón- usta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggj- enda og ferðafélaga, jafnt innlendra sem erlendra, að því leyti sem hún varðar sölu á vöru eða þjónustu sem ferðamaður nýtir á Íslandi. Með breytingunum fara fólksflutning- ar í ferðaþjónustu og afnot af bún- aði þeim tengdum í 11% vsk-þrep, en slík ráðstöfun mun einfalda mjög alla framkvæmd og úrvinnslu við uppgjör. Undir lok haustþings voru nokkrar viðbótarbreytingar sam- þykktar á Alþingi sem einfalda enn frekar framkvæmdina en þær snúa að innskattsheimild vegna kaupa á hópbifreiðum og að þjónusta leið- sögumanna fellur undir lægra þrep- ið, 11%. Boðaðar breytingar gera ráð fyrir að erlendum aðilum sem selja ferðir til Íslands er gert að skrá sig á VSK skrá hér á landi og skila VSK upp- gjöri eða hafa umboðsmann hér á landi sem skilar VSK uppgjöri fyr- ir sína skjólstæðinga. Samtök að- ila í ferðaþjónustu vilja minna á að mikilvægt er að ferðaþjónustuaðil- ar sem ekki hafa verið á VSK skrá, skrái sig fyrir áramót til að tryggja að innskattsheimild verði til staðar þeg- ar nýtt VSK tímabil hefst 1. janúar 2016. mm Breytingar framundan á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu „Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harð- lega áhuga- og úrræðaleysi ríkis- stjórnarflokkanna þegar kemur að hagsmunum og aðstæðum þeirra tekjulægstu í samfélaginu,“ seg- ir í ályktun sem ASÍ sendi frá sér þegar frumvarpið til fjárlaga var til umræðu skömmu fyrir jól. „Enn er minnisstæð lækkun tekju- og eigna- skatta stóreigna- og hátekjufólks og lækkun auðlindaskatta sem kallar á niðurskurð ríkisútgjalda, þ.m.t. heilbrigðismála. Þessi ríkisstjórn hækkar skatt á mat en lækkar skatta á lúxusvörur. Hækkanir á bótum al- manna- og atvinnuleysistrygginga sitja eftir á sama tíma og skuldir eignafólks eru lækkaðar.“ Þá segir í ályktun ASÍ að í því fjárlagafrumvarpinu sé ekki mætt nauðsynlegri fjárþörf heilbrigðis- kerfisins vegna þeirra kjarasamn- inga sem gerðir hafa verið. Það muni óhjákvæmilega leiða til dýrari og lakari læknisþjónustu. Á sama tíma er verið að undirbúa enn frek- ari markaðsvæðingu heilbrigðis- kerfisins. Fyrir liggur að nú þeg- ar hefur hópur fólks ekki efni á að nýta sér þessa þjónustu. „Þrátt fyr- ir að allir kjarasamningar sem ríkið hefur staðið að miði við að hækk- un launa verði afturvirk frá og með 1. maí sl. og Kjararáð hafi hækkað laun alþingismanna og ráðherra frá og með 1. mars, hafnar ríkisstjórnin að hækka bætur almannatrygginga með sambærilegum hætti og nemur hækkun lægstu launa og miða við 1. maí. Á sama tíma leggur meiri- hluti efnahags- og skattanefnd- ar til breytingar á tekjuskattsfrum- varpi fjármálaráðherra og heimila fulla samsköttun tekna hjóna/sam- býlisfólks sem gæti lækkað tekju- skatt þeirra sem eru með meira en 1,4 milljón kr. á mánuði um allt að 900 þús. kr. á ári. Þessi aðgerð er talin kosta ríkissjóð um 3.500 millj- ónir króna á ári. Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum og aðstæðum tekjulágra fjölskyldna endurspeglast einnig í húsnæðismálum. Mikil vinna hef- ur verið lögð í mótun tillagna um nauðsynleg úrræði, einkum veru- lega hækkun húsaleigubóta og nýtt félagslegt húsaleigukerfi. Breið samstaða náðist um þá niðurstöðu. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin héti því að beita sér fyrir að lögfesta þess- ar breytingar á haustþingi, er fyrir- séð að þessi mál muni dragast fram á næsta ár. Miðstjórn ASÍ lýsir fullri ábyrgð af þessum drætti á fjármála- og efnahagsráðherra, en fyrirséð er að þetta er forsendubrestur gagn- vart endurskoðun kjarasamninga í febrúar.“ mm Miðstjórn ASÍ harmar rangar áherslur í fjárlögum Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.