Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2015 15 Eiríkssonar hjá Lumex. Í sameigin- legum rýmum og inni á herbergj- um er hugsað út í smáatriðin. Geita- skinn eru notuð á stóla og sófa, enda mörg örnefni tengd geitum á svæð- inu. Inni á herbergjum eru hreinlæt- isvörur unnar úr íslensku birki, enda stendur hótelið í birkiskógi. Í húsinu er einnig að finna ýmsar aðrar skír- skotanir í náttúruna og sagnahefð uppsveita Borgarfjarðar og Vestur- lands. Fallegur steinveggur geng- ur í gegnum hótelið sjálft. Hann er hugsaður sem berggangur í fjalli og stefnir beint inn í Drangsteina- brún. Hótelið er skreytt verkum eft- ir listamanninn Pál Guðmundsson, frænda Bergþórs, sem einnig býr í Húsafelli. „Það var strax ákveðið að Páll myndi skreyta hótelið og list- in er þannig tengd inn í sögu stað- arins. Hann gerði hraunmyndir af sex andlitum sem tengjast sögunni, þetta eru persónur úr Hellismanna- sögu og af Fjalla-Eyvindi og Höllu konu hans. Hann gerði svo afþrykk af þessum myndum sem prýða öll herbergi hótelsins. Með listaverkum Páls kemur sálin í húsið,“ útskýrir Hrefna. Þá eru einnig verk eftir Pál við inngang hótelsins og í hleðslu Unnsteins við neðri hæðina. Stækka í vetur Alls eru 36 herbergi á Hótel Húsa- felli, þar af sex lúxusherbergi. Að sögn Bergþórs stendur strax til að byggja við. „Við ætlum að bæta tólf herbergjum við í vetur. Þetta eru ör- litlir vaxtaverkir, við náðum ekki að vera á undan þessum öra vexti og ætlum þess vegna að stækka við okk- ur.“ Þá stendur einnig til að byggja við þjónustumiðstöðina sem stendur fyrir neðan hótelið. Hjónin hafa leigt hana síðustu þrjú ár og nú stendur til að kaupa hana á nýjan leik. „Þar ætl- um við að reisa afþreyingarmiðstöð sem verður góð undirstaða við gist- inguna. Við byrjum á byggingunni næsta haust en hefjum starfsemina strax í vor,“ segir Bergþór. Hann seg- ir mikla möguleika á afþreyingu vera í nágrenninu. „Hér er sundið, golfið, hægt að fara í göngu- og hellaferðir og veiði. Við ætlum að setja upp mið- stöð til að halda utan um allt þetta og til að bregðast við fjölgun ferða- manna. Þetta hjálpar svæðinu mikið enda er uppbygging víðar í Borgar- firði. Fólk á þá erindi hingað upp eft- ir, þetta hjálpast allt að.“ Gott samstarf við ísgöngin Mikil umferð af fólki er í Húsafell allt árið um kring og er hluti þess sem kemur við á leið í ísgöngin í Langjökli. Hjónin segjast eiga gott samstarf við þá sem reka ísgöngin. „Við njótum góðs af ísgöngunum og þau af okkur. Það er mjög góð samvinna á milli okkar og við fór- um til dæmis í sameiginlega mark- aðssetningu. Við höfum einnig far- ið saman á sýningar, til dæmis hjá West Norden,“ segir Hrefna. Í Húsafell koma um 70 - 100 manns í hádegismat daglega í vetur og er þá um að ræða hópa á leið í ísgöng- in. „Það á að bæta við fleiri ferð- um og svo mun Reykjavík Excur- sions verða með dagsferðir hingað eftir áramótin,“ segja þau hvergi bangin. Bergþór og Hrefna segja ánægjulegt að sjá hversu ánægð- ir gestir í Húsafelli eru. „Fólk er ánægðara en við gerðum okk- ur grein fyrir. Það er gaman að fá að heyra að fólk sé að upplifa það sama og við hérna.“ Áframhaldandi uppbygging Framundan í Húsafelli er því áfram- haldandi uppbygging. Auk stækk- unar á hótelinu, byggingar á af- þreyingarmiðstöð og nýrri virkjun segja þau eina hugmynd til viðbót- ar vera í gerjun. „Planið er að þróa nýtt svæði sem við eigum skipulagt hér. Það er hugsað út frá „resort“ hugmyndinni og þar ætlum við að byggja hús sem verða svo þjónust- uð frá hótelinu. Þegar það verð- ur komið á koppinn þá erum við komin með mjög breiða gistingu enda geta fjölskyldur og hópar ver- ið í þessum húsum,“ segir Bergþór. „Markmiðið er að geta tekið á móti breiðum hópi fólks,“ bætir Hrefna við. Þau segja Pál listamann einn- ig vera að stækka við sig, hinum megin við veginn, þar sem hann ætlar að tvöfalda sýningaraðstöðu sína. „Hér er listin í kringum Palla og mikill stuðningur að hafa lista- mann á heimsmælikvarða hér í ná- grenninu,“ segja þau þakklát. Þrátt fyrir að vera búin að reisa hótel- ið segjast þau vera rétt að byrja. „Maður verður að vera í gírnum, annars skeður ekki neitt. Við vilj- um tryggja að hér verði líf og fjör,“ segir Bergþór. „Við erum að reyna að vera ekki á eftir fjöldanum og gera hlutina á sómasamlegan hátt. Lánið leikur við okkur og það er eins og einhver vaki yfir okkur. Ætli það sé ekki tengdapabbi og Snorri. Það var hans draumur að reisa hótel hér og við kláruðum það,“ segir Hrefna að endingu. grþ Þrettándagleði á Akranesi 2016 Þrettándagleði, álfadans, flugeldasýning og Íþróttamaður Akraness Hin árlega þrettándabrenna verður haldin miðvikudaginn 6. janúar nk. við Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunarfélag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18:30. Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2015 og boðið uppá veitingar. S K ES SU H O R N 2 01 5 Hótel Húsafell er hið glæsilegasta og styður vel við aðra atvinnuuppbyggingu í landshlutanum. Unnsteinn Elíasson og Páll Guðmundsson við vegginn sem Unnsteinn hlóð við neðri hæð hótelsins. Þarna má einnig sjá líparítmyndir Páls af Gretti sterka og Eiríki. Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi. Starfshlutfall er 80% auk fastrar yfirvinnu. Helstu verkefni: • Framkvæmdastjórn UDN • Að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og stuðla að samfellu í skóla, íþrótta- og félagsstarfi barna í sveitarfélaginu • Umsjón með vinnuskóla og félagsmiðstöð og aðstoð við ungmennaráð Dalabyggðar • Skipulag og verkefnastjórn í ýmsum málum sem til falla, t.d. forvarnamál, átaksverkefni og hátíðir Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla og þekking á íþrótta- og æskulýðsmálum • Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum • Framsýni og metnaður í starfi • Almenn tölvukunnátta Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn komi til með að búa í Dalabyggð og hann þarf að hafa hreint sakavottorð. Starfsstöð verður á skrifstofu Dalabyggðar. Umsókn skal senda til: Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) Heiðrún Sandra Grettisdóttir Hofakri 371 Búðardal Fyrirspurnir má senda á netfangið udn@udn.is. Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2016 og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.