Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 30.12.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 201524 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf - - - - Daglegar ferðir frá Akranesi - Reykjavík Reykjavík - Akranes www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Pennagrein Ég hef tekið eftir því á ferðum mínum um Borgarnes og ná- grenni að allvíða liggur frammi dálítil teikning af Hafnarfjöll- um þar sem skráð eru nöfn helstu kennileita. Teikningin er ljósrit- uð en hefur tekist allavega hvað gæðin snertir. Mig langar til þess að segja sögu teikningarinnar en ljósmynd af henni fylgir hér með. Það var laust eftir 1980 sem Björn H. Jónsson, þá bóndi á Öl- valdsstöðum I í Borgarhreppi, bað mig aðstoða sig við fram- kvæmd hugmyndar sem hann hafði fengið. Það gerði hann við eina af mörgum heimsókn- um okkar fjölskyldunnar þangað, en kona Björns, Sigrún Jónsdótt- ir, var föðursystir mín. Hugmynd Björns var að fá á eina mynd ör- nefni helstu kennileita í Hafnar- fjöllum eins og þau blasa við frá Stór-Borgarnesi. Myndina hugð- ist hann síðan færa Björgunar- sveitinni Brák, sem þá gæti selt hana þeim sem hafa vildu, sveit- inni til styrktar. Björn á Ölvaldsstöðum var van- ur að framkvæma hugmyndir sín- ar. Með ljósmyndaröð til stuðn- ings hóf hann að leita örnefn- anna og skrá þau með samráði við staðkunnuga menn, einkum þó Ara Gíslason á Akranesi og Pét- ur Fjeldsted Torfason sem þá bjó í Höfn, en einnig ýmsa kunningja sína í Borgarnesi og nágrenni. Að fyrirsögn Björns teiknaði ég síðan myndina upp og færði inn örnefnin. Björn hafði þegar ver- ið í sambandi við fulltrúa Brákar- manna, sem ég man nú ekki leng- ur hverjir þá voru. Það gerðist hins vegar nokkru eftir að verki mínu lauk að Björn féll frá, en hann dó 16. maí 1984. Þá sofn- aði einnig hugmyndin um frekari vinnslu myndarinnar og stuðning með henni við björgunarsveitina Brák. Teikning okkar Björns fór hins vegar að berast út með ein- hverjum hætti, ljósrituð og mis- jafnlega leikin. Tilgangur skrifa minna er frá- leitt sá að nöldra yfir dreifingu myndarinnar. Þvert á móti vona ég að hún hafi frætt sem flesta um ör- nefni Hafnarfjalla og vakið áhuga þeirra á umhverfi sínu því lands- lag án heitis er lítils virði. Svo ná- kvæmur sem Björn var vona ég að örnefnin á myndinni séu rétt með farin – að því marki sem örnefni geta orðið „rétt“ yfirleitt! Aðalerindi sögu minnar er hins vegar það að rifja upp áform Björns á Ölvaldsstöðum um stuðning við björgunarsveitina í Borgarnesi, sem ekki varð. Ég bið því hvern sem þessarar örnefnamyndar hef- ur notið eða nýtur að hugsa hlýtt til sveitarinnar – og helst að styðja hana með áþreifanlegum hætti. Þakklæti Björns var mér nóg umb- un fyrir minn hluta verksins. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri. Lítil saga af lítilli teikningu Skoðanir Margir hafa skoðanir á mörgu, sum- ir fáu og enn aðrir þykjast ekki taka afstöðu til nokkurs hlutar. Eflaust má að einhverju leyti flokka þetta und- ir mannlegt eðli, hluta af vitsmunum okkar og skynjun. Stundum gerist það á stuttum tíma að skoðanir fólks eða viðhorf breytast mjög hratt, oft til góðs, stundum til bölvunar. Sam- félög átta sig á því að „rótgróin við- horf“ hafa verið ranglát eða heimsku- leg og skipta um skoðun ef svo má segja. Þannig hafa viðhorf til minni- hlutahópa færst til frjálsræðisáttar á Íslandi undanfarna áratugi sem er vel. Sumt virðist þó enn eiga eftir að verða að viðhorfi eða „sameiginlegri sýn“ hjá þjóðinni. Menn vita ekki enn fyllilega hvað þeim á að finnast um ýmis mál. Þannig hafa útlendingar verið fátíðir á Íslandi í gegnum ald- irnar en eru nú út um allar koppa- grundir ýmist sem helsti drifkraftur efnahagslífsins og þannig gott inn- legg í nútíma neyslusamfélag (erlend- ir ferðamenn, markríll) eða stórfeng- leg ógn. Ógn eru útlendingar í sumra huga þegar þeir heita lúpína eða Mu- hammad og vilja setjast hér að eða þegar þeir ferðast um landið í rútum og þurfa að ganga örna sinna fleiri en tíu saman. Líkast til mun þjóðin velta þessu fyrir sér enn um stund og móta síðan „viðhorf“ sín og sættast við hið nýja og breytta í heiminum. Þannig er rás tímans. Vísar klukkunnar Sumt af því sem endrum og eins dúkkar upp í umræðu manna á með- al á Íslandi og skoðanir eru skiptar um er undarlegt að mér finnst. Und- ir þennan hatt fellur lestin góða sem fyrst um sinn skildi bruna um landið þvert og endilangt (í upphafi 20. ald- ar) en hefur síðustu áratugi farið um skemmri veg, oftast „útá völl“. Annað sérstaklega áhugavert efni er tal um klukkuna og vísa hennar. Alltaf skal þessi umræða koma upp aftur og aftur og hópur manna hafa fjarstæðukenndar hugmyndir um ljós og klukku. Jafnvel fólk sem búið hef- ur á Íslandi alla sína ævi og orðið er miðaldra getur sett fram hugmyndir um hvernig breyta megi myrkri í ljós og ljósi í myrkur með því að fikta í vísum klukkunnar. Þetta kemur mér í hug nú í skammdeginu, fimm mánuð- um áður en hér verður bjart allan sól- arhringinn. Eftir þrjá mánuði er bjart í 12 tíma og myrkur í 12…svona um það bil. Ofan í þrönga firði verður sól ekki troðið með því að færa klukku- vísana. Samt vilja menn skoða þetta. Jafnvel þingmenn sem misst hafa af tækifærinu til berjast fyrir rýmkuðum heimildum til áfengiskaupa eða eyð- ingu lúpínu í hendurnar á einhverjum kollega sinna taka málið upp endrum og eins. Ábyrgð fylgir orðum Skyldi það þá ekki vera eins með ann- að sem er okkur fjær? Má okkur ekki vera það ljóst að mannlegt eðli er hið sama hvar sem við stöndum. Sum- ir hafa aðlagast heitu loftslagi, aðrir köldu en sumir búa í köldum lönd- um eða heitum án þess að una þar hag sínum nokkurn tíma. Þegar við myndum okkur skoðun á því sem er okkur framandi þurfum við kannski að leggja meira á okkur en í dags dag- legu kjaftaþvargi þar sem menn geta sagt það sem þeim dettur í hug af því umræðan er hvort eð er innantóm og til þess gerð að láta tímann líða hrað- ar en í þögninni. Við ættum ekki að ráðast af heift til atlögu við fólk sem við vitum ekki mikil deili á, gerast „vinveitt innrásarþjóð“ í ríki sem fáir Íslendingar vita hvar liggur á jarðar- kringlunni. Þetta gildir sennilega um okkur öll, hvar sem við búum á móð- ur jörð. Og hefur líkast til gert lengi óháð vísum klukkunnar. Af því við erum öll hvort öðru lík. Finnbogi Rögnvaldsson. Klukkan

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.